Innlent

Hvalveiðar ógna ESB aðildarviðræðum

Gert að hvali.
Gert að hvali.

Hvalveiðar Íslendinga gætu orðið þröskuldur á vegi þjóðarinnar að inngöngu í ESB samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar í dag. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um hvalveiðar Íslendinga í dag en fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst á mánudaginn.

Í frétt AFP er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni í Brussel að ef Ísland haldi vísindaveiðum sínum áfram muni það hafa alvarlegar pólitískar afleiðingar. Ísland uppfylli flest öll skilyrði aðildar að fullu en hvalveiðarnar séu þrándur í götu þjóðarinnar.

Víða er fjallað um fund Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hefst í Marokkó á mánudaginn. Tillaga um að leyfa hvalveiðar liggur fyrir og er tilgangur tillögunnar að draga úr veiðum Íslendinga, Norðmanna og Japana sem veiða án eftirlits í skjóli vísinda.Rökin eru sú að fleiri hvalir séu í dag veiddir í vísindaveiðunum en ef veiðar yrðu leyfðar og einhverskonar kvóti settur á sem hægt væri að hafa eftirlit með.

Síðan hvalveiðibannið var sett á hafa yfir 33 þúsund hvalir verið veiddir samkvæmt frétt AP um málið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×