Viðskipti innlent

Horfur á að krónan haldi áfram að styrkjast

Tæknigreining bendir til þess að krónan sé í styrkingarfasa og horfur séu á áframhaldandi styrkingu. Þetta kemur fram í vikulegum Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.

Fram kemur í Markaðsfréttunum að íslenska krónan styrktist verulega í síðustu viku. Samtals styrktist krónan um 2,9% og endaði gengisvísitalan í 215,14 stigum. Hefur krónan ekki verið svo sterk síðan í apríl 2009.

Íslenska krónan styrktist mest gagnvart Ástralíudollar um 9,1% en styrktist einnig gagnvart norsku krónunni og helstu nýmarkaðsmyntum. Eini gjaldmiðillinn sem hækkaði gagnvart íslensku krónunni var japanska jenið en það styrktist um 0,4%. Það voru því gjaldmiðlar sem taldir eru áhættumeiri og gjaldmiðlar landa sem flytja út hrávörur sem lækkuðu mikið í vikunni.

Frá áramótum hefur einungis Bandaríkjadalur og japanska jenið hækkað gagnvart íslensku krónunni en aðrir helstu gjaldmiðlarnir hafa lækkað. Bandaríkjadalur hefur hækkað um 2,8% og japanska jenið um 5,5%. Mesta lækkun hefur verið á gengi evrunnar en hún hefur lækkað um 10,8% frá áramótum.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×