Hugleiðingar vegna skrifa þjóðgarðsvarðar 10. desember 2011 06:00 Það þarf sennilega lítið til að gleðja mig hugsaði ég þegar ég sat með kaffibollann og ostabrauðið laugardagsmorguninn 29. október síðastliðinn og las grein í Fréttablaðinu eftir Snorra Baldursson þjóðgarðsvörð. Skondinn var hann á köflum þannig að ég náði jafnvel að flissa. Mér fannst dásemd þegar ég var upplýst um það að í Vatnajökulsþjóðgarði eru bara vegir, engar slóðir eða leiðir. Þannig að slóðin sem ég keyrði á Dyngjufjallaleið á síðasta ári er í dag orðin vegur. Hún er alveg eins og í fyrra, en hefur bara fengið annað heiti. Leikur að orðum og að mér læddist sú hugsun, þegar ég tók sopa af kaffinu, að verið væri að selja nýju fötin keisarans eina ferðina enn. Þjóðgarðsvörðurinn vill einnig meina að sumir vegirnir í garðinum séu þannig að aðilar tengdir þjóðgarðinum hafi þrátt fyrir öfluga jeppa ekki náð að aka um þá. Var klúður í vegavali eða GPS skráningu hjá garðhönnuðum? Eða voru „tengdarnir“ á ferð á tíma þegar ófært var um umrætt landssvæði? Það er nefnilega svo sniðugt á Íslandi hvað hálendisnáttúran á það til að vernda sig sjálf, þannig að ófærð er á hálendi fram eftir vori, jafnvel fram á sumar og ófærðin á það einnig til að taka sig upp fljótt að hausti. Sumar leiðir er ekki hægt að aka nema góðan mánuð að sumri. Svo hugsaði ég, um leið og ég beit í ostabrauðið, hvort tengdafólkið hafi verið óvant að aka um á öflugum jeppunum, ég hef jú oft heyrt að árinni kennir illur ræðari. Mér þykir dálítið vænt um slóðir. Þær eru svona í kvenkyni – eins og ég. Í mínum huga eru þær lítið unnar, sjaldan eða aldrei heflaðar, búnar til af farartækjum fjallanna, jeppum, gönguskóm, gúmmístígvélum og hrossum. Þær falla yndislegar inn í landslagið, gæla við hæðir og strjúkast við lægðir. Lagðar í sátt og útsjónarsemi. Eiga það til að vera duttlungafullar og hverfa að hluta þegar vindurinn blæs og vatnið leikur um. Já, slóðir höfða til mín. Þær sýna svo vel að við erum hluti af náttúrunni að það er pláss fyrir okkur líka innan um öll hin vistkerfin. Ég er svo sem líka sátt við vegi, þeir eru í mínum huga meira unnir og sjást frekar í landinu. En ég er alveg til í að vera með Snorra í liði að vernda vonda vegi. Það getur verið markmið í sjálfu sér. Það er frábært hvað kynslóðin okkar Snorra er orðin klár í náttúruvernd, sáum lúpínu, drepum lúpínu og allt það. Já, og hvað við getum, í allri vitneskju og náttúruþekkingu okkar, sýnt þeim sem gengu á undan með kjarki, frumleika og dugnaði mikinn hroka. Væri okkur ekki nær að vera þakklát og auðmjúk þegar við hugsum til þeirra sem fundu vöðin og vörðuðu leiðirnar? Til fólksins sem sagði okkur sögur og gaf okkur slóða til að ferðast á? Er það ekki okkar að heiðra minningu þeirra og allt þeirra starf? Að tala ekki um frumkvöðlana sem „heiðursmenn“ í einni setningu en kenna þá síðan við böðulsskap í þeirri næstu? Að við nálgumst náttúruvernd á annan máta en fyrir 40-80 árum síðan er ekkert til að státa sig af. Oft upplifi ég að við höfum alls ekki efni á að setja upp hinn heilaga umhverfissvip. Í dag brennum við ekki sorp á víðavangi, nei við brennum sorp í sorpeyðingarstöðvum – okkur öllum til heilla... eða hvað? Bæjarlækirnir okkar eru ekki að fá í sig olíuskvettu, en ég vil benda á að bæjarlækir borgarinnar eru fullir af rottueitri og saurgerlum, við getum örugglega komið með fleiri slíkar samlíkingar. Ef siðvæðing ferðamennsku er að tala niður til þeirra sem ruddu veginn þá vil ég ekki taka þátt, þaut í gegnum huga minn þessa morgunstund um leið og ég gleypti gúlsopa af köldu kaffi - oj hvað það var beiskt og korgur í því. Mér finnst óttalegt, hugsaði ég meðan ég gutlaði með hálfkaldar restar í kaffibollanum, að vegirnir í garðinum þurfi allir að vera skilgreindir og staðlaðir og leiða að einhverju. Mér finnst sjálfri ekki síðra að upplifa ferðina, leiðina sjálfa, ófæruna, umhverfið, ljóðin í landslaginu, sem ég óttast að verði öll eins í stöðlun sinni og steriliseringu. Áfangastaðurinn þarf ekki að skila mér andköfum, þó það sé ekki síðra, en slíkt er bónus í mínum huga. Span milli áfangastaða er jafn ólystugt og köld kaffirestin í bollanum mínum. Fyrst vörðurinn minnist á Lakagíga þá er gaman að segja frá því að eitt af fyrstu stikunarverkefnum Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4x4 var á Lakagígasvæðinu. Í því skemmtilega verkefni tóku þátt félagar í klúbbnum og sjálfboðaliðasamtök, ásamt heimafólki, sem þekktu hvern stein á svæðinu og fengu fyrir ómælda aðdáun jeppafólksins. Þar voru göngustígar lagfærðir, vegslóðar stikaðir, óþarfa slóðum lokað og rakað yfir gömul hjólför (Setrið 4.tbl. 3. árg. 1992). Ekki var ófriður um svæðið þá og er ekki enn í dag. Ennþá stikar Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 slóða og lagfærir leiðir sem þessar án þess að vera með upphrópanir þar um. Ætli Snorri vilji stofna til einhvers ófriðar um Lakagígasvæðið? Eða er ekki kominn tími friðar, sátta og samstarfs þaut um huga mér um leið og ég lokaði blaðinu og skilaði kaffibollanum í vaskinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Það þarf sennilega lítið til að gleðja mig hugsaði ég þegar ég sat með kaffibollann og ostabrauðið laugardagsmorguninn 29. október síðastliðinn og las grein í Fréttablaðinu eftir Snorra Baldursson þjóðgarðsvörð. Skondinn var hann á köflum þannig að ég náði jafnvel að flissa. Mér fannst dásemd þegar ég var upplýst um það að í Vatnajökulsþjóðgarði eru bara vegir, engar slóðir eða leiðir. Þannig að slóðin sem ég keyrði á Dyngjufjallaleið á síðasta ári er í dag orðin vegur. Hún er alveg eins og í fyrra, en hefur bara fengið annað heiti. Leikur að orðum og að mér læddist sú hugsun, þegar ég tók sopa af kaffinu, að verið væri að selja nýju fötin keisarans eina ferðina enn. Þjóðgarðsvörðurinn vill einnig meina að sumir vegirnir í garðinum séu þannig að aðilar tengdir þjóðgarðinum hafi þrátt fyrir öfluga jeppa ekki náð að aka um þá. Var klúður í vegavali eða GPS skráningu hjá garðhönnuðum? Eða voru „tengdarnir“ á ferð á tíma þegar ófært var um umrætt landssvæði? Það er nefnilega svo sniðugt á Íslandi hvað hálendisnáttúran á það til að vernda sig sjálf, þannig að ófærð er á hálendi fram eftir vori, jafnvel fram á sumar og ófærðin á það einnig til að taka sig upp fljótt að hausti. Sumar leiðir er ekki hægt að aka nema góðan mánuð að sumri. Svo hugsaði ég, um leið og ég beit í ostabrauðið, hvort tengdafólkið hafi verið óvant að aka um á öflugum jeppunum, ég hef jú oft heyrt að árinni kennir illur ræðari. Mér þykir dálítið vænt um slóðir. Þær eru svona í kvenkyni – eins og ég. Í mínum huga eru þær lítið unnar, sjaldan eða aldrei heflaðar, búnar til af farartækjum fjallanna, jeppum, gönguskóm, gúmmístígvélum og hrossum. Þær falla