Hundraða milljarða hagsmunir í húfi 27. ágúst 2014 07:00 Óskað var ráðgefandi álits frá EFTA dómstólnum vegna máls sem er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. EFTA dómstóllinn kveður upp dóm sinn í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka á morgun. Ágreiningurinn snýst um það hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur verðtryggingarinnar var vísitala neysluverðs og höfuðstóll lánsins hækkar í hlutfalli við verðbólgu. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Spurningarnar snúast meðal annars um það hvort verðtrygging sé ósanngjörn, hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við á Íslandi. Að síðustu hvort dómstólar á Íslandi eigi að hafa val um það að lýsa ósanngjarna skilmála ógilda eða hvort þeim sé það skylt. Þótt þetta tiltekna mál snúist einungis um samning sem Gunnar V. Engilbertsson gerði við Íslandsbanka vegna húsnæðiskaupa gætu hagsmunirnir sem liggja að baki verið mun meiri. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi er um 1.500 milljarðar króna. Þar af er langstærstur hlutinn, eða um 800-900 milljarðar lán sem tekin eru hjá Íbúðalánasjóði og til viðbótar 100-200 milljarðar lán sem tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stofnanir með ríkisábyrgð eiga því um eða yfir 1.000 milljarða af þessum lánum. Á móti kemur að þeir lánasamningar sem verðtryggingamálið tekur til eru samningar sem gerðir eru á árinu 2000-2013, en ný lög um neytendalán tóku gildi eftir það. Ekkert liggur fyrir um það hvert fordæmisgildi dómsins sem kveðinn verður upp í máli Gunnars gegn Íslandsbanka kann að vera. Þá er heldur ekki víst hvort íslenskir dómstólar, Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur, mun telja svör EFTA-dómstólsins viðeigandi fyrir úrlausn málsins þegar dómur verður kveðinn upp hér. Þó eru engin fordæmi fyrir því að íslenskir dómstólar dæmi beinlínis þvert gegn ráðgefandi áliti. ------ Fullyrt er í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem fylgdi með blaðinu í dag að dómurinn yrði kveðinn upp í dag. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
EFTA dómstóllinn kveður upp dóm sinn í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka á morgun. Ágreiningurinn snýst um það hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur verðtryggingarinnar var vísitala neysluverðs og höfuðstóll lánsins hækkar í hlutfalli við verðbólgu. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Spurningarnar snúast meðal annars um það hvort verðtrygging sé ósanngjörn, hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við á Íslandi. Að síðustu hvort dómstólar á Íslandi eigi að hafa val um það að lýsa ósanngjarna skilmála ógilda eða hvort þeim sé það skylt. Þótt þetta tiltekna mál snúist einungis um samning sem Gunnar V. Engilbertsson gerði við Íslandsbanka vegna húsnæðiskaupa gætu hagsmunirnir sem liggja að baki verið mun meiri. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi er um 1.500 milljarðar króna. Þar af er langstærstur hlutinn, eða um 800-900 milljarðar lán sem tekin eru hjá Íbúðalánasjóði og til viðbótar 100-200 milljarðar lán sem tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stofnanir með ríkisábyrgð eiga því um eða yfir 1.000 milljarða af þessum lánum. Á móti kemur að þeir lánasamningar sem verðtryggingamálið tekur til eru samningar sem gerðir eru á árinu 2000-2013, en ný lög um neytendalán tóku gildi eftir það. Ekkert liggur fyrir um það hvert fordæmisgildi dómsins sem kveðinn verður upp í máli Gunnars gegn Íslandsbanka kann að vera. Þá er heldur ekki víst hvort íslenskir dómstólar, Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur, mun telja svör EFTA-dómstólsins viðeigandi fyrir úrlausn málsins þegar dómur verður kveðinn upp hér. Þó eru engin fordæmi fyrir því að íslenskir dómstólar dæmi beinlínis þvert gegn ráðgefandi áliti. ------ Fullyrt er í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem fylgdi með blaðinu í dag að dómurinn yrði kveðinn upp í dag. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira