
Hvatningarganga Samtaka um endómetríósu
„Það er með ólíkindum að fara alltaf á bráðamóttöku á mánaðarfresti, alltaf í byrjun tíða, með kviðverki og læknar setja ekki saman einn plús einn. Ekki hef ég verið fyrsta konan sem hefur komið þarna með svo mikla verki að hvorki er hægt að standa né sitja.“
„Það er ótrúlegt að líta til baka og rifja upp hvernig undanfarin ár hafa verið. Alltaf að fara í búð tímanlega. Koma sér fyrir í sófanum með mat, fötu, tölvu, bækur, lyf, nammi, you name it, láta einhvern vita af fyrirhuguðu ástandi, ekki læsa útihurðinni og búa nemendur undir frí (án þess að þeir viti) og svo tilkynna veikindi. Stundum þurfti ég að fá einhverja vinkonu til að kíkja til mín og færa mér gubbufötu, hrökkbrauð eða þurr föt. En þær sem hafa komið að manni í þessu ástandi, að vera ósjálfbjarga, þeim verður alveg hroðalega bilt við.“
„Í raun má segja að þetta hafi tekið 30 ár í mínu tilfelli, það var ekki fyrr en ég hafði verið skorin upp, vegna legnáms að sjúkdómurinn uppgötvaðist. Skurðlæknirinn (ekki kvensjúkdómalæknir) treysti sér ekki í að ljúka verkinu, „lokaði mér aftur“, hafði „aldrei séð aðra eins samgróninga“ og tilkynnti mér nývaknaðri og vankaðri að ég væri með legslímuflakk! Ég hafði aldrei heyrt um það, hvað þá endómetríósu!“
Margar birtingarmyndir
Endómetríósa á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Með réttri meðhöndlun er yfirleitt hægt að auka lífsgæði kvenna með endómetríósu verulega og fyrirbyggja frekari framvindu sjúkdómsins. Samtök um endómetríósu hafa bent á hversu stórt skref það væri til bættrar meðhöndlunar, að stofnuð væri göngudeild fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki.
Of langur greiningartími
Á Íslandi er meðalgreiningartími endómetríósu talinn vera 6-10 ár. Langur greiningartími getur haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa, enda er aukin fræðsla og styttri greiningartími eitt helsta baráttumál samtaka um endómetríósu víða um heim.
Hvatningarganga
Fimmtudaginn 13. mars munu konur með endómetríósu ásamt fjölskyldu og vinum, streyma út á götur í yfir fjörutíu löndum. Talið er að um 176 milljónir kvenna hafi endómetríósu og er tilgangur Million Women March for Endometriosis að vekja athygli á málefnum þeirra. Í Reykjavík hefst gangan kl. 17.00 við Hallgrímskirkju og lýkur með stuttri athöfn við Kvennadeild Landspítalans.
Samtök um endómetríósu
www.endo.is
endo@endo.is
facebook.com/endometriosa
twitter.com/EndoIceland
pinterest.com/endoiceland
Aðalfundur Samtaka um endómetríósu
facebook.com/events/360523510753528/
Million Women March
https://www.youtube.com/watch?v=IrJI_hSkYZw
https://www.millionwomenmarch2014.org
Skoðun

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar