Hræðsluáróður gegn erfðabreyttum matvælum Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 20. október 2011 11:00 Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsóknSandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufarsrannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rannsóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum…“. Þó svo að Cry1Ab próteinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytjaplöntum er ekkert í rannsókninni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingarÍ umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vísbendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í greininni komu ekki fram neinar vísbendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif próteinsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsufar spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferðSíðast en ekki síst má með sterkum rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mælinga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósanleg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rannsóknarinnar og hefði nauðsynlega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísindarannsókna eru kynntar almenningi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sannreyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niðurstöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknarinnar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur takmarkaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvitandi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að uppfræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir.(1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533.(2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246.(3) McClintock, Schaffer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105.(4) Shimada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmental Biology - Animal 42: 45.(5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115.(6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551.(7) Lutz, Wiedemann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chemistry 53 [5]: 1453-1456. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsóknSandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufarsrannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rannsóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum…“. Þó svo að Cry1Ab próteinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytjaplöntum er ekkert í rannsókninni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingarÍ umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vísbendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í greininni komu ekki fram neinar vísbendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif próteinsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsufar spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferðSíðast en ekki síst má með sterkum rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mælinga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósanleg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rannsóknarinnar og hefði nauðsynlega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísindarannsókna eru kynntar almenningi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sannreyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niðurstöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknarinnar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur takmarkaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvitandi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að uppfræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir.(1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533.(2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246.(3) McClintock, Schaffer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105.(4) Shimada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmental Biology - Animal 42: 45.(5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115.(6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551.(7) Lutz, Wiedemann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chemistry 53 [5]: 1453-1456.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun