Hundaræktendur gefa ekki upp til skatts Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2016 07:30 Hundaræktarfélags Íslands skiptir sér ekki af því hvort félagsmenn gefi tekjur af ræktun upp til skatts. vísir/epa „Almenna reglan er sú að þetta eru skattskyldar tekjur. Við leggjum auðvitað áherslu á að vera í aðgerðum gegn svartri starfsemi af margháttuðum toga,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um að tekjur hundaræktenda séu skattskyldar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjur hundaræktenda á nýliðnu ári hafi ekki verið gefnar upp til skatts í nokkrum tilfellum. Í umræddum gotum komu þrír til sex hvolpar af kynjunum frönskum bolabítum og pug og var hver hvolpur seldur á 250 þúsund til 350 þúsund krónur. Mörg hundruð þúsunda fengust því fyrir hvert got. Tvö af umræddum gotum voru ekki þau fyrstu sem ræktandinn hafði tekjur af.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli vildi ekki tjá sig um það hvort slík mál væru til rannsóknar hjá ríkisskattstjóra. „Við getum bara ekki greint frá því hvar við erum í aðgerðum eða sagt af eða á um tilteknar atvinnugreinar.“ Fríður Esther Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands, segir félagið ekki skipta sér af því hvort félagsmenn gefi upp tekjur af ræktun sinni til skatts. Hún ætlar þó að flestir félagsmenn gefi tekjur upp til skatts en þó séu undantekningar frá því. „Svo eru alltaf undantekningar en fólk verður að átta sig á því að það er mjög kostnaðarsamt að vera ræktandi. Eitt got gæti kostað 150.000 til 200.000 krónur með bólusetningu, örmerkingu, tryggingu og fóðurkostnaði. Þá er algengt að tegundir eins og franskir bolabítar þurfi að fara í keisaraskurð sem kostar um hundrað þúsund krónur.“ Fríður Esther segir að flestir félagsmenn stundi hundaræktun ekki sem atvinnustarfsemi heldur komi eitt got á ári eða á nokkurra ára fresti og að þá sé ekki um að ræða fjárhæðir sem eru skattskyldar. „Mín tilfinning er sú að flestir af okkar stærri ræktendum séu með allt uppi á borði.“ Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Almenna reglan er sú að þetta eru skattskyldar tekjur. Við leggjum auðvitað áherslu á að vera í aðgerðum gegn svartri starfsemi af margháttuðum toga,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um að tekjur hundaræktenda séu skattskyldar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjur hundaræktenda á nýliðnu ári hafi ekki verið gefnar upp til skatts í nokkrum tilfellum. Í umræddum gotum komu þrír til sex hvolpar af kynjunum frönskum bolabítum og pug og var hver hvolpur seldur á 250 þúsund til 350 þúsund krónur. Mörg hundruð þúsunda fengust því fyrir hvert got. Tvö af umræddum gotum voru ekki þau fyrstu sem ræktandinn hafði tekjur af.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli vildi ekki tjá sig um það hvort slík mál væru til rannsóknar hjá ríkisskattstjóra. „Við getum bara ekki greint frá því hvar við erum í aðgerðum eða sagt af eða á um tilteknar atvinnugreinar.“ Fríður Esther Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands, segir félagið ekki skipta sér af því hvort félagsmenn gefi upp tekjur af ræktun sinni til skatts. Hún ætlar þó að flestir félagsmenn gefi tekjur upp til skatts en þó séu undantekningar frá því. „Svo eru alltaf undantekningar en fólk verður að átta sig á því að það er mjög kostnaðarsamt að vera ræktandi. Eitt got gæti kostað 150.000 til 200.000 krónur með bólusetningu, örmerkingu, tryggingu og fóðurkostnaði. Þá er algengt að tegundir eins og franskir bolabítar þurfi að fara í keisaraskurð sem kostar um hundrað þúsund krónur.“ Fríður Esther segir að flestir félagsmenn stundi hundaræktun ekki sem atvinnustarfsemi heldur komi eitt got á ári eða á nokkurra ára fresti og að þá sé ekki um að ræða fjárhæðir sem eru skattskyldar. „Mín tilfinning er sú að flestir af okkar stærri ræktendum séu með allt uppi á borði.“
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira