Hugrekkið og bænamálið Árni Svanur Daníelsson skrifar 26. ágúst 2014 07:00 Haukur Viðar Alfreðsson skrifar bakþanka um skráningu í trúfélög, morgun- og kvöldbænir á Rás 1 í Fréttablaðið í gær. Umræðan um trú og samfélag er mikilvæg og ég vil bregðast við nokkrum atriðum í pistlinum.1. Haukur líkir skráningu í trúfélög við skráningu í hópa á Facebook. Á þessu er grundvallarmunur: Hver sem er getur skráð Facebook-vini sína í hóp á Facebook. Börn fylgja aftur á móti foreldrum sínum þegar kemur að skráningu í trúfélög að því tilskyldu að foreldrarnir séu sammála. Enginn getur „addað“ barni í trúfélag nema hann fari með forsjá þess. Þeim aðilum er raunar falið af ríkisvaldinu að taka slíkar ákvarðanir fyrir hönd barnsins. Skráning í hópa á Facebook og skráning í trúfélög er ekki það sama.2. Það er ekki hægt að smætta samtalið um stöðu morgun- og kvöldbænar á Rás 1 niður í einn hóp á Facebook. Fjöldi fólks hefur látið í sér heyra og sýnt í orði og verki að Ríkisútvarpið skiptir þau máli og bænin líka.3. Haukur líkir biskupi Íslands við æsingakonu sem hafi hellt olíu á eld. Kannski er það bara hans eigin eldur en líkingin er ekki góð. Agnes biskup hefur tjáð sig af hófsemd og yfirvegun um stöðu bænarinnar í almannarýminu.4. Haukur segir útvarpsstjóra hafa látið undan handrukkaraþrýstingi. Þessu er ég ósammála. Frá því hann tók við starfi sínu hefur Magnús Geir viljað efla samtalið um Ríkisútvarpið og umræðan um þessar dagskrárbreytingar er samtal við hlustendur. Það hefur sýnt sig að fjölda hlustenda Rásar 1 er ekki sama um þessa dagskrárliði. Að hlusta á þann hóp og taka mark á honum ber vott um hugrekki að mínu mati. Á endanum snýst þetta mál þó hvorki um biskup eða útvarpsstjóra heldur þann stóra hóp sem lætur sig varða Rás 1, þjóðkirkjuna og bænina. Þeim er ekki sama. Okkur á ekki að vera það heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar bakþanka um skráningu í trúfélög, morgun- og kvöldbænir á Rás 1 í Fréttablaðið í gær. Umræðan um trú og samfélag er mikilvæg og ég vil bregðast við nokkrum atriðum í pistlinum.1. Haukur líkir skráningu í trúfélög við skráningu í hópa á Facebook. Á þessu er grundvallarmunur: Hver sem er getur skráð Facebook-vini sína í hóp á Facebook. Börn fylgja aftur á móti foreldrum sínum þegar kemur að skráningu í trúfélög að því tilskyldu að foreldrarnir séu sammála. Enginn getur „addað“ barni í trúfélag nema hann fari með forsjá þess. Þeim aðilum er raunar falið af ríkisvaldinu að taka slíkar ákvarðanir fyrir hönd barnsins. Skráning í hópa á Facebook og skráning í trúfélög er ekki það sama.2. Það er ekki hægt að smætta samtalið um stöðu morgun- og kvöldbænar á Rás 1 niður í einn hóp á Facebook. Fjöldi fólks hefur látið í sér heyra og sýnt í orði og verki að Ríkisútvarpið skiptir þau máli og bænin líka.3. Haukur líkir biskupi Íslands við æsingakonu sem hafi hellt olíu á eld. Kannski er það bara hans eigin eldur en líkingin er ekki góð. Agnes biskup hefur tjáð sig af hófsemd og yfirvegun um stöðu bænarinnar í almannarýminu.4. Haukur segir útvarpsstjóra hafa látið undan handrukkaraþrýstingi. Þessu er ég ósammála. Frá því hann tók við starfi sínu hefur Magnús Geir viljað efla samtalið um Ríkisútvarpið og umræðan um þessar dagskrárbreytingar er samtal við hlustendur. Það hefur sýnt sig að fjölda hlustenda Rásar 1 er ekki sama um þessa dagskrárliði. Að hlusta á þann hóp og taka mark á honum ber vott um hugrekki að mínu mati. Á endanum snýst þetta mál þó hvorki um biskup eða útvarpsstjóra heldur þann stóra hóp sem lætur sig varða Rás 1, þjóðkirkjuna og bænina. Þeim er ekki sama. Okkur á ekki að vera það heldur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar