Hvenær tökum við siðfræði alvarlega? Henry Alexander Henrysson skrifar 2. apríl 2012 19:15 Umræða um siðfræði hefur ekki verið greininni of hagstæð undanfarin misseri. Annars vegar hefur fréttaflutningur af sérkennilegum bréfaskiptum milli forsætisráðherra og forsetaembættisins um hvort embættinu beri að setja sér siðareglur fremur ruglað landsmenn í ríminu en upplýst þá um gildi og möguleika slíkra reglna. Hins vegar hefur erfið og upphrópanakennd umræða um störf siðanefndar Háskóla Íslands í tilteknu máli gert það að verkum að traust til slíkra nefnda hefur sjaldan verið minna. Ég minnist þess ekki að í fyrra málinu hafi verið dregið fram hvað gæti falist í siðareglum fyrir forsetaembættið; í hugum fólks gætu þær falist hvort sem er í reglum um borðhald á Bessastöðum eða nákvæmum lista yfir leyfilega gesti á forsetaskrifstofuna. Og í seinna málinu gleymdist alveg að ræða hvernig siðanefndir ættu að bera sig að. Í ályktun fjölda háskólakennara mátti til dæmis helst skilja að í nafni frelsis ættu siðanefndir ekkert erindi innan háskóla. Það var óvænt siðferðileg krafa. Þetta er einkennilegt þegar höfð er í huga umræðan um aukna áherslu á siðfræði fyrir meginstoðir íslensks samfélags sem hefur verið flaggað á undanförnum árum. Líklega hefðu slík fréttamál átt að vera kærkomið tækifæri til þess að koma málefnalegri umræðu um siðfræði og kynningu á hlutverki hennar að í fjölmiðlum. Til dæmis hefði mátt greina frá því hvers vegna reglur og almennt siðferði ná ekki alltaf yfir sama svið og siðareglur. Heimspekingar hefðu getað svarað því hvers vegna siðfræði er sjálfstæð fræðigrein sem getur komist að gildum niðurstöðum sem þó þurfa ekki alltaf að falla að viðurkenndum trúarsetningum, kunnum hagfræðikenningum eða nýlegum lögfræðiálitum. Helst hefði þó mátt nota tækifærið til þess að kveða niður þá goðsögn að siðfræðilegir dómar séu hreinir smekksdómar sem byggist á einhverju sem kallað er „hreint huglægt mat". Nú er kominn tími til að háskólasamfélagið taki nauðsynlega forystu þegar kemur að því að efla bæði vitund þjóðarinnar og hæfni hennar til að rökræða um þau siðferðismál sem virðast vera brýnni en oft áður. Siðferðileg álitamál eru staðreynd í öllum samfélögum. Þau koma upp á vinnustöðum, í skólum og á öllum sviðum opinbers lífs. Þau vakna einnig innan veggja heimila og þegar við erum ein með sjálfum okkur. Siðfræði býður ekki upp á lista af lausnum slíkra álitamála. Siðanefndir færa okkur ekki óvefengjanlegar niðurstöður. Enn síður kenna siðareglur okkur í eitt skipti fyrir öll hvað ber að varast. Hins vegar gerir þekking á frumforsendum og útlistunum siðfræðinnar, sem og leikni í beitingu þeirra, okkur kleift að standa ekki máttvana andspænis siðferðilegum spurningum. Það hafa reyndar ekki allir tekið undir kröfuna um að gagnrýninni hugsun og siðfræði verði gert hærra undir höfði í íslensku samfélagi á næstunni. Enn heyrast raddir sem láta eins og aukinn siðferðilegur skilningur sé einhvers konar munaður sem hægt er að snúa sér að þegar leyst hefur verið úr brýnum efnahagsmálum. En þar er hlutum snúið á haus. Vandamálin geta átt sér aðrar orsakir en efnahagslegar þótt tímabundin lausn sé þess eðlis. Enn mikilvægara er þó einmitt að hafa í huga að siðferðilegur veruleiki er jafn mikill veruleiki og hver annar. Hann hverfur ekki þegar við snúum okkur að öðrum málum. Röng og illa ígrunduð breytni skánar ekkert við að aðeins fáir gefi því gaum hvers vegna hún er óásættanleg. Réttindi svífa ekki um í lausu lofti þangað til huglægt mat einhvers dregur þau til jarðar. Og eftirsóknarverðir eiginleikar einstaklinga krefjast ekki smekks annarra til þess að færa þeim farsæld. Siðfræði er heillandi fag sem tengist lífi okkar og væntingum engu síður en aðrar greinar sem við teljum þó oft hafa forgang þegar við leitum svara við því hvað fór úrskeiðis og hvert skuli stefna. Líkt og hagfræðin getur útskýrt hvers vegna vasar okkar eru tómir á ákveðnum tímapunkti getur siðfræðin útskýrt eymd tilveru sem einkennist af ósamkvæmni og óheilindum. Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins má lesa í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla að „siðfræði ásamt heimspeki" verði brátt hluti af skólagöngu íslenskra barna. Það er mikið fagnaðarefni. En maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort virkilega þurfi að bíða eftir þeim kynslóðum sem nú eru að vaxa úr grasi til þess að vitund um hvers siðfræði er megnug verði almenn og byggist fremur á rökum en útúrsnúningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Umræða um siðfræði hefur ekki verið greininni of hagstæð undanfarin misseri. Annars vegar hefur fréttaflutningur af sérkennilegum bréfaskiptum milli forsætisráðherra og forsetaembættisins um hvort embættinu beri að setja sér siðareglur fremur ruglað landsmenn í ríminu en upplýst þá um gildi og möguleika slíkra reglna. Hins vegar hefur erfið og upphrópanakennd umræða um störf siðanefndar Háskóla Íslands í tilteknu máli gert það að verkum að traust til slíkra nefnda hefur sjaldan verið minna. Ég minnist þess ekki að í fyrra málinu hafi verið dregið fram hvað gæti falist í siðareglum fyrir forsetaembættið; í hugum fólks gætu þær falist hvort sem er í reglum um borðhald á Bessastöðum eða nákvæmum lista yfir leyfilega gesti á forsetaskrifstofuna. Og í seinna málinu gleymdist alveg að ræða hvernig siðanefndir ættu að bera sig að. Í ályktun fjölda háskólakennara mátti til dæmis helst skilja að í nafni frelsis ættu siðanefndir ekkert erindi innan háskóla. Það var óvænt siðferðileg krafa. Þetta er einkennilegt þegar höfð er í huga umræðan um aukna áherslu á siðfræði fyrir meginstoðir íslensks samfélags sem hefur verið flaggað á undanförnum árum. Líklega hefðu slík fréttamál átt að vera kærkomið tækifæri til þess að koma málefnalegri umræðu um siðfræði og kynningu á hlutverki hennar að í fjölmiðlum. Til dæmis hefði mátt greina frá því hvers vegna reglur og almennt siðferði ná ekki alltaf yfir sama svið og siðareglur. Heimspekingar hefðu getað svarað því hvers vegna siðfræði er sjálfstæð fræðigrein sem getur komist að gildum niðurstöðum sem þó þurfa ekki alltaf að falla að viðurkenndum trúarsetningum, kunnum hagfræðikenningum eða nýlegum lögfræðiálitum. Helst hefði þó mátt nota tækifærið til þess að kveða niður þá goðsögn að siðfræðilegir dómar séu hreinir smekksdómar sem byggist á einhverju sem kallað er „hreint huglægt mat". Nú er kominn tími til að háskólasamfélagið taki nauðsynlega forystu þegar kemur að því að efla bæði vitund þjóðarinnar og hæfni hennar til að rökræða um þau siðferðismál sem virðast vera brýnni en oft áður. Siðferðileg álitamál eru staðreynd í öllum samfélögum. Þau koma upp á vinnustöðum, í skólum og á öllum sviðum opinbers lífs. Þau vakna einnig innan veggja heimila og þegar við erum ein með sjálfum okkur. Siðfræði býður ekki upp á lista af lausnum slíkra álitamála. Siðanefndir færa okkur ekki óvefengjanlegar niðurstöður. Enn síður kenna siðareglur okkur í eitt skipti fyrir öll hvað ber að varast. Hins vegar gerir þekking á frumforsendum og útlistunum siðfræðinnar, sem og leikni í beitingu þeirra, okkur kleift að standa ekki máttvana andspænis siðferðilegum spurningum. Það hafa reyndar ekki allir tekið undir kröfuna um að gagnrýninni hugsun og siðfræði verði gert hærra undir höfði í íslensku samfélagi á næstunni. Enn heyrast raddir sem láta eins og aukinn siðferðilegur skilningur sé einhvers konar munaður sem hægt er að snúa sér að þegar leyst hefur verið úr brýnum efnahagsmálum. En þar er hlutum snúið á haus. Vandamálin geta átt sér aðrar orsakir en efnahagslegar þótt tímabundin lausn sé þess eðlis. Enn mikilvægara er þó einmitt að hafa í huga að siðferðilegur veruleiki er jafn mikill veruleiki og hver annar. Hann hverfur ekki þegar við snúum okkur að öðrum málum. Röng og illa ígrunduð breytni skánar ekkert við að aðeins fáir gefi því gaum hvers vegna hún er óásættanleg. Réttindi svífa ekki um í lausu lofti þangað til huglægt mat einhvers dregur þau til jarðar. Og eftirsóknarverðir eiginleikar einstaklinga krefjast ekki smekks annarra til þess að færa þeim farsæld. Siðfræði er heillandi fag sem tengist lífi okkar og væntingum engu síður en aðrar greinar sem við teljum þó oft hafa forgang þegar við leitum svara við því hvað fór úrskeiðis og hvert skuli stefna. Líkt og hagfræðin getur útskýrt hvers vegna vasar okkar eru tómir á ákveðnum tímapunkti getur siðfræðin útskýrt eymd tilveru sem einkennist af ósamkvæmni og óheilindum. Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins má lesa í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla að „siðfræði ásamt heimspeki" verði brátt hluti af skólagöngu íslenskra barna. Það er mikið fagnaðarefni. En maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort virkilega þurfi að bíða eftir þeim kynslóðum sem nú eru að vaxa úr grasi til þess að vitund um hvers siðfræði er megnug verði almenn og byggist fremur á rökum en útúrsnúningum.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar