Hrekja mýtuna um að konur segi nei Sæunn Gísladóttir skrifar 27. janúar 2016 00:01 Hulda Bjarnadóttir segist ekki hafa tekist að leggja niður félagið á sinni tíð, en kannski nái eftirmaður hennar því. Vísir/Anton Hulda Bjarnadóttir lætur brátt af störfum eftir fimm ára starf sem framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Þegar Hulda tók við starfinu árið 2010 sagði fráfarandi framkvæmdastjóri að hún vonaðist til að Huldu myndi takast að leggja félagið niður því ekki væri þörf á því lengur. Huldu tókst ekki ætlunarverkið í sinni stjórnartíð. Hulda segir þörfina fyrir félagið enn vera til staðar, þrátt fyrir miklar framfarir í stöðu kvenna í atvinnulífinu á Íslandi. „Ég er vongóð um að hægt verði að leggja félagið niður á næstu fimm til tíu árum. En ég held það verði kannski ekki lagt niður sem slíkt því það eru alltaf einhver verkefni. En það væri æðisleg staða,“ segir Hulda.Fjöldi félagsmanna tvöfaldastFKA var stofnað árið 1999 sem Félag kvenna í atvinnurekstri. Félagið breytti síðar um nafn, en til þess að fá að ganga í félagið þarf viðkomandi þó að vera stjórnandi, eða eiga og reka eigið fyrirtæki. Frá því að Hulda tók við árið 2010 hefur fjöldi félagsmanna nær tvöfaldast, úr 650 konum í 1.100. Hulda segir FKA vera stærsta félagið á Íslandi þegar kemur að tengslanetsmyndun kvenna, þó með fókus á atvinnulífið. „Við reynum samt að skírskota til breiðari grunns og jafnréttismála sem hafa með ásýnd og eflingu kvenna almennt að gera. FKA var stofnað á sínum tíma vegna þess að konur í eigin rekstri kölluðu eftir stuðningi, þær vantaði tengslanetið og vantaði kannski skilning á að sækja fjármagn og ýmiss konar málefni sem voru sett á dagskrá þá. En það er ljóst að kvenstjórnendur eru enn að sækja sér stuðning, þurfa bakland og það sannast á því að það eru alltaf að spretta upp litlar sellur sem vilja styrkja sig, konur sem starfa í sjávarútvegi, í orkumálum og í vísindum svo eitthvað sé nefnt. „Ég held við séum enn þá að vaxa og það sé enn þörf á stuðningi. Konurnar tala enn um að þær séu að reka sig í þetta glerþak og karlarnir eru enn með 70-80 prósent hlutdeild í fjölmiðlum,“ segir Hulda. Hulda Bjarnadóttir starfaði sjálf í fjölmiðlum frá unglingsaldri, meðal annars á Bylgjunni, en stýrði svo Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein áður en leiðin lá í FKA. Hún lærði viðskiptafræði og er með MBA-próf. „Tengsl og samskiptamál hafa svolítið verið mínar ær og kýr í gegnum tíðina,“ segir Hulda.Skekkjan kom á óvartHulda segir að það sem hafi komið henni mest á óvart á ferlinum hjá FKA var hve hissa hún var á stöðu kvenna í atvinnulífinu þegar hún tók við framkvæmdastjórastöðunni. „Þegar ég fer að rýna í tölur þá var ég hissa, ég hafði ekki upplifað þetta svona skakkt. Ég flaut bara sofandi að feigðarósi en svo þegar ég fór að skoða tölurnar þá fannst mér þetta ekki hægt. Það kemur mér mest á óvart hvað við eigum enn langt í land,“ segir Hulda.Hulda Bjarnadóttir segir að áhrif kynjakvótans hafi verið hægari en fólk átti von á. Vísir/AntonSjá hag í blönduðum stjórnumHelstu áskoranirnar á ferlinum segir Hulda vera að fá stjórnendur og eigendur í íslenskum fyrirtækjum til að skilja styrkleikann í fjölbreytileikanum, að konur og karlar séu sterkari saman. „Það var mjög mikil áskorun að ræða þetta á sínum tíma og fólk var mjög ósammála og andsnúið hugmyndum um að koma fleiri konum inn í stjórnir, hvað þá þegar lagasetningin fór í gegn. En í dag erum við ekki að eiga þessi samtöl. Það er orðinn skilningur á þessu og það er kominn eðlilegri samræðugrundvöllur með þetta allt saman. Ég held að íslenskir stjórnendur í dag sjái haginn í því að blanda stjórnum og framkvæmdastjórnum. Nú er áskorunin að rétta hlutfall kvenna í fjölmiðlum. Það eru alltaf einhver verkefni sem við getum tekið á og haldið áfram með.“ Í stjórnartíð Huldu hefur FKA verið með tvö verkefni í gangi, stjórnunarverkefni og fjölmiðlaverkefni. Stjórnunarverkefnið fólst í því að koma fleiri konum í stjórnir fyrirtækja landsins. Árið 2010 samþykkti Alþingi lög um kynjakvóta sem segja að í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga sem hafa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skuli vera 40 prósent hlutfall af öðru kyninu. Lögin tóku í gildi í september 2013.Áhrif kynjakvótans of hægHulda segir að áhrif kynjakvótans séu nú þegar nokkur, sér í lagi vegna vitundarvakningar sem orðið hefur. „Meðvitund og samtal um fjölbreytileika er nú á allt öðru plani. Ég held það hafi orðið mjög hröð breyting hvað það varðar. Ég held að þær atvinnugreinar sem eru með hvað mest regluverk, sem hafa tekið sér tak og unnið samkvæmt lögum og breytt, hafi framkvæmt þetta vel. Enn eru þó vissar greinar sem eru eftir á í þessum málum og þurfa að taka sér tak með það. Við erum að ná árangri. Þetta er þó að gerast hægar en við héldum að það myndi gerast, miðað við að þetta er bundið í lög. Það eru tölur og kannanir sem sýna það að við getum enn gert betur. Stjórnendur verða að taka þetta til sín og breyta og handsnúa það niður.“ „Í kjarnann er það þannig að mínu mati að kjarkaðir stjórnendur eru þeir sem ná árangri í þeim skilningi að þeir fara einfaldlega í það að breyta og leiðrétta þar sem þarf. Þeir eru árangursmiðaðir og vilja ná árangri á öllum sviðum og þeir skilja raunverulega meininguna á bak við góða stjórnarhætti og það að vinna með hugtök á borð við samfélagslega ábyrgð og jafnrétti samfélaginu í vil,“ segir Hulda. Fjölgun kvenna í stjórnum og fjölgun kvenstjórnenda hefur ekki haldist í hendur. Einungis um 20 prósent framkvæmdastjóra íslenskra fyrirtækja eru konur. Hulda telur að vinna þurfi málin á báðum þrepum. „ Fókuspunkturinn, man ég, þegar ég kem hingað inn var að til að fjölga í framkvæmdastjórn þá ættum við að fjölga í stjórnum. Þá var farið í að fjölga í stjórnum og talið að þannig myndi sjálfkrafa fjölga í framkvæmdastjórnum. Það var röng ályktun, augljóslega. Það þarf bara að vinna þetta á báðum þrepum, fólk þarf að vera meðvitaðra um hvert einasta lagskipta þrep innan fyrirtækis. Þetta er eins og með launamisréttið, þar eigum við augljóslega eitthvað í land hérna heima.“Lykilatriði að auka ásýnd kvennaFKA heldur úti fjölmiðlaverkefni með það að markmiði að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum, þar sem hlutföllin eru nú 70-80 prósent karlar á móti 20-30 prósentum kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið fór af stað árið 2013 og nær til ársins 2017. „Þegar við vorum búnar með stjórnarverkefnið þá áttuðum við okkur á því að það væri mikilvægt að vera með eitthvert verkefni í gangi. Við værum orðnar það stórt afl að við gætum haft áhrif í gegnum verkefni. Við vorum búin að átta okkur á því að lengi hefði ásýnd kvenna í fjölmiðlum ekki verið á við ásýnd karla. Því ákváðum við að taka upp tölur hjá Creditinfo og því miður höfðu þær ekki breyst frá því fyrir mörgum árum áður,“ segir Hulda og bætir við að hún hafi ekki viljað trúa þessum tölum þegar hún sá þær fyrst. „Við spurðum okkur hvað við þyrftum að gera og ákváðum að taka þetta þríþætt. Það þarf að tala við háskólasamfélagið og fjölmiðlafræðinga og byggja upp rannsóknir, svo þarf að tala við atvinnulífið og ritstjóra og eigendur fjölmiðlanna, og einnig að líta í okkar eigin barm. Við þurfum að efla og virkja okkar konur, og hvetja þær til að stinga sér inn í þjóðfélagsumræðuna. Ef allir þessir aðilar og stjórnmálin einnig taka utan um þetta þá held ég að við hljótum að geta náð einhverjum árangri,“ segir Hulda. Meðal þess sem FKA er að gera er að halda úti lista yfir tæplega fimm hundruð konur sem eru tilbúnar að vera í fjölmiðlum, auk þess að auðvelda fjölmiðlafólki að fletta upp félagskonum í gagnagrunni sínum til að leita að kvenviðmælendum eftir sviði. „Við erum alltaf að hrekja mýtuna um að konur segi nei. Það er ekki hægt að þræta um það lengur að konur eru tilbúnar til áhrifastarfa og konur eru algjörlega tilbúnar í fjölmiðla, alla vega þegar kemur að konum í atvinnulífinu og í stjórnmálum,“ segir Hulda. Hulda segir að konur vinni kannski öðruvísi og fari fram á annars konar verklag, en þá mætti kannski taka upp annars konar vinnulag eða nálgun en tekin hefur verið til karlanna í fortíðinni. Hulda ítrekar þó að mikilvægt sé að vinna verkefnið á jákvæðan hátt, þar sem allir eru að reyna að gera sitt besta. „Ég tel að fjölmiðlar séu miklu meðvitaðri um þetta núna. Það þarf kannski að hugsa hlutina upp á nýtt til að ná árangri.“Tengslanet kvenna orðið stærraEitt aðalmarkmið FKA er að auka tengslanet kvenna. Hulda segir að félagsmenn séu að læra hratt að nýta tengslanetið sitt, og að það séu margar konur komnar með sterkt og gott tengslanet sem óneitanlega skili árangri. „Við lítum á það sem svo að þegar þú ert komin inn í félagið ertu með 1.100 konur á skrá og símanúmer hjá þeim öllum og tengslanet sem þú átt að nýta þér. Ég held við ættum að jarða það að konur séu konum verstar, því konur eru konum bestar og það sannast aftur á bak og áfram, og við erum að sanna það að konur innan tengslanets eins og FKA benda hver á aðra í stjórnir og störf og efla hver aðra til áhrifa.“ Hulda segir það lykilatriði að konur sem komnar eru til áhrifa séu meðvitaðar um að það gerist ekki af sjálfu sér og að þær aðstoði aðrar konur til að fylgja í fótsporin, þar sem hver og einn einstaklingur þarf kannski smá ráðgjöf og aðstoð svo að ferillinn fari upp á við og standi ekki í stað. „Þegar gáttin er orðin opin þá nýtist það fleiri konum, þá verða fleiri kanónur og fleiri stöður þar sem kona kemur til greina.“ „Það er mikilvægt að fólk almennt leiði breytingar markvisst, hvort sem það eru konur eða karlar. Hér á Íslandi hefur orðið til þetta afl 1.100 kvenna í atvinnulífinu sem er tilbúið að leiða breytingar og berjast fyrir breytingum. Það segir sig því sjálft að þar sem þessar meðvituðu konur komast til áhrifa, þar verða breytingar. Einfaldlega af því að við sættum okkur ekki við annað. Svo eru fleiri og fleiri karlmenn að meðtaka það með okkur og viðurkenna að það er enn skekkja á ýmsum sviðum og því þarf að breyta. Ekki kvennanna vegna, heldur samfélagsins vegna, vegna barna okkar og þeirra sem eiga ekki að þurfa að benda á þetta í gríð og erg,“ segir Hulda Bjarnadóttir. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Hulda Bjarnadóttir lætur brátt af störfum eftir fimm ára starf sem framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Þegar Hulda tók við starfinu árið 2010 sagði fráfarandi framkvæmdastjóri að hún vonaðist til að Huldu myndi takast að leggja félagið niður því ekki væri þörf á því lengur. Huldu tókst ekki ætlunarverkið í sinni stjórnartíð. Hulda segir þörfina fyrir félagið enn vera til staðar, þrátt fyrir miklar framfarir í stöðu kvenna í atvinnulífinu á Íslandi. „Ég er vongóð um að hægt verði að leggja félagið niður á næstu fimm til tíu árum. En ég held það verði kannski ekki lagt niður sem slíkt því það eru alltaf einhver verkefni. En það væri æðisleg staða,“ segir Hulda.Fjöldi félagsmanna tvöfaldastFKA var stofnað árið 1999 sem Félag kvenna í atvinnurekstri. Félagið breytti síðar um nafn, en til þess að fá að ganga í félagið þarf viðkomandi þó að vera stjórnandi, eða eiga og reka eigið fyrirtæki. Frá því að Hulda tók við árið 2010 hefur fjöldi félagsmanna nær tvöfaldast, úr 650 konum í 1.100. Hulda segir FKA vera stærsta félagið á Íslandi þegar kemur að tengslanetsmyndun kvenna, þó með fókus á atvinnulífið. „Við reynum samt að skírskota til breiðari grunns og jafnréttismála sem hafa með ásýnd og eflingu kvenna almennt að gera. FKA var stofnað á sínum tíma vegna þess að konur í eigin rekstri kölluðu eftir stuðningi, þær vantaði tengslanetið og vantaði kannski skilning á að sækja fjármagn og ýmiss konar málefni sem voru sett á dagskrá þá. En það er ljóst að kvenstjórnendur eru enn að sækja sér stuðning, þurfa bakland og það sannast á því að það eru alltaf að spretta upp litlar sellur sem vilja styrkja sig, konur sem starfa í sjávarútvegi, í orkumálum og í vísindum svo eitthvað sé nefnt. „Ég held við séum enn þá að vaxa og það sé enn þörf á stuðningi. Konurnar tala enn um að þær séu að reka sig í þetta glerþak og karlarnir eru enn með 70-80 prósent hlutdeild í fjölmiðlum,“ segir Hulda. Hulda Bjarnadóttir starfaði sjálf í fjölmiðlum frá unglingsaldri, meðal annars á Bylgjunni, en stýrði svo Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein áður en leiðin lá í FKA. Hún lærði viðskiptafræði og er með MBA-próf. „Tengsl og samskiptamál hafa svolítið verið mínar ær og kýr í gegnum tíðina,“ segir Hulda.Skekkjan kom á óvartHulda segir að það sem hafi komið henni mest á óvart á ferlinum hjá FKA var hve hissa hún var á stöðu kvenna í atvinnulífinu þegar hún tók við framkvæmdastjórastöðunni. „Þegar ég fer að rýna í tölur þá var ég hissa, ég hafði ekki upplifað þetta svona skakkt. Ég flaut bara sofandi að feigðarósi en svo þegar ég fór að skoða tölurnar þá fannst mér þetta ekki hægt. Það kemur mér mest á óvart hvað við eigum enn langt í land,“ segir Hulda.Hulda Bjarnadóttir segir að áhrif kynjakvótans hafi verið hægari en fólk átti von á. Vísir/AntonSjá hag í blönduðum stjórnumHelstu áskoranirnar á ferlinum segir Hulda vera að fá stjórnendur og eigendur í íslenskum fyrirtækjum til að skilja styrkleikann í fjölbreytileikanum, að konur og karlar séu sterkari saman. „Það var mjög mikil áskorun að ræða þetta á sínum tíma og fólk var mjög ósammála og andsnúið hugmyndum um að koma fleiri konum inn í stjórnir, hvað þá þegar lagasetningin fór í gegn. En í dag erum við ekki að eiga þessi samtöl. Það er orðinn skilningur á þessu og það er kominn eðlilegri samræðugrundvöllur með þetta allt saman. Ég held að íslenskir stjórnendur í dag sjái haginn í því að blanda stjórnum og framkvæmdastjórnum. Nú er áskorunin að rétta hlutfall kvenna í fjölmiðlum. Það eru alltaf einhver verkefni sem við getum tekið á og haldið áfram með.“ Í stjórnartíð Huldu hefur FKA verið með tvö verkefni í gangi, stjórnunarverkefni og fjölmiðlaverkefni. Stjórnunarverkefnið fólst í því að koma fleiri konum í stjórnir fyrirtækja landsins. Árið 2010 samþykkti Alþingi lög um kynjakvóta sem segja að í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga sem hafa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skuli vera 40 prósent hlutfall af öðru kyninu. Lögin tóku í gildi í september 2013.Áhrif kynjakvótans of hægHulda segir að áhrif kynjakvótans séu nú þegar nokkur, sér í lagi vegna vitundarvakningar sem orðið hefur. „Meðvitund og samtal um fjölbreytileika er nú á allt öðru plani. Ég held það hafi orðið mjög hröð breyting hvað það varðar. Ég held að þær atvinnugreinar sem eru með hvað mest regluverk, sem hafa tekið sér tak og unnið samkvæmt lögum og breytt, hafi framkvæmt þetta vel. Enn eru þó vissar greinar sem eru eftir á í þessum málum og þurfa að taka sér tak með það. Við erum að ná árangri. Þetta er þó að gerast hægar en við héldum að það myndi gerast, miðað við að þetta er bundið í lög. Það eru tölur og kannanir sem sýna það að við getum enn gert betur. Stjórnendur verða að taka þetta til sín og breyta og handsnúa það niður.“ „Í kjarnann er það þannig að mínu mati að kjarkaðir stjórnendur eru þeir sem ná árangri í þeim skilningi að þeir fara einfaldlega í það að breyta og leiðrétta þar sem þarf. Þeir eru árangursmiðaðir og vilja ná árangri á öllum sviðum og þeir skilja raunverulega meininguna á bak við góða stjórnarhætti og það að vinna með hugtök á borð við samfélagslega ábyrgð og jafnrétti samfélaginu í vil,“ segir Hulda. Fjölgun kvenna í stjórnum og fjölgun kvenstjórnenda hefur ekki haldist í hendur. Einungis um 20 prósent framkvæmdastjóra íslenskra fyrirtækja eru konur. Hulda telur að vinna þurfi málin á báðum þrepum. „ Fókuspunkturinn, man ég, þegar ég kem hingað inn var að til að fjölga í framkvæmdastjórn þá ættum við að fjölga í stjórnum. Þá var farið í að fjölga í stjórnum og talið að þannig myndi sjálfkrafa fjölga í framkvæmdastjórnum. Það var röng ályktun, augljóslega. Það þarf bara að vinna þetta á báðum þrepum, fólk þarf að vera meðvitaðra um hvert einasta lagskipta þrep innan fyrirtækis. Þetta er eins og með launamisréttið, þar eigum við augljóslega eitthvað í land hérna heima.“Lykilatriði að auka ásýnd kvennaFKA heldur úti fjölmiðlaverkefni með það að markmiði að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum, þar sem hlutföllin eru nú 70-80 prósent karlar á móti 20-30 prósentum kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið fór af stað árið 2013 og nær til ársins 2017. „Þegar við vorum búnar með stjórnarverkefnið þá áttuðum við okkur á því að það væri mikilvægt að vera með eitthvert verkefni í gangi. Við værum orðnar það stórt afl að við gætum haft áhrif í gegnum verkefni. Við vorum búin að átta okkur á því að lengi hefði ásýnd kvenna í fjölmiðlum ekki verið á við ásýnd karla. Því ákváðum við að taka upp tölur hjá Creditinfo og því miður höfðu þær ekki breyst frá því fyrir mörgum árum áður,“ segir Hulda og bætir við að hún hafi ekki viljað trúa þessum tölum þegar hún sá þær fyrst. „Við spurðum okkur hvað við þyrftum að gera og ákváðum að taka þetta þríþætt. Það þarf að tala við háskólasamfélagið og fjölmiðlafræðinga og byggja upp rannsóknir, svo þarf að tala við atvinnulífið og ritstjóra og eigendur fjölmiðlanna, og einnig að líta í okkar eigin barm. Við þurfum að efla og virkja okkar konur, og hvetja þær til að stinga sér inn í þjóðfélagsumræðuna. Ef allir þessir aðilar og stjórnmálin einnig taka utan um þetta þá held ég að við hljótum að geta náð einhverjum árangri,“ segir Hulda. Meðal þess sem FKA er að gera er að halda úti lista yfir tæplega fimm hundruð konur sem eru tilbúnar að vera í fjölmiðlum, auk þess að auðvelda fjölmiðlafólki að fletta upp félagskonum í gagnagrunni sínum til að leita að kvenviðmælendum eftir sviði. „Við erum alltaf að hrekja mýtuna um að konur segi nei. Það er ekki hægt að þræta um það lengur að konur eru tilbúnar til áhrifastarfa og konur eru algjörlega tilbúnar í fjölmiðla, alla vega þegar kemur að konum í atvinnulífinu og í stjórnmálum,“ segir Hulda. Hulda segir að konur vinni kannski öðruvísi og fari fram á annars konar verklag, en þá mætti kannski taka upp annars konar vinnulag eða nálgun en tekin hefur verið til karlanna í fortíðinni. Hulda ítrekar þó að mikilvægt sé að vinna verkefnið á jákvæðan hátt, þar sem allir eru að reyna að gera sitt besta. „Ég tel að fjölmiðlar séu miklu meðvitaðri um þetta núna. Það þarf kannski að hugsa hlutina upp á nýtt til að ná árangri.“Tengslanet kvenna orðið stærraEitt aðalmarkmið FKA er að auka tengslanet kvenna. Hulda segir að félagsmenn séu að læra hratt að nýta tengslanetið sitt, og að það séu margar konur komnar með sterkt og gott tengslanet sem óneitanlega skili árangri. „Við lítum á það sem svo að þegar þú ert komin inn í félagið ertu með 1.100 konur á skrá og símanúmer hjá þeim öllum og tengslanet sem þú átt að nýta þér. Ég held við ættum að jarða það að konur séu konum verstar, því konur eru konum bestar og það sannast aftur á bak og áfram, og við erum að sanna það að konur innan tengslanets eins og FKA benda hver á aðra í stjórnir og störf og efla hver aðra til áhrifa.“ Hulda segir það lykilatriði að konur sem komnar eru til áhrifa séu meðvitaðar um að það gerist ekki af sjálfu sér og að þær aðstoði aðrar konur til að fylgja í fótsporin, þar sem hver og einn einstaklingur þarf kannski smá ráðgjöf og aðstoð svo að ferillinn fari upp á við og standi ekki í stað. „Þegar gáttin er orðin opin þá nýtist það fleiri konum, þá verða fleiri kanónur og fleiri stöður þar sem kona kemur til greina.“ „Það er mikilvægt að fólk almennt leiði breytingar markvisst, hvort sem það eru konur eða karlar. Hér á Íslandi hefur orðið til þetta afl 1.100 kvenna í atvinnulífinu sem er tilbúið að leiða breytingar og berjast fyrir breytingum. Það segir sig því sjálft að þar sem þessar meðvituðu konur komast til áhrifa, þar verða breytingar. Einfaldlega af því að við sættum okkur ekki við annað. Svo eru fleiri og fleiri karlmenn að meðtaka það með okkur og viðurkenna að það er enn skekkja á ýmsum sviðum og því þarf að breyta. Ekki kvennanna vegna, heldur samfélagsins vegna, vegna barna okkar og þeirra sem eiga ekki að þurfa að benda á þetta í gríð og erg,“ segir Hulda Bjarnadóttir.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira