Hóteláform standa þótt leyfið hafi verið fellt úr gildi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Teikning af hótelinu sem á að byggja. Leyfi fyrir byggingu 59 herbergja hótels við Borgarbraut í Borgarnesi hefur verið afturkallað. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarleyfið sé ekki í samræmi við landnotkun gildandi deiliskipulags. Geirlaug Jóhannsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir úrskurðinn ekki breyta ákvörðun sveitarstjórnar um bygginguna. „Í þessu ferli hafa komið fram nokkrar kærur og þá er viðbúið að það finnist einhverjir agnúar. Í sjálfu sér hafa íbúar fullan rétt til að leggja fram kærur og við berum fulla virðingu fyrir því. Við sníðum þá vankanta af og höldum okkar striki.“ Guðsteinn Einarsson, stjórnarformaður Borgarlands sem rekur verslunarmiðstöðina Hyrnutorg, segir að stjórnsýsla bæjarins virði hvorki lög né rétt. „Mér sýnist bærinn ekki hafa virt fyrri úrskurði þannig að ég á ekkert sérstaklega von á því að hann virði þennan úrskurð. Síðast þegar þetta var dæmt ógilt, upprunalega byggingarleyfið frá því í október, gáfu þeir út nýtt byggingarleyfi.“ Guðsteinn bætir því við að 194 hafi gert athugasemdir við deiliskipulagið og útgáfu leyfisins í upphafi. „Þannig að það eru allavega 194 ósáttir. Ég held að það verði hins vegar miklu fleiri ósáttir þegar þeir átta sig á því hvers konar bákn þetta er.“ Geirlaug segir sveitarstjórn hafa komið til móts við ýmsar ábendingar íbúa. „Við erum núna í skipulagsferli og erum að gera breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið,“ segir hún og bætir því við að uppbyggingin sé mikilvæg þar sem vöntun sé á húsnæði fyrir íbúa yfir sextugu og að með uppbyggingunni fylgi auknar tekjur fyrir sveitarsjóð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Leyfi fyrir byggingu 59 herbergja hótels við Borgarbraut í Borgarnesi hefur verið afturkallað. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarleyfið sé ekki í samræmi við landnotkun gildandi deiliskipulags. Geirlaug Jóhannsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir úrskurðinn ekki breyta ákvörðun sveitarstjórnar um bygginguna. „Í þessu ferli hafa komið fram nokkrar kærur og þá er viðbúið að það finnist einhverjir agnúar. Í sjálfu sér hafa íbúar fullan rétt til að leggja fram kærur og við berum fulla virðingu fyrir því. Við sníðum þá vankanta af og höldum okkar striki.“ Guðsteinn Einarsson, stjórnarformaður Borgarlands sem rekur verslunarmiðstöðina Hyrnutorg, segir að stjórnsýsla bæjarins virði hvorki lög né rétt. „Mér sýnist bærinn ekki hafa virt fyrri úrskurði þannig að ég á ekkert sérstaklega von á því að hann virði þennan úrskurð. Síðast þegar þetta var dæmt ógilt, upprunalega byggingarleyfið frá því í október, gáfu þeir út nýtt byggingarleyfi.“ Guðsteinn bætir því við að 194 hafi gert athugasemdir við deiliskipulagið og útgáfu leyfisins í upphafi. „Þannig að það eru allavega 194 ósáttir. Ég held að það verði hins vegar miklu fleiri ósáttir þegar þeir átta sig á því hvers konar bákn þetta er.“ Geirlaug segir sveitarstjórn hafa komið til móts við ýmsar ábendingar íbúa. „Við erum núna í skipulagsferli og erum að gera breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið,“ segir hún og bætir því við að uppbyggingin sé mikilvæg þar sem vöntun sé á húsnæði fyrir íbúa yfir sextugu og að með uppbyggingunni fylgi auknar tekjur fyrir sveitarsjóð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira