Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópnum, ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, samflokksmann sinn, í spennuþrungnu andrúmsloftinu sem ríkti á Alþingi í gær. vísir/eyþór Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagnstekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablaðið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt framtíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Framsókn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskattheimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/EyþórEins og fram hefur komið samþykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almannatrygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjármagnað öðru vísi en með skattahækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatturinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnarfólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með viðræðuslitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagnstekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablaðið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt framtíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Framsókn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskattheimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/EyþórEins og fram hefur komið samþykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almannatrygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjármagnað öðru vísi en með skattahækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatturinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnarfólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með viðræðuslitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira