Innlent

Hreindýr éta fótboltavöll á Djúpavogi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hér sést hluti hreindýrahjarðarinnar í morgunskímunni við fótboltavöllinn á Djúpavogi í gær.
Hér sést hluti hreindýrahjarðarinnar í morgunskímunni við fótboltavöllinn á Djúpavogi í gær. Mynd/Ólafur Björnsson
„Þetta eru falleg dýr sem setja mikinn svip á bæinn,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem fjörtíu til fimmtíu hreindýr gerðu sig heimakomin á fótboltavelli bæjarins í gær.

Gauti segir hreindýrin ávalt leita niður í byggð þegar snjóa tekur. „Það nánast liggur við að þau rölti hér um bæinn,“ segir sveitarstjórinn sem kveður dýrin þó ekki jafn velkominn alls staðar í bæjarlandinu.

„Þau leita talsvert í skógræktina og það viljum við auðvitað ekki. En það þýðir ekkert að girða fyrir hreindýr því þau stökkva yfir hvað sem er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×