Húsbruni á Hverfisgötu: "Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 18:39 Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira