Innlent

Hugsanlegt að tíu þúsund króna seðill verði framleiddur

Það kostar þrjár krónur að búa til eina krónumynt, en krónan hefur rýrnað mikið síðustu áratugi. Seðlabankastjóri segir að skoða þurfi hvort mynteiningar séu orðnar of litlar, og segir hugsanlegt að tíu þúsund króna seðill verði framleiddur.

Alls eru meira en 96 milljónir einna króna í umferð um þessar mundir, en það er seðlabankinn sem slær myntir til að anna eftirspurn eftir peningum hverju sinni.

Íslenski krónupeningurinn var fyrst settur í umferð árið 1981, en krónan hefur rýrnað mikið í verðbólgu síðan þá. Í dag þarf um 37 krónur til að kaupa það sama og fékkst fyrir eina krónu árið 1981. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að nú kostar talsvert meira að slá myntina en sem nemur verðmæti hennar, en hver krónupeningur sem var sleginn árið 2011 kostaði rúmar þrjár krónur í framleiðslu.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að krónan sé vissulega minna virði nú en þegar hún var sett í umferð. Hann segir hugsanlegt að tíu þúsund króna seðill verði framleiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×