Innlent

Hrapaði til jarðar í hlíðum Mosfells

Svifdrekaflugmaður, sem var að svífa dreka sínum við vesturhlíðar Mosfells í gærkvöldi, missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann hrapaði til jarðar. Hann kom hart niður og var kallað á sjúkrabíl.

Sjúkraflutningamenn slökkvliðsins sóttu hann á vettvang og fluttu hann fyrst á sexhjóli, síðan á fjallabíl og loks í sjúkrabíl á slysadeild. Þar reyndust meiðsl hans minni en óttast var, en honum var illa brugðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×