Innlent

Hraunavinir kæra til Hæstaréttar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hraunavinir hafa kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni sóknaraðila um að leitað skyldi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna framkvæmda í Gálgahrauni. Hraunavinir telja sig hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands taka þátt í kærunni ásamt Hraunavinum.

Samtökin kröfðust lögbanns sem var hafnað af sýslumanninum í Reykjavík en sú niðurstaða var kærð til Héraðsdóms Reykjavíkur. Undir meðferð málsins gerðu samtökin umrædda kröfu um að vísa málinu til ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Þeirri kröfu var einnig hafnað í Héraðsdómi en mun nú rata fyrir Hæstarétt.


Tengdar fréttir

Kröfu Hraunavina hafnað

Krafa um beiðni um álit EFTA-dómstólsins á því hvort náttúruverndarsamtökin eigi lögvarinna hagsmuna að gæta hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×