yndislegar inn í landslagið, gæla við hæðir og strjúkast við lægðir. Lagðar í sátt og útsjónarsemi. Eiga það til að vera duttlungafullar og hverfa að hluta þegar vindurinn blæs og vatnið leikur um. Já, slóðir höfða til mín. Þær sýna svo vel að við erum hluti af náttúrunni að það er pláss fyrir okkur líka innan um öll hin vistkerfin. Ég er svo sem líka sátt við vegi, þeir eru í mínum huga meira unnir og sjást frekar í landinu. En ég er alveg til í að vera með Snorra í liði að vernda vonda vegi. Það getur verið markmið í sjálfu sér. Það er frábært hvað kynslóðin okkar Snorra er orðin klár í náttúruvernd, sáum lúpínu, drepum lúpínu og allt það. Já, og hvað við getum, í allri vitneskju og náttúruþekkingu okkar, sýnt þeim sem gengu á undan með kjarki, frumleika og dugnaði mikinn hroka. Væri okkur ekki nær að vera þakklát og auðmjúk þegar við hugsum til þeirra sem fundu vöðin og vörðuðu leiðirnar? Til fólksins sem sagði okkur sögur og gaf okkur slóða til að ferðast á? Er það ekki okkar að heiðra minningu þeirra og allt þeirra starf? Að tala ekki um frumkvöðlana sem „heiðursmenn“ í einni setningu en kenna þá síðan við böðulsskap í þeirri næstu? Að við nálgumst náttúruvernd á annan máta en fyrir 40-80 árum síðan er ekkert til að státa sig af. Oft upplifi ég að við höfum alls ekki efni á að setja upp hinn heilaga umhverfissvip. Í dag brennum við ekki sorp á víðavangi, nei við brennum sorp í sorpeyðingarstöðvum – okkur öllum til heilla... eða hvað? Bæjarlækirnir okkar eru ekki að fá í sig olíuskvettu, en ég vil benda á að bæjarlækir borgarinnar eru fullir af rottueitri og saurgerlum, við getum örugglega komið með fleiri slíkar samlíkingar. Ef siðvæðing ferðamennsku er að tala niður til þeirra sem ruddu veginn þá vil ég ekki taka þátt, þaut í gegnum huga minn þessa morgunstund um leið og ég gleypti gúlsopa af köldu kaffi - oj hvað það var beiskt og korgur í því. Mér finnst óttalegt, hugsaði ég meðan ég gutlaði með hálfkaldar restar í kaffibollanum, að vegirnir í garðinum þurfi allir að vera skilgreindir og staðlaðir og leiða að einhverju. Mér finnst sjálfri ekki síðra að upplifa ferðina, leiðina sjálfa, ófæruna, umhverfið, ljóðin í landslaginu, sem ég óttast að verði öll eins í stöðlun sinni og steriliseringu. Áfangastaðurinn þarf ekki að skila mér andköfum, þó það sé ekki síðra, en slíkt er bónus í mínum huga. Span milli áfangastaða er jafn ólystugt og köld kaffirestin í bollanum mínum. Fyrst vörðurinn minnist á Lakagíga þá er gaman að segja frá því að eitt af fyrstu stikunarverkefnum Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4x4 var á Lakagígasvæðinu. Í því skemmtilega verkefni tóku þátt félagar í klúbbnum og sjálfboðaliðasamtök, ásamt heimafólki, sem þekktu hvern stein á svæðinu og fengu fyrir ómælda aðdáun jeppafólksins. Þar voru göngustígar lagfærðir, vegslóðar stikaðir, óþarfa slóðum lokað og rakað yfir gömul hjólför (Setrið 4.tbl. 3. árg. 1992). Ekki var ófriður um svæðið þá og er ekki enn í dag. Ennþá stikar Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 slóða og lagfærir leiðir sem þessar án þess að vera með upphrópanir þar um. Ætli Snorri vilji stofna til einhvers ófriðar um Lakagígasvæðið? Eða er ekki kominn tími friðar, sátta og samstarfs þaut um huga mér um leið og ég lokaði blaðinu og skilaði kaffibollanum í vaskinn.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun