Innlent

Hreindýr trufla ökumenn

Gera má ráð fyrir að hreindýrin verði á ferð í kringum Hallormsstaðaskóg fram á sumar.
Gera má ráð fyrir að hreindýrin verði á ferð í kringum Hallormsstaðaskóg fram á sumar. Mynd/Vilhelm
Hreindýr hafa verið á ferli í kringum Hallormsstaðaskóg undanfarið en um er að ræða hóp tarfa sem eru á leið frá Egilsstöðum að Hallormsstaðaskógi.

Tarfarnir eiga það til að hlaupa yfir þjóðveginn með þeim afleiðingum að ökumenn hafa þurft að nauðhemla. Nokkrum sinnum hefur legið við slysi.

Umferðarstofa hvetur ökumenn til árvekni þegar þeir fara um á þessum slóðum en gera má ráð fyrir að hreindýrin verði þarna á ferð fram á sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×