Hópur boðsgesta gekk út af forsýningu Austurs: „Þetta var of mikið fyrir suma held ég“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2015 23:00 Jón Atli Jónasson, leikstjóri Austur, segir myndina ekki fyrir viðkvæma: „Svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki.“ Vísir/Stefán/Vilhelm Heldur einkennileg stemning myndaðist á forsýningu kvikmyndarinnar Austur í Háskólabíói í kvöld þar sem nokkrir boðsgesta gengu út af sýningunni. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Myndin er sögð stranglega bönnuð börnum og alls ekki fyrir viðkvæma en það heyrir til tíðinda að hópur boðsgesta gangi út af forsýningu íslenskrar kvikmyndar. Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir áhorfendum hafa verið brugðið.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.„Ekki fyrir viðkvæma“ „Þetta var of mikið fyrir suma held ég. Mér skildist á þeim sem voru þarna frammi að þetta hefði verið of erfitt stundum. Ég er alveg vanur því, ég hef gert leiksýningar sem eru mjög erfiðar að horfa á og sumir höndla það ekki og fara og maður ber alveg virðingu fyrir því. Og svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki. En það var svona general stemningin af því sem ég heyrði, þetta er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Jón Atli. Hann segist vera sáttur við útkomuna. „Ég er mjög sáttur við það sem við gerðum. Við fórum og gerðum myndina sem við ætluðum að gera, það var verkefnið.“Fjölmargir nafntogaðir karlar og konur voru mætt í Háskólabíó í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var á meðal þeirra. Frumsýning Austur eftir Jón Atla Jónasson. A photo posted by Andri Magnason (@andrimagnason) on Apr 15, 2015 at 1:10pm PDT Líkindi með Stokkseyrarmálinu Líkt og Vísir sagði frá fyrr í vikunni þykir umfjöllunarefni myndarinnar líkjast Stokkseyrarmálinu svokallaða.Sjá einnig:Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Jón Atli sagði í samtali við Vísi við það tilefni myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu heldur sé hún innblásin af nokkrum frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er.“ Myndin fer í almenna sýningu á morgun. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Heldur einkennileg stemning myndaðist á forsýningu kvikmyndarinnar Austur í Háskólabíói í kvöld þar sem nokkrir boðsgesta gengu út af sýningunni. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Myndin er sögð stranglega bönnuð börnum og alls ekki fyrir viðkvæma en það heyrir til tíðinda að hópur boðsgesta gangi út af forsýningu íslenskrar kvikmyndar. Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir áhorfendum hafa verið brugðið.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.„Ekki fyrir viðkvæma“ „Þetta var of mikið fyrir suma held ég. Mér skildist á þeim sem voru þarna frammi að þetta hefði verið of erfitt stundum. Ég er alveg vanur því, ég hef gert leiksýningar sem eru mjög erfiðar að horfa á og sumir höndla það ekki og fara og maður ber alveg virðingu fyrir því. Og svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki. En það var svona general stemningin af því sem ég heyrði, þetta er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Jón Atli. Hann segist vera sáttur við útkomuna. „Ég er mjög sáttur við það sem við gerðum. Við fórum og gerðum myndina sem við ætluðum að gera, það var verkefnið.“Fjölmargir nafntogaðir karlar og konur voru mætt í Háskólabíó í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var á meðal þeirra. Frumsýning Austur eftir Jón Atla Jónasson. A photo posted by Andri Magnason (@andrimagnason) on Apr 15, 2015 at 1:10pm PDT Líkindi með Stokkseyrarmálinu Líkt og Vísir sagði frá fyrr í vikunni þykir umfjöllunarefni myndarinnar líkjast Stokkseyrarmálinu svokallaða.Sjá einnig:Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Jón Atli sagði í samtali við Vísi við það tilefni myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu heldur sé hún innblásin af nokkrum frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er.“ Myndin fer í almenna sýningu á morgun.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira