Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Una Sighvatsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:00 Framtíðin er óljós á Grettisgötu 87. Húsið er nú í höndum Tryggingafélagsins og verktakar á þess vegum voru á vettvangi þegar fréttastofa leit við í dag, til að kanna hvort einhverjum verðmætum megi bjarga. Ljóst er að byggingarreiturinn er gríðarlega verðmætur, í hjarta Reykjavíkur. Brunabótamat þessarar gömlu verkstæðisbyggingar er um 200 milljónir króna, en reiturinn allur, svo kallaður Tryggingastofnunarreitur, er mikið flæmi, tæpir 7 þúsund fermetrar. Þetta er að hluta til eignarlóð en hinn hlutinn er í leigusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er í gildi deiliskipulag frá árinu 2006, sem gerir ráð fyrir að húsið að Grettisgötu 87víki fyrir íbúðabyggð.Hluti af andlitslyftingu Hlemms-svæðisins„Bæði á þessum reit og reyndar nokkrum reitum hér í kringum Hlemm var gert skipulag sem hlaut nafnið Hlemmur+ og var ætlað að leiða til endurfjárfestingar og andlitslyftingar á öllu svæðinu," sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar fréttastofa mælti sér mót við hann á Grettisgötu í dag. „Við sjáum að nú þegar eru að rísa 500 íbúðir og rúmlega það hérna í næsta nágrenni og þetta var einn af möguleikunum sem var boðið upp á.“ Gangi deiliskipulagið eftir myndi byggingamagn á reitnum ríflega tvöfaldast, úr 1600 fermetrum í 3900 fermetra, með þriggja hæða íbúðablokk í samræmi við blokkir sem eru þar fyrir auk bílastæðakjallara fyrir 500 bíla. Einn maður í gæsluvarðhaldi vegna brunansDagur segir slíkar umræður þó ekki tímabærar ennþá. „Ég held það sé efst í huga allra varðandi þennan eldsvoða að það varð ekki mannskaði og aðgerðir gengu vel. Ég á von á að það verði ekki fyrr en eftir helgi að það verði sest yfir það hverjar hugmyndir eigenda hér eru. „Ég held að það verði að virða þau verkefni sem eru brýnust hjá þeim sem voru með aðsetur hér og eru eigendur hérna en svo er borgin auðvitað tilbúin í samtal um leið og þeir telja tímabært hvernig við þróum þennan reit farsællega fyrir bara allt hverfið hér í kring.“ Lögregla rannsakar enn brunann á Grettisgötu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Framtíðin er óljós á Grettisgötu 87. Húsið er nú í höndum Tryggingafélagsins og verktakar á þess vegum voru á vettvangi þegar fréttastofa leit við í dag, til að kanna hvort einhverjum verðmætum megi bjarga. Ljóst er að byggingarreiturinn er gríðarlega verðmætur, í hjarta Reykjavíkur. Brunabótamat þessarar gömlu verkstæðisbyggingar er um 200 milljónir króna, en reiturinn allur, svo kallaður Tryggingastofnunarreitur, er mikið flæmi, tæpir 7 þúsund fermetrar. Þetta er að hluta til eignarlóð en hinn hlutinn er í leigusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er í gildi deiliskipulag frá árinu 2006, sem gerir ráð fyrir að húsið að Grettisgötu 87víki fyrir íbúðabyggð.Hluti af andlitslyftingu Hlemms-svæðisins„Bæði á þessum reit og reyndar nokkrum reitum hér í kringum Hlemm var gert skipulag sem hlaut nafnið Hlemmur+ og var ætlað að leiða til endurfjárfestingar og andlitslyftingar á öllu svæðinu," sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar fréttastofa mælti sér mót við hann á Grettisgötu í dag. „Við sjáum að nú þegar eru að rísa 500 íbúðir og rúmlega það hérna í næsta nágrenni og þetta var einn af möguleikunum sem var boðið upp á.“ Gangi deiliskipulagið eftir myndi byggingamagn á reitnum ríflega tvöfaldast, úr 1600 fermetrum í 3900 fermetra, með þriggja hæða íbúðablokk í samræmi við blokkir sem eru þar fyrir auk bílastæðakjallara fyrir 500 bíla. Einn maður í gæsluvarðhaldi vegna brunansDagur segir slíkar umræður þó ekki tímabærar ennþá. „Ég held það sé efst í huga allra varðandi þennan eldsvoða að það varð ekki mannskaði og aðgerðir gengu vel. Ég á von á að það verði ekki fyrr en eftir helgi að það verði sest yfir það hverjar hugmyndir eigenda hér eru. „Ég held að það verði að virða þau verkefni sem eru brýnust hjá þeim sem voru með aðsetur hér og eru eigendur hérna en svo er borgin auðvitað tilbúin í samtal um leið og þeir telja tímabært hvernig við þróum þennan reit farsællega fyrir bara allt hverfið hér í kring.“ Lögregla rannsakar enn brunann á Grettisgötu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24