Hugsjón ESB Þorlákur Axel Jónsson skrifar 21. júlí 2011 06:00 Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira. Ísland mun njóta góðs af öllu þessu verði áfram sá góði gangur í viðræðunum sem verið hefur til þessa. Evrópusambandið mun því geta teygt sig langt þegar efnahagslegar spurningar eru annars vegar, t.d. með því að greiða bætur þegar leifarnar af hvalveiðiiðnaðinum verða lagðar niður. Vandi ESB er að ákvörðunartökuferlin verða flóknari með fleiri fullgildum þátttakendum. Það ætlar ESB greinilega að taka á sig vegna Evrópuhugsjónarinnar, annars væru þeir ekki að tala við okkur. Á fundi á KEA fyrir nokkrum árum lýsti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hversu agnarsmáir Íslendingar væru á matvælamarkaði ESB og hefðu því þar engin áhrif. Þó er hann einn stærsti útgerðarmaður bæði ESB og Íslands. Kenningin um auðlindarán er skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunar. Á tímum nýlendukapphlaups og allan fyrri hluta 20. aldar voru þetta viðtekin sannindi, vegferð þjóða réðist af því hversu miklar auðlindir þær gætu sölsað undir sig. Ríkin sem fóru með hernaðarofbeldi gegn nágrönnum sínum í nafni þeirrar kenningar töpuðu síðari heimsstyrjöld. Tómas Ingi Olrich misskilur í blaðagrein tilgang Kola- og stálsambandsins sem þá var stofnað og heldur að það hafi snúist um „auðlindir“. Tilgangurinn var að hafa stjórn á vígbúnaði gegn nágrannanum. Það tókst. Kenning Eiríks Bergmanns Einarssonar um að ESB muni ekki gefa eftir í samningaviðræðum af ótta við að gefa fordæmi fær ekki staðist. ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira. Ísland mun njóta góðs af öllu þessu verði áfram sá góði gangur í viðræðunum sem verið hefur til þessa. Evrópusambandið mun því geta teygt sig langt þegar efnahagslegar spurningar eru annars vegar, t.d. með því að greiða bætur þegar leifarnar af hvalveiðiiðnaðinum verða lagðar niður. Vandi ESB er að ákvörðunartökuferlin verða flóknari með fleiri fullgildum þátttakendum. Það ætlar ESB greinilega að taka á sig vegna Evrópuhugsjónarinnar, annars væru þeir ekki að tala við okkur. Á fundi á KEA fyrir nokkrum árum lýsti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hversu agnarsmáir Íslendingar væru á matvælamarkaði ESB og hefðu því þar engin áhrif. Þó er hann einn stærsti útgerðarmaður bæði ESB og Íslands. Kenningin um auðlindarán er skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunar. Á tímum nýlendukapphlaups og allan fyrri hluta 20. aldar voru þetta viðtekin sannindi, vegferð þjóða réðist af því hversu miklar auðlindir þær gætu sölsað undir sig. Ríkin sem fóru með hernaðarofbeldi gegn nágrönnum sínum í nafni þeirrar kenningar töpuðu síðari heimsstyrjöld. Tómas Ingi Olrich misskilur í blaðagrein tilgang Kola- og stálsambandsins sem þá var stofnað og heldur að það hafi snúist um „auðlindir“. Tilgangurinn var að hafa stjórn á vígbúnaði gegn nágrannanum. Það tókst. Kenning Eiríks Bergmanns Einarssonar um að ESB muni ekki gefa eftir í samningaviðræðum af ótta við að gefa fordæmi fær ekki staðist. ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun