Hundur bítur lögmann sinn Jakob Bjarnar skrifar 18. mars 2016 10:03 Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason var bitinn af hundi í vikunni, algerlega óvart. Hinn kunni dýravinur Árni Stefán Árnason, lögmaður sem hefur sérhæft sig í réttindum dýra, varð fyrir því að vera bitinn af hundi. Sé að marka skilaboð hans til vina á Facebook tekur Árni Stefán þessum atburði af stóískri ró, hann tekur þessu sem hverju öðru hundsbiti, ef þannig má að orði komast: „Var bitinn af hundi í gær. Sá kunni að bíta og er vel tenntur enda flottur hundur, töggur í honum, alvöru hundur. Sagði honum að svona gerdi madur bara við matinn sinn. Setti sarið i kalda sturtu vard strax góður.“ Árni birtir mynd af bitförum og má glögglega af þeim sjá að hundurinn hefur læst tönnum sínum býsna hraustlega í lögmanninn. Oft er sagt að það sé frétt ef maður bítur hund, ekki ef hundur bítur mann, en þegar hundur bítur lögmann sinn hlýtur það að vera í frásögur færandi. Í samtali við Vísi segir Árni Stefán þetta slys og klaufaskap af sinni hálfu. Hann lenti í deilu milli tveggja hunda og setti hönd sína á milli. Sem hann hefði betur látið ógert. Um er að ræða Irish Setter-hund sem var í vígahug eftir átök um matarskálar. Árni Stefán segir að hann hafi oft lent í þessu, meira að segja var hann eitt sinn bitinn í höfuðið af stærstu hundategund heims; Stóra Dana. „Þetta var helvíti sárt. Það er kraftur í hundskjafti og ef maður fær vígtennurnar í sig er það ekkert grín. En, maður lætur höndina í ískalt vatn og þá dragast æðarnar saman og blæðingin stoppar. Þetta er mjög sárt fyrst. Oft fer fólk í stífkrampasprautu en ég hef lent í þessu svo oft að ég þarf þess ekki.“ Dýralögfræðingurinn segir aðspurður það algert kjaftæði að það þurfi að aflífa hunda sem bíta. „Þetta var klaufaskapur í mér. Hundurinn ætlaði ekkert að bíta mig. Þetta var óvart.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hinn kunni dýravinur Árni Stefán Árnason, lögmaður sem hefur sérhæft sig í réttindum dýra, varð fyrir því að vera bitinn af hundi. Sé að marka skilaboð hans til vina á Facebook tekur Árni Stefán þessum atburði af stóískri ró, hann tekur þessu sem hverju öðru hundsbiti, ef þannig má að orði komast: „Var bitinn af hundi í gær. Sá kunni að bíta og er vel tenntur enda flottur hundur, töggur í honum, alvöru hundur. Sagði honum að svona gerdi madur bara við matinn sinn. Setti sarið i kalda sturtu vard strax góður.“ Árni birtir mynd af bitförum og má glögglega af þeim sjá að hundurinn hefur læst tönnum sínum býsna hraustlega í lögmanninn. Oft er sagt að það sé frétt ef maður bítur hund, ekki ef hundur bítur mann, en þegar hundur bítur lögmann sinn hlýtur það að vera í frásögur færandi. Í samtali við Vísi segir Árni Stefán þetta slys og klaufaskap af sinni hálfu. Hann lenti í deilu milli tveggja hunda og setti hönd sína á milli. Sem hann hefði betur látið ógert. Um er að ræða Irish Setter-hund sem var í vígahug eftir átök um matarskálar. Árni Stefán segir að hann hafi oft lent í þessu, meira að segja var hann eitt sinn bitinn í höfuðið af stærstu hundategund heims; Stóra Dana. „Þetta var helvíti sárt. Það er kraftur í hundskjafti og ef maður fær vígtennurnar í sig er það ekkert grín. En, maður lætur höndina í ískalt vatn og þá dragast æðarnar saman og blæðingin stoppar. Þetta er mjög sárt fyrst. Oft fer fólk í stífkrampasprautu en ég hef lent í þessu svo oft að ég þarf þess ekki.“ Dýralögfræðingurinn segir aðspurður það algert kjaftæði að það þurfi að aflífa hunda sem bíta. „Þetta var klaufaskapur í mér. Hundurinn ætlaði ekkert að bíta mig. Þetta var óvart.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira