Hugleiðing um háttsemi Kristján Fenrir Sigurðarson og Arnar Þór Kristjánsson skrifar 20. desember 2010 10:48 Arnar Þór Kristjánsson myndlistarmaður Í hinum annasama desember, er líða fer að jólum, er oftar en ekki brýnt fyrir Íslendingum og öllum kristindómi hvað það varðar, mikilvægi kærleiks og friðar. Kveikt er á kertum, kransar hengdir upp, sungnir jólasálmar og allt gott og kristið fólk tekur höndum saman í skammdeginu og nýtur ávaxta kristilegs náungakærleika, umhyggju og umburðarlyndi. Ef lesandi telur ekkert athugavert við þetta, er honum ráðlagt að skoða síðustu setningu málsgreinarinnar hér á undan og athuga lýsingarorðið á undan náungakærleika, aukinheldur sem síðasta nafnorðið í setningunni gæti komið öðrum en kristnum spánskt fyrir sjónir, sérstaklega í ljósi lýsingarorðsins. Síðan við, greinarhöfundar, munum eftir okkur, hefur okkur þótt kynjótt sú venja sannkristinna manna að tala um náungakærleik og umburðarlyndi sem sérkristin hugtök. Gæti þetta augljóslega virkað saklaust í fyrstu, en samt sem áður komið flatt upp á suma og sér í lagi þá er ekki játa kristna trú. Þegar prestar og aðrir taka sér í munn orðalag á borð við ´´kristileg hefð mannvirðingar og mannkærleika´´, líkt og viss maður innan þjóðkirkjunnar gerði í bloggfærslu sinni nýlega, gætu umræddir aðilar, af tillitssemi við þá aðila er ekki deila skoðunum þeirra, látið þeirra getið ef aðeins lítillega og einnig þess að ekki síðri háttsemi geti einnig verið að vænta frá þeim. Vinsamlegast takið eftir að hér er notast við orð eins og ´´gætu´´ og ´´tillitssemi´´, en ekki ,,ættu´´ og ,,skyldu''. Ef áætlan undirritaðra væri að skylda kristið fólk til að gera eitthvað sem því þætti miður, væri hægt að ásaka þá um hræsni og þá sömu og þeir kjósa að deila á hér. Teljum við ummælin ofangreindu, er hinn ónefndi kirkjumaður lét falla, vissulega jaðra við hræsni. Er honum, jafnt sem öðrum frjálst að tjá sig á þann máta sem hann vill og skal hann enga skömm hljóta fyrir að standa á sinni skoðun, en hann, líkt og svo margir aðrir, var og er í stöðu til að hafa áhrif á fólk í samfélaginu jafnt í gjörðum sem og skrifum og misbauð með því sumum sem hann hefði auðveldlega getað komist hjá að misbjóða. Eru orð í líkingu við þessi frá kirkjunnar mönnum reyndar engin nýlunda og óumburðarlyndi af hálfu trúfélaga ekki heldur. Gildir einu hvort um ræðir afstöðu kirkunnar manna til hjónavígslu samkynhneigðra, hneykslismálaröðina tengda Ólafi heitnum Skúlasyni og þá framkomu við meint fórnarlömb hans eða þá ummæli Karls Sigurbjörnssonar biskups um þungarokksviðburðinn Andkristnihátíðina, en gekk biskupinn svo langt að kalla þá sem hana sækja og skipuleggja því hvimleiða nafni haturspostula. Við undirritaðir erum ekki fullkomnir og ætlumst ekki til þess að aðrir séu það. Hins vegar viljum við hvetja alla til þess að hugsa sig um áður en gripið er til stórra orða sem gætu móðgað og sært aðra. Geta greinarhöfundar, sem eru trúleysingi og svo maður sem lætur sig almennt ekki trúmál varða, einvörðungu talað fyrir sjálfa sig, en þykir okkur þó sjáanlegur skortur á umburðarlyndi því sem sjálfgefið er að æðsti maður Þjóðkirkjunnar ætti að sýna. Vissulega má tyfta félögum á borð við Vantrú eða Múslimafélaginu fyrir sitt óumburðarlyndi og þröngsýni, en Þjóðkirkjan er aftur á móti ríkisstofnun, kostuð af íslenskum skattgreiðendum og biskupinn er opinber starfsmaður sem halda á friðinn við aðrar stofnanir, sem þó einnig þiggja pening frá ríkinu sumar en ekki í jafn miklum mæli. Mætti hann því vinsamlegast, án þess að það væri á hann lagt með reglugerðum, vera sökum stöðu sinnar heldur mjúkmálli i í yfirlýsingum sínum í garð annarra trú- eða trúleysisfélaga og ef til vill eyða meira púðri í að afla Þjóðkirkjunni vina en ekki óvina, því nóg á hún af þeim um þessar mundir. Ef að Karl hefur eitthvað við titil Andkristnihátíðar að athuga og hlustar kannski ekki á þungarokk á milli messa, er hann og aðrir í fyllstu vin- og rósemd beðnir um að sigla sína leið og sneiða hjá óþarfa rifrildi og staðhæfingum um skapgerð, þar eð þeir er sækja þessa hátíð, enda fer hún þrátt fyrir háværa tónlist alla jafna fram með friði og spekt og án vesens. Kurteisi kostar ekkert og sérstaklega ef hún er í formi afskiptaleysis. Er það ekki mikið, sem okkur hugnast að biðja sannkristið fólk um. Það eina sem farið er fram á er kurteisi í garð þeirra sem aðhyllast ekki sömu trú og að þetta mál er lýtur að náungakærleik sé einnig tekið til skoðunar af þeim er telja sig hafa haldið fram rangfærslum á borð við þær er hér um getur og sjá hvert við erum að fara. Með óskum um gleðilega hátíð og þökkum fyrir lesturinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Arnar Þór Kristjánsson myndlistarmaður Í hinum annasama desember, er líða fer að jólum, er oftar en ekki brýnt fyrir Íslendingum og öllum kristindómi hvað það varðar, mikilvægi kærleiks og friðar. Kveikt er á kertum, kransar hengdir upp, sungnir jólasálmar og allt gott og kristið fólk tekur höndum saman í skammdeginu og nýtur ávaxta kristilegs náungakærleika, umhyggju og umburðarlyndi. Ef lesandi telur ekkert athugavert við þetta, er honum ráðlagt að skoða síðustu setningu málsgreinarinnar hér á undan og athuga lýsingarorðið á undan náungakærleika, aukinheldur sem síðasta nafnorðið í setningunni gæti komið öðrum en kristnum spánskt fyrir sjónir, sérstaklega í ljósi lýsingarorðsins. Síðan við, greinarhöfundar, munum eftir okkur, hefur okkur þótt kynjótt sú venja sannkristinna manna að tala um náungakærleik og umburðarlyndi sem sérkristin hugtök. Gæti þetta augljóslega virkað saklaust í fyrstu, en samt sem áður komið flatt upp á suma og sér í lagi þá er ekki játa kristna trú. Þegar prestar og aðrir taka sér í munn orðalag á borð við ´´kristileg hefð mannvirðingar og mannkærleika´´, líkt og viss maður innan þjóðkirkjunnar gerði í bloggfærslu sinni nýlega, gætu umræddir aðilar, af tillitssemi við þá aðila er ekki deila skoðunum þeirra, látið þeirra getið ef aðeins lítillega og einnig þess að ekki síðri háttsemi geti einnig verið að vænta frá þeim. Vinsamlegast takið eftir að hér er notast við orð eins og ´´gætu´´ og ´´tillitssemi´´, en ekki ,,ættu´´ og ,,skyldu''. Ef áætlan undirritaðra væri að skylda kristið fólk til að gera eitthvað sem því þætti miður, væri hægt að ásaka þá um hræsni og þá sömu og þeir kjósa að deila á hér. Teljum við ummælin ofangreindu, er hinn ónefndi kirkjumaður lét falla, vissulega jaðra við hræsni. Er honum, jafnt sem öðrum frjálst að tjá sig á þann máta sem hann vill og skal hann enga skömm hljóta fyrir að standa á sinni skoðun, en hann, líkt og svo margir aðrir, var og er í stöðu til að hafa áhrif á fólk í samfélaginu jafnt í gjörðum sem og skrifum og misbauð með því sumum sem hann hefði auðveldlega getað komist hjá að misbjóða. Eru orð í líkingu við þessi frá kirkjunnar mönnum reyndar engin nýlunda og óumburðarlyndi af hálfu trúfélaga ekki heldur. Gildir einu hvort um ræðir afstöðu kirkunnar manna til hjónavígslu samkynhneigðra, hneykslismálaröðina tengda Ólafi heitnum Skúlasyni og þá framkomu við meint fórnarlömb hans eða þá ummæli Karls Sigurbjörnssonar biskups um þungarokksviðburðinn Andkristnihátíðina, en gekk biskupinn svo langt að kalla þá sem hana sækja og skipuleggja því hvimleiða nafni haturspostula. Við undirritaðir erum ekki fullkomnir og ætlumst ekki til þess að aðrir séu það. Hins vegar viljum við hvetja alla til þess að hugsa sig um áður en gripið er til stórra orða sem gætu móðgað og sært aðra. Geta greinarhöfundar, sem eru trúleysingi og svo maður sem lætur sig almennt ekki trúmál varða, einvörðungu talað fyrir sjálfa sig, en þykir okkur þó sjáanlegur skortur á umburðarlyndi því sem sjálfgefið er að æðsti maður Þjóðkirkjunnar ætti að sýna. Vissulega má tyfta félögum á borð við Vantrú eða Múslimafélaginu fyrir sitt óumburðarlyndi og þröngsýni, en Þjóðkirkjan er aftur á móti ríkisstofnun, kostuð af íslenskum skattgreiðendum og biskupinn er opinber starfsmaður sem halda á friðinn við aðrar stofnanir, sem þó einnig þiggja pening frá ríkinu sumar en ekki í jafn miklum mæli. Mætti hann því vinsamlegast, án þess að það væri á hann lagt með reglugerðum, vera sökum stöðu sinnar heldur mjúkmálli i í yfirlýsingum sínum í garð annarra trú- eða trúleysisfélaga og ef til vill eyða meira púðri í að afla Þjóðkirkjunni vina en ekki óvina, því nóg á hún af þeim um þessar mundir. Ef að Karl hefur eitthvað við titil Andkristnihátíðar að athuga og hlustar kannski ekki á þungarokk á milli messa, er hann og aðrir í fyllstu vin- og rósemd beðnir um að sigla sína leið og sneiða hjá óþarfa rifrildi og staðhæfingum um skapgerð, þar eð þeir er sækja þessa hátíð, enda fer hún þrátt fyrir háværa tónlist alla jafna fram með friði og spekt og án vesens. Kurteisi kostar ekkert og sérstaklega ef hún er í formi afskiptaleysis. Er það ekki mikið, sem okkur hugnast að biðja sannkristið fólk um. Það eina sem farið er fram á er kurteisi í garð þeirra sem aðhyllast ekki sömu trú og að þetta mál er lýtur að náungakærleik sé einnig tekið til skoðunar af þeim er telja sig hafa haldið fram rangfærslum á borð við þær er hér um getur og sjá hvert við erum að fara. Með óskum um gleðilega hátíð og þökkum fyrir lesturinn
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar