Innlent

Hvalur 8 búinn að veiða eina langreyði

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Mynd/Vilhelm
Skipið Hvalur 8 veiddi í kvöld eina langreyði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Skipið hélt út til veiða ásamt Hvali 9 í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að skipin komi í land í nótt eða í fyrramálið.

Heimild er fyrir að veiða 154 langreyðar en við það má bæta 20% af óveiddum dýrum frá fyrri vertíð, svo mögulega verða veidd 180 dýr.

Frá árinu 2009 hefur verið í gildi fimm ára leyfi um veiðar á tegundinni og rennur það því út í ár. Allar afurðir af langreyðunum verða sendar til Japan, utan mjöls og lýsis, og eru þær ætlaðar til manneldis.

Hátt í 200 manns fá vinnu vegna veiðanna, á sjó og landi og verða afurðirnar unnar í Hvalfirði, í Hafnarfirði og á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×