Hugmyndir um nýja heilbrigðisstétt 9. desember 2010 04:00 Þingmenn leita leiða út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um land allt. Ekki tekst að manna þær námsstöður í faginu sem eru í boði fyrir íslenska lækna. Starfandi heimilislæknum fer fækkandi, meðalaldur starfandi heimilislækna er að hækka og ekki tekst að fylla allar þær námsstöður í heimilislækningum sem standa til boða hér á landi. Skortur á heimilislæknum er sá flöskuháls sem helst tefur uppbyggingu heilsugæslunnar hér á landi. Þingmenn veltu fyrr í vikunni upp þeim möguleikum að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum í því skyni að tryggja að heilsugæslan geti veitt sem mesta þjónustu um land allt. Þingmenn allra flokka virtust sammála um mikilvægi þess að sem flestir sjúklingar leituðu til heilsugæslunnar með vandamál sín áður en sótt væri í dýrari þjónustu hjá sérfræðilæknum eða sjúkrahúsum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að í Bretlandi og Bandaríkjunum hefðu hjúkrunarfræðingar meiri réttindi en hér á landi til að greina einfalda sjúkdóma og gefa út lyfseðla. Einnig væru þar starfandi sérmenntaðir aðstoðarmenn lækna, sem önnuðust einfalda skoðun og öfluðu upplýsinga frá sjúklingum. Kanna þyrfti ítarlega hvort menntun í þessi störf ætti heima í langtímastefnumörkun fyrir heilsugæsluna á Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG og starfandi læknir, sagði að vandinn við það að byggja upp heilsugæsluna hér á landi væri meðal annars fólginn í því að tíu til fjórtán ár tæki að mennta einn heimilislækni. Kanna þyrfti hvað það væri í starfsumhverfi heimilislækna sem ylli því að þær námsstöður sem byðust fylltust ekki. Ólafur Þór og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, lögðu áherslu á mikilvægi langtímastefnumótunar í málum heilsugæslunnar. Ólafur Þór sagði að hér á landi væru til hjúkrunarfræðingar með sérmenntun sem veittu leyfi til að greina sjúkdóma og gefa út lyfseðla víða erlendis. Skoða mætti möguleika á að nýta krafta þeirra betur. peturg@frettabladid.is Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Starfandi heimilislæknum fer fækkandi, meðalaldur starfandi heimilislækna er að hækka og ekki tekst að fylla allar þær námsstöður í heimilislækningum sem standa til boða hér á landi. Skortur á heimilislæknum er sá flöskuháls sem helst tefur uppbyggingu heilsugæslunnar hér á landi. Þingmenn veltu fyrr í vikunni upp þeim möguleikum að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum í því skyni að tryggja að heilsugæslan geti veitt sem mesta þjónustu um land allt. Þingmenn allra flokka virtust sammála um mikilvægi þess að sem flestir sjúklingar leituðu til heilsugæslunnar með vandamál sín áður en sótt væri í dýrari þjónustu hjá sérfræðilæknum eða sjúkrahúsum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að í Bretlandi og Bandaríkjunum hefðu hjúkrunarfræðingar meiri réttindi en hér á landi til að greina einfalda sjúkdóma og gefa út lyfseðla. Einnig væru þar starfandi sérmenntaðir aðstoðarmenn lækna, sem önnuðust einfalda skoðun og öfluðu upplýsinga frá sjúklingum. Kanna þyrfti ítarlega hvort menntun í þessi störf ætti heima í langtímastefnumörkun fyrir heilsugæsluna á Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG og starfandi læknir, sagði að vandinn við það að byggja upp heilsugæsluna hér á landi væri meðal annars fólginn í því að tíu til fjórtán ár tæki að mennta einn heimilislækni. Kanna þyrfti hvað það væri í starfsumhverfi heimilislækna sem ylli því að þær námsstöður sem byðust fylltust ekki. Ólafur Þór og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, lögðu áherslu á mikilvægi langtímastefnumótunar í málum heilsugæslunnar. Ólafur Þór sagði að hér á landi væru til hjúkrunarfræðingar með sérmenntun sem veittu leyfi til að greina sjúkdóma og gefa út lyfseðla víða erlendis. Skoða mætti möguleika á að nýta krafta þeirra betur. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira