Hvað þurfa menn að afreka? Sigurður A. Magnússon skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu". Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veigamiklar skáldsögur, sem vakið hafa almenna athygli, og fengið tvö af skáldverkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáldverkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn" (2009), „Mannorð" (2011) og „Endurkoma Maríu" (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness-verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra broddborgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verðskulda viðurkenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og uppskera ávextina af hæfileikum sínum og framlagi til menningar eða annarra þjóðnytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmilega í sambandi við nýlega úthlutun úr Starfslaunasjóði rithöfunda; og vera má, að forsvarsmenn hans eigi einhver viðhlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu". Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veigamiklar skáldsögur, sem vakið hafa almenna athygli, og fengið tvö af skáldverkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáldverkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn" (2009), „Mannorð" (2011) og „Endurkoma Maríu" (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness-verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra broddborgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verðskulda viðurkenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun