Innlent

Hundruð missa rétt sinn til námsláns

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Dómsmálið þingfest í gær Daníel Isebarn, lögmaður Stúdentaráðs (t.v.), Sigurbjörn Magnússon, lögmaður LÍN, og Einar Karl Hallvarðsson, lögmaður ríkisins, í Héraðsdómi í gær.
Dómsmálið þingfest í gær Daníel Isebarn, lögmaður Stúdentaráðs (t.v.), Sigurbjörn Magnússon, lögmaður LÍN, og Einar Karl Hallvarðsson, lögmaður ríkisins, í Héraðsdómi í gær. Fréttablaðið/Daníel
Stúdentaráð hefur nú höfðað mál gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna og íslenska ríkinu vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins. Málið var þingfest í Héraðsdómi í gær.

Samkvæmt nýjum reglum munu námsmenn þurfa að sýna fram á 73 prósenta námsframvindu, frá og með 1. september, til þess að fá lán frá sjóðnum. Áður var krafist 60 prósenta námsframvindu.

Stúdentaráð fer fram á að úthlutunarreglurnar verði dæmdar ógildar, meðal annars vegna of skamms fyrirvara. „Breytingarnar teljum við bæði ómálefnalegar og ólöglegar. Það verða væntanlega hundruð nemenda sem missa rétt sinn til námslána og flosna upp úr námi í kjölfarið,“ segir Daníel Isebarn lögmaður Stúdentaráðs sem telur að LÍN sé með þessu að fara á skjön við tilgang sinn.

"Tilgangur Lánasjóðsins ætti að vera að ýta undir aukna menntun en ekki að ýta undir það að nemendur flosni upp úr námi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×