Hvar er listinn Arion banki? Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 1. september 2012 06:00 Mér þóttu það nokkur tíðindi þegar Víglundur Þorsteinsson kom fram og sakaði Arion banka hf. um að hafa gengið harðar fram gegn sér en öðrum skuldurum bankans og sagði að hann og hans félag hefðu verið á sérstökum lista innan bankans. Á þeim lista hefðu verið lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn hefði ákveðið að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings. Frásögn Víglundar var kunnugleg. Það voru einmitt þessi orð sem ég heyrði haustið 2010 frá fyrrum starfsmanni Arion banka þegar hann hringdi í mig og tilkynnti mér að Arion banki ætlaði að taka Haga hf. af fjölskyldu minni. Félagið sem við höfðum byggt upp í rúm 20 ár og hófst með opnun Bónuss árið 1989. Ég spurði þennan starfsmann hvers vegna. Honum varð fátt um svör. Hann viðurkenndi að engin rök stæðu fyrir því að aðrir myndu reka Bónus betur en fjölskyldan sem stofnaði fyrirtækið. Ófarir okkar væru tengdar fjárfestingum í ólíkum geira þar sem hlutabréf í Högum höfðu verið sett að veði. Eftir snörp orðaskipti við starfsmann Arion banka viðurkenndi hann og sagði þjóstuglega: "Þú ert á listanum!" "Hvaða lista?" spurði ég. "Nú listanum um aðila sem á að kála." Bankinn tók síðan Haga yfir og setti á markað. Allt gott og blessað og góðir drengir komu að borðinu, en bankinn seldi hlutabréfin á 40% lægra verði en því sem fjölskylda mín og erlendir fjárfestar höfðum boðið í félagið. Einu svörin voru: "Þú ert á listanum." Ég skora hér með á Arion banka hf. að birta listann og segja frá hver bjó hann til. Það eru of margir sem vita að hann er til – það er ekki hægt að þegja lengur. Hvaða listi var svo merkilegur að það var óhætt að taka eignir af mönnum sem kunnu með þær að fara og höfðu byggt upp og í ofanálag selja þær eignir á lægra verði en bankinn gat selt þær á? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Mér þóttu það nokkur tíðindi þegar Víglundur Þorsteinsson kom fram og sakaði Arion banka hf. um að hafa gengið harðar fram gegn sér en öðrum skuldurum bankans og sagði að hann og hans félag hefðu verið á sérstökum lista innan bankans. Á þeim lista hefðu verið lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn hefði ákveðið að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings. Frásögn Víglundar var kunnugleg. Það voru einmitt þessi orð sem ég heyrði haustið 2010 frá fyrrum starfsmanni Arion banka þegar hann hringdi í mig og tilkynnti mér að Arion banki ætlaði að taka Haga hf. af fjölskyldu minni. Félagið sem við höfðum byggt upp í rúm 20 ár og hófst með opnun Bónuss árið 1989. Ég spurði þennan starfsmann hvers vegna. Honum varð fátt um svör. Hann viðurkenndi að engin rök stæðu fyrir því að aðrir myndu reka Bónus betur en fjölskyldan sem stofnaði fyrirtækið. Ófarir okkar væru tengdar fjárfestingum í ólíkum geira þar sem hlutabréf í Högum höfðu verið sett að veði. Eftir snörp orðaskipti við starfsmann Arion banka viðurkenndi hann og sagði þjóstuglega: "Þú ert á listanum!" "Hvaða lista?" spurði ég. "Nú listanum um aðila sem á að kála." Bankinn tók síðan Haga yfir og setti á markað. Allt gott og blessað og góðir drengir komu að borðinu, en bankinn seldi hlutabréfin á 40% lægra verði en því sem fjölskylda mín og erlendir fjárfestar höfðum boðið í félagið. Einu svörin voru: "Þú ert á listanum." Ég skora hér með á Arion banka hf. að birta listann og segja frá hver bjó hann til. Það eru of margir sem vita að hann er til – það er ekki hægt að þegja lengur. Hvaða listi var svo merkilegur að það var óhætt að taka eignir af mönnum sem kunnu með þær að fara og höfðu byggt upp og í ofanálag selja þær eignir á lægra verði en bankinn gat selt þær á?
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar