Hugsjón ESB Þorlákur Axel Jónsson skrifar 21. júlí 2011 06:00 Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira. Ísland mun njóta góðs af öllu þessu verði áfram sá góði gangur í viðræðunum sem verið hefur til þessa. Evrópusambandið mun því geta teygt sig langt þegar efnahagslegar spurningar eru annars vegar, t.d. með því að greiða bætur þegar leifarnar af hvalveiðiiðnaðinum verða lagðar niður. Vandi ESB er að ákvörðunartökuferlin verða flóknari með fleiri fullgildum þátttakendum. Það ætlar ESB greinilega að taka á sig vegna Evrópuhugsjónarinnar, annars væru þeir ekki að tala við okkur. Á fundi á KEA fyrir nokkrum árum lýsti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hversu agnarsmáir Íslendingar væru á matvælamarkaði ESB og hefðu því þar engin áhrif. Þó er hann einn stærsti útgerðarmaður bæði ESB og Íslands. Kenningin um auðlindarán er skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunar. Á tímum nýlendukapphlaups og allan fyrri hluta 20. aldar voru þetta viðtekin sannindi, vegferð þjóða réðist af því hversu miklar auðlindir þær gætu sölsað undir sig. Ríkin sem fóru með hernaðarofbeldi gegn nágrönnum sínum í nafni þeirrar kenningar töpuðu síðari heimsstyrjöld. Tómas Ingi Olrich misskilur í blaðagrein tilgang Kola- og stálsambandsins sem þá var stofnað og heldur að það hafi snúist um „auðlindir“. Tilgangurinn var að hafa stjórn á vígbúnaði gegn nágrannanum. Það tókst. Kenning Eiríks Bergmanns Einarssonar um að ESB muni ekki gefa eftir í samningaviðræðum af ótta við að gefa fordæmi fær ekki staðist. ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira. Ísland mun njóta góðs af öllu þessu verði áfram sá góði gangur í viðræðunum sem verið hefur til þessa. Evrópusambandið mun því geta teygt sig langt þegar efnahagslegar spurningar eru annars vegar, t.d. með því að greiða bætur þegar leifarnar af hvalveiðiiðnaðinum verða lagðar niður. Vandi ESB er að ákvörðunartökuferlin verða flóknari með fleiri fullgildum þátttakendum. Það ætlar ESB greinilega að taka á sig vegna Evrópuhugsjónarinnar, annars væru þeir ekki að tala við okkur. Á fundi á KEA fyrir nokkrum árum lýsti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hversu agnarsmáir Íslendingar væru á matvælamarkaði ESB og hefðu því þar engin áhrif. Þó er hann einn stærsti útgerðarmaður bæði ESB og Íslands. Kenningin um auðlindarán er skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunar. Á tímum nýlendukapphlaups og allan fyrri hluta 20. aldar voru þetta viðtekin sannindi, vegferð þjóða réðist af því hversu miklar auðlindir þær gætu sölsað undir sig. Ríkin sem fóru með hernaðarofbeldi gegn nágrönnum sínum í nafni þeirrar kenningar töpuðu síðari heimsstyrjöld. Tómas Ingi Olrich misskilur í blaðagrein tilgang Kola- og stálsambandsins sem þá var stofnað og heldur að það hafi snúist um „auðlindir“. Tilgangurinn var að hafa stjórn á vígbúnaði gegn nágrannanum. Það tókst. Kenning Eiríks Bergmanns Einarssonar um að ESB muni ekki gefa eftir í samningaviðræðum af ótta við að gefa fordæmi fær ekki staðist. ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar