Innlent

Hús fæst gefins í Grindavík

BBI skrifar
Grindavík.
Grindavík.
Tæplega 50 fermetra hús sem stendur á leikvelli í Grindavík fæst gefins. Til stóð að rífa húsið, en í stað þess var ákveðið að gefa það gegn því að viðkomandi aðilar fjarlægi það alfarið á eigin kostnað.

„Við vildum athuga hvort einhver hefði not fyrir það," segir Sigmar B Árnason, byggingafulltrúi Grindavíkur.

Húsið þarfnast viðhalds og fæst gefins í því ástandi sem það er. Nú þegar eru komnir átta manns á lista sem hafa áhuga á að fjarlægja húsið. Til að nálgast frekari upplýsingar má hafa samband við Sigmar byggingafulltrúa í síma 4201100.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×