Innlent

Hrossakjöt næstum horfið úr evrópskum nautakjötsafurðum

Atli Ísleifsson skrifar
Hrossakjötshneykslið vakti mikla athygli og reiði meðal almennings í Evrópu.
Hrossakjötshneykslið vakti mikla athygli og reiði meðal almennings í Evrópu. Vísir/Getty
Hrossakjöt er nánast horfið úr evrópskum nautakjötsafurðum samkvæmt nýrri rannsókn á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Ísland var eitt þeirra 31 ríkja sem tók þátt í rannsókninni.

Mikið var rætt um hrossakjöt í matvælum á síðasta ári þar sem rannsókn ESB sýndi fram á að 4,6 prósent þeirra afurða sem skoðuð voru innihéldu hrossakjöt. Nú er hins vegar hlutfallið komið niður í 0,6 prósent, en sextán af þeim 2.622 afurðum sem rannsakaðar voru innihéldu hrossakjöt.

Í skýrslunni segir að tíu afurðir hafi verið rannsakaðar á Íslandi og engin þeirra innihaldið hrossakjöt. Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að Tonio Borg, framkvæmdastjóri heilbrigðismála hjá ESB, telji niðurstöðurnar sýna fram á að umræða síðasta árs hafi skilað árangri.

Búlgarskar og ungverskar afurðir komu verst út úr rannsókninni, en í báðum ríkjum komu upp fjögur tilfelli afurða sem innihéldu hrossakjöt.

28 aðildarríki ESB, auk Noregs, Íslands og Sviss tóku þátt í rannsókninni.


Tengdar fréttir

Leita hrossakjöts í nautahakki

Matvælastofnun hefur tekið sýni úr íslensku hakki og framleiðsluvörum á markaði hérlendis til að kanna hreinleika kjötsins.

Umfangsmikar prófanir á kjöti framundan í ESB

Evrópusambandið hvetur öll aðildarríki þess til að standa fyrir umfangsmiklum prófunum á því hvort hrossakjöt er til staðar í matvælum sem sögð eru innihalda nautakjöt. Um þúsundir af prófunum yrði að ræða en þær eiga að hefjast þann 1. mars.

Fundu hrossakjöt í kjötbollum frá Ikea

Tékkneska matvælaeftirlitið hefur fundið hrossakjöt í kjötbollum sem eru framleiddar í Svíþjóð fyrir Ikea. Hrossakjötshneykslið hefur skekið alla Evrópu um mánaðaskeið. Hrossakjöt, sem selt var sem nautakjöt, fannst fyrst í unnum kjötvörum á Bretlandi og á Írlandi. Síðan þá hefur hneykslið borist til annarra landa og hafa meðal annars vörur á Íslandi verið innkallaðar vegna þess.

Stjörnukokkar í París blanda sér í hrossakjötshneykslið

Stjörnukokkar í París hafa blandað sér í hrossakjötshneykslið sem komið hefur upp í meirihluta landa innan Evrópusambandsins. Kokkarnir eru í vaxandi mæli að setja hrossakjöt í ýmsum útgáfum á matseðla sína.

Nestlé innkallar tvo rétti vegna hrossakjöts

Svissneski matvælarisinn Nestlé hefur innkallað tvo ferska pastarétti með nautakjöti úr verslunum á Ítalíu og Spáni eftir að rannsókn leiddi í ljós að þeir innihéldu hrossakjöt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×