Hundum fjölgað um helming á sex árum 31. ágúst 2012 09:00 Tölurnar um fjölda hunda í Kopavogi, Hafnarfirði, Garðarbæ og Álftanesi eru fengnar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogs og ná aðeins til áramóta. Tölurnar úr Reykjavík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi eru hins vegar nýjar. Skráðum hundum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 54 prósent síðan í ársbyrjun 2006. Þeir voru 3.551 í byrjun ársins 2006 en eru nú 5.475, samkvæmt tölum sem ýmist eru glænýjar eða frá síðustu áramótum. Mjög mikill munur er á því hversu mikið hundum hefur fjölgað á þessu tímabili eftir sveitarfélögum. Langmest hefur fjölgunin verið í Hafnarfirði, um 86 prósent, en langminnst á Álftanesi, um fjórtán prósent. Næstmest hefur hundum fjölgað í Kópavogi, um 66 prósent, því næst í Mosfellsbæ og Reykjavík, um 48 og 46 prósent, og þar á eftir koma Seltjarnarnes og Garðabær, með fjölgun sem nemur 37 og 36 prósentum. Það er þó ekki víst hversu mikla sögu þessar tölur segja um heildarfjölda hunda, enda er þó nokkuð um óskráða hunda í borginni. Hversu mikið er þó erfitt að segja, að því er fram hefur komið í samtölum blaðamanns við starfsfólk sveitarfélaganna og heilbrigðiseftirlits. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að talið sé að allt upp undir 25 prósent allra hunda í Reykjavík séu óskráð. „Þótt það sé ómögulegt að vita það með einhverri vissu," bætir hún við. Ingimundur Helgason, hundaeftirlitsmaður á Seltjarnarnesi, kveðst eiga erfitt með að fallast á að 25 prósenta talan geti átt við um Seltjarnarnes, og Páll Stefánsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það almenna tilfinningu manna þar á bæ að ekki sé svo stór hluti hunda óskráður. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Sjá meira
Skráðum hundum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 54 prósent síðan í ársbyrjun 2006. Þeir voru 3.551 í byrjun ársins 2006 en eru nú 5.475, samkvæmt tölum sem ýmist eru glænýjar eða frá síðustu áramótum. Mjög mikill munur er á því hversu mikið hundum hefur fjölgað á þessu tímabili eftir sveitarfélögum. Langmest hefur fjölgunin verið í Hafnarfirði, um 86 prósent, en langminnst á Álftanesi, um fjórtán prósent. Næstmest hefur hundum fjölgað í Kópavogi, um 66 prósent, því næst í Mosfellsbæ og Reykjavík, um 48 og 46 prósent, og þar á eftir koma Seltjarnarnes og Garðabær, með fjölgun sem nemur 37 og 36 prósentum. Það er þó ekki víst hversu mikla sögu þessar tölur segja um heildarfjölda hunda, enda er þó nokkuð um óskráða hunda í borginni. Hversu mikið er þó erfitt að segja, að því er fram hefur komið í samtölum blaðamanns við starfsfólk sveitarfélaganna og heilbrigðiseftirlits. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að talið sé að allt upp undir 25 prósent allra hunda í Reykjavík séu óskráð. „Þótt það sé ómögulegt að vita það með einhverri vissu," bætir hún við. Ingimundur Helgason, hundaeftirlitsmaður á Seltjarnarnesi, kveðst eiga erfitt með að fallast á að 25 prósenta talan geti átt við um Seltjarnarnes, og Páll Stefánsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það almenna tilfinningu manna þar á bæ að ekki sé svo stór hluti hunda óskráður. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Sjá meira