Hvað tefur í húsnæðismálum? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 07:00 BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í húsnæðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjölskyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigufélög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í uppbyggingu leigufélaga og í nýtt og samræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðningur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæðisöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í húsnæðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjölskyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigufélög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í uppbyggingu leigufélaga og í nýtt og samræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðningur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæðisöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar