Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júní 2015 11:44 Malín og Hlín hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra en þær vildu milljónir fyrir að upplýsa ekki um meint tengsl Sigmundar við Björn Inga. Vísir/Valli Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast upplýsingarnar um kaup Björns Inga á DV. Björn Ingi og Hlín voru í sambandi frá árinu 2011 þar til síðla árs 2014. Tilkynnt var um kaup Björns Inga á DV í nóvember í fyrra en fyrir átti Björn Ingi Vefpressuna sem rekur meðal annars Pressuna, Eyjuna og Bleikt.is. Hlín var lengi ritstjóri Bleikt.Sjá einnig: Systurnar Malín og Hlín handteknar Samkvæmt heimildum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir á föstudag sem leiddu til handtöku systranna. Lögreglan vildi framan af degi ekkert tjá sig um málið við Vísi en sendi á tólfta tímanum frá sér tilkynningu. Þar segir að systurnar hafi verið handteknar sunnan við Vallahverfi í Hafnarfirði. Þær hafi játað að hafa sent bréfið en í því var þess krafist að forsætisráðherra myndi koma milljónum króna fyrir á tilteknum stað í hrauninu. Þar voru þær svo handteknar.Sjá einnig: Játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki upplýsa um hve margir komu að aðgerð lögreglu á föstudaginn. Slatti var orðið sem Friðrik notaði í samtali við fréttastofu en fréttastofa greindi frá því í morgun að um umfangsmikla aðgerð hefði verið að ræða. Björn Ingi vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi.Click here for an English version Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast upplýsingarnar um kaup Björns Inga á DV. Björn Ingi og Hlín voru í sambandi frá árinu 2011 þar til síðla árs 2014. Tilkynnt var um kaup Björns Inga á DV í nóvember í fyrra en fyrir átti Björn Ingi Vefpressuna sem rekur meðal annars Pressuna, Eyjuna og Bleikt.is. Hlín var lengi ritstjóri Bleikt.Sjá einnig: Systurnar Malín og Hlín handteknar Samkvæmt heimildum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir á föstudag sem leiddu til handtöku systranna. Lögreglan vildi framan af degi ekkert tjá sig um málið við Vísi en sendi á tólfta tímanum frá sér tilkynningu. Þar segir að systurnar hafi verið handteknar sunnan við Vallahverfi í Hafnarfirði. Þær hafi játað að hafa sent bréfið en í því var þess krafist að forsætisráðherra myndi koma milljónum króna fyrir á tilteknum stað í hrauninu. Þar voru þær svo handteknar.Sjá einnig: Játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki upplýsa um hve margir komu að aðgerð lögreglu á föstudaginn. Slatti var orðið sem Friðrik notaði í samtali við fréttastofu en fréttastofa greindi frá því í morgun að um umfangsmikla aðgerð hefði verið að ræða. Björn Ingi vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi.Click here for an English version
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14