Hundaræktendur gefa ekki upp til skatts Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2016 07:30 Hundaræktarfélags Íslands skiptir sér ekki af því hvort félagsmenn gefi tekjur af ræktun upp til skatts. vísir/epa „Almenna reglan er sú að þetta eru skattskyldar tekjur. Við leggjum auðvitað áherslu á að vera í aðgerðum gegn svartri starfsemi af margháttuðum toga,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um að tekjur hundaræktenda séu skattskyldar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjur hundaræktenda á nýliðnu ári hafi ekki verið gefnar upp til skatts í nokkrum tilfellum. Í umræddum gotum komu þrír til sex hvolpar af kynjunum frönskum bolabítum og pug og var hver hvolpur seldur á 250 þúsund til 350 þúsund krónur. Mörg hundruð þúsunda fengust því fyrir hvert got. Tvö af umræddum gotum voru ekki þau fyrstu sem ræktandinn hafði tekjur af.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli vildi ekki tjá sig um það hvort slík mál væru til rannsóknar hjá ríkisskattstjóra. „Við getum bara ekki greint frá því hvar við erum í aðgerðum eða sagt af eða á um tilteknar atvinnugreinar.“ Fríður Esther Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands, segir félagið ekki skipta sér af því hvort félagsmenn gefi upp tekjur af ræktun sinni til skatts. Hún ætlar þó að flestir félagsmenn gefi tekjur upp til skatts en þó séu undantekningar frá því. „Svo eru alltaf undantekningar en fólk verður að átta sig á því að það er mjög kostnaðarsamt að vera ræktandi. Eitt got gæti kostað 150.000 til 200.000 krónur með bólusetningu, örmerkingu, tryggingu og fóðurkostnaði. Þá er algengt að tegundir eins og franskir bolabítar þurfi að fara í keisaraskurð sem kostar um hundrað þúsund krónur.“ Fríður Esther segir að flestir félagsmenn stundi hundaræktun ekki sem atvinnustarfsemi heldur komi eitt got á ári eða á nokkurra ára fresti og að þá sé ekki um að ræða fjárhæðir sem eru skattskyldar. „Mín tilfinning er sú að flestir af okkar stærri ræktendum séu með allt uppi á borði.“ Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
„Almenna reglan er sú að þetta eru skattskyldar tekjur. Við leggjum auðvitað áherslu á að vera í aðgerðum gegn svartri starfsemi af margháttuðum toga,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um að tekjur hundaræktenda séu skattskyldar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjur hundaræktenda á nýliðnu ári hafi ekki verið gefnar upp til skatts í nokkrum tilfellum. Í umræddum gotum komu þrír til sex hvolpar af kynjunum frönskum bolabítum og pug og var hver hvolpur seldur á 250 þúsund til 350 þúsund krónur. Mörg hundruð þúsunda fengust því fyrir hvert got. Tvö af umræddum gotum voru ekki þau fyrstu sem ræktandinn hafði tekjur af.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli vildi ekki tjá sig um það hvort slík mál væru til rannsóknar hjá ríkisskattstjóra. „Við getum bara ekki greint frá því hvar við erum í aðgerðum eða sagt af eða á um tilteknar atvinnugreinar.“ Fríður Esther Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands, segir félagið ekki skipta sér af því hvort félagsmenn gefi upp tekjur af ræktun sinni til skatts. Hún ætlar þó að flestir félagsmenn gefi tekjur upp til skatts en þó séu undantekningar frá því. „Svo eru alltaf undantekningar en fólk verður að átta sig á því að það er mjög kostnaðarsamt að vera ræktandi. Eitt got gæti kostað 150.000 til 200.000 krónur með bólusetningu, örmerkingu, tryggingu og fóðurkostnaði. Þá er algengt að tegundir eins og franskir bolabítar þurfi að fara í keisaraskurð sem kostar um hundrað þúsund krónur.“ Fríður Esther segir að flestir félagsmenn stundi hundaræktun ekki sem atvinnustarfsemi heldur komi eitt got á ári eða á nokkurra ára fresti og að þá sé ekki um að ræða fjárhæðir sem eru skattskyldar. „Mín tilfinning er sú að flestir af okkar stærri ræktendum séu með allt uppi á borði.“
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira