Hrottaleg kynferðisbrot séra Georgs Erla Hlynsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 12:17 Landakotskirkja og Landakotsskóli. Mynd/Valgarður Kynferðisbrot séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, voru bæði gróf og langvarandi. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu kaþólsku kirkjunnar. Sumum börnum gaf hann sælgæti eftir að hafa níðst á þeim. Rannsóknarnefndin kynnti skýrslu sína í gær, en nefndin var skipuð á síðasta ári að beiðni Péturs Burcher, biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í framhaldi af umfjöllun Fréttatímans um kynferðisbrot séra Georgs og Margrétar Muller, fyrrverandi kennara við Landakotsskóla. Þrjátíu fyrrverandi nemendur komu fyrir nefndina og sögðust átta hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Flest þeirra voru beitt ofbeldinu af séra Georg, en sum einnig af Margréti. Sú háttsemi sem lýst var af hendi séra Georgs er þukl, strokur og mjög gróft káf innan klæða og utan á kynfærum og bringu drengja og stúlkna. Hann er einnig sagður hafa neytt börn til að hafa við sig munnmök, látið þau fróa sér og níðst á þeim í endaþarm. Frásagnir eru um að séra George hafi gefið sumum börnunum þær skýringar á háttsemi sinni að foreldri hefði beðið sig, eða gefið sér leyfi til að refsa þeim fyrir misgjörðir heima fyrir eða vegna þess að þau stæðu sig ekki nægilega vel í náminu. Einnig gaf hann sumum börnum sælgæti eða gos eftir að hann níddist á þeim. Sex þeirra nemenda sem sögðu frá kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra Georgs og Margrétar sögðu að ofbeldið hafi staðið yfir í tvö til sjö ár, jafnvel mest alla skólagöngu viðkomandi, og að ofbeldið hafi átt sér stað tvisvar til þrisvar í viku. Þess skal getið að kirkjan hætti að reka skólann árið 2005. Pétur Burcher, biskup kirkjunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði hug sinn leita til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið, og einnig fjölskyldna þeirra. Hann sagði hörmulega misnotkun á börnum frá hendi kristinna manna, einkum manna úr klerkastétt, valda mikilli skömm og hneykslum. Forsvarsmönnum beri brýna nauðsyn og skylda til þess að biðjast afsökunar. Það geri hann hér með í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum sem í raun eiga hér hlut að máli. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Kynferðisbrot séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, voru bæði gróf og langvarandi. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu kaþólsku kirkjunnar. Sumum börnum gaf hann sælgæti eftir að hafa níðst á þeim. Rannsóknarnefndin kynnti skýrslu sína í gær, en nefndin var skipuð á síðasta ári að beiðni Péturs Burcher, biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í framhaldi af umfjöllun Fréttatímans um kynferðisbrot séra Georgs og Margrétar Muller, fyrrverandi kennara við Landakotsskóla. Þrjátíu fyrrverandi nemendur komu fyrir nefndina og sögðust átta hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Flest þeirra voru beitt ofbeldinu af séra Georg, en sum einnig af Margréti. Sú háttsemi sem lýst var af hendi séra Georgs er þukl, strokur og mjög gróft káf innan klæða og utan á kynfærum og bringu drengja og stúlkna. Hann er einnig sagður hafa neytt börn til að hafa við sig munnmök, látið þau fróa sér og níðst á þeim í endaþarm. Frásagnir eru um að séra George hafi gefið sumum börnunum þær skýringar á háttsemi sinni að foreldri hefði beðið sig, eða gefið sér leyfi til að refsa þeim fyrir misgjörðir heima fyrir eða vegna þess að þau stæðu sig ekki nægilega vel í náminu. Einnig gaf hann sumum börnum sælgæti eða gos eftir að hann níddist á þeim. Sex þeirra nemenda sem sögðu frá kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra Georgs og Margrétar sögðu að ofbeldið hafi staðið yfir í tvö til sjö ár, jafnvel mest alla skólagöngu viðkomandi, og að ofbeldið hafi átt sér stað tvisvar til þrisvar í viku. Þess skal getið að kirkjan hætti að reka skólann árið 2005. Pétur Burcher, biskup kirkjunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði hug sinn leita til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið, og einnig fjölskyldna þeirra. Hann sagði hörmulega misnotkun á börnum frá hendi kristinna manna, einkum manna úr klerkastétt, valda mikilli skömm og hneykslum. Forsvarsmönnum beri brýna nauðsyn og skylda til þess að biðjast afsökunar. Það geri hann hér með í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum sem í raun eiga hér hlut að máli.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira