Hver á göturnar? Magnea Guðmundsdóttir skrifar 2. október 2014 07:00 Göturnar, torg og garðar eru það sem raunverulega skilgreinir borgina. Þetta eru opin rými sem húsin ramma inn og eiga það sameiginlegt að við höfum öll aðgang að þeim. Þar hittumst við á horninu, sýnum okkur og sjáum aðra, spókum okkur þegar vel viðrar og mótmælum þegar okkur finnst vera gengið á rétt okkar. Við sækjum kannski mismikið í þessi rými en þau gegna mikilvægu hlutverki, þau eru sameign okkar allra og hluti af sjálfsmynd okkar sem samfélags.Að eiga val Nú er ný yfirstaðin samgönguvika, evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Yfirskriftin að þessu sinni var „Okkar vegir, okkar val“ og hafði það markmið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur. Það er forvitnilegt að máta þetta slagorð við Reykjavík. Hvert er okkar val þegar kemur að samgöngumálum? Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram að yfir 80% prósent af opnum rýmum (að undanskildum stærri útivistarsvæðum) fara undir samgöngur í borginni. Það eru malbikaðir vegir, mislæg gatnamót og bílastæði. Undanfarna áratugi hefur bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu vaxið hlutfallslega meira en íbúafjöldi og í dag ferðast um 75% íbúa með einkabíl til vinnu eða skóla. Bílaeign Íslendinga er með því mesta í heiminum og á pari við amerískar borgir. Þetta er þróun sem þarf að bregðast við. Reykjavík er ekki „bílaborg“ frekar en einhver önnur borg. Það er ekki óyfirstíganleg staðreynd sem tengist legu og lagi borgarinnar. Reykjavík varð að bílaborg – út af skammsýni og úrræðaleysi í skipulagsmálum. Þetta er ástand en ekki staðreynd, ástand sem við þurfum að vinda ofan af, vandamál sem við eigum að vera stolt af því að leysa. Það kann að skjóta skökku við í fyrstu en rannsóknir hafa sýnt að því fleiri vegir sem eru lagðir, því meir eykst umferðin. Hvað gerir maður þegar mittislínan þenst út og beltið er orðið svo þröngt að mann verkjar? Ein leiðin er að losa um beltið, bæta við gati og svo halda áfram sem áður. Sem er álíka góð lausn og að pissa í skóinn sinn. Hin leiðin er að takast á við rót vandans. Eitt meginmarkmið aðalskipulagsins er hagræðing á sameiginlegum rýmum okkar með þéttingu byggðar. Með því að draga úr umferð, stytta vegalengdir og bjóða upp á vistvænni samgöngur, má spara gífurlegar fjárhæðir. Til lengri tíma mun það skila sér í vasa borgaranna langt umfram nokkra skatta- eða gjaldskrárlækkun. Fyrrverandi borgarstjóri Bógóta í Kólumbíu er öflugur talsmaður bættra borga. Hann hefur vakið athygli á að allir borgarar hafa jafnan rétt samkvæmt stjórnarskrá. Þannig ætti strætisvagn með 80 farþegum að hafa 80 sinnum meiri rétt á plássi á götunni en einn farþegi í bíl.Vaxtaverkir Það þarf að vera bílfært á milli borgarhluta en það þarf líka að skapa rými fyrir aðra valkosti, í leik og starfi. Hvað með fótgangandi foreldri með vagn, hjólandi vegfarendur eða krakka á þríhjóli? Einkabíllinn er ekkert einkamál. Honum fylgja mannvirki og kostnaður sem varðar allt samfélagið. Vandamálið verður ekki leyst með mislægum gatnamótum heldur verðum við að breyta ferðavenjum okkar og opna á fleiri möguleika. Markmið aðalskipulags Reykjavíkur eru skynsöm og raunsæ og miða við sambærilegar borgir eins og Þrándheim. Stefnan er að hlutdeild gangandi og hjólandi vegfarenda verði 30% í lok skipulagstímabilsins árið 2030 og hlutdeild almenningssamgangna fari í 8%, valmöguleikunum fjölgar. Stefnan hefur verið tekin, framundan er breytingaskeið og því fylgja vaxtaverkir. Bílastæðum við vinnustaðinn gæti fækkað og við gætum þurft að dvelja örfá auka andartök fyrir aftan strætó sem hleypir farþegum sínum út. Það er hugsanlegt að byggingakrani verður reistur í næsta garði eða við þurfum að hlusta á jarðbor í einhverjar vikur. Það eru smámunir. Miðað við landrýmið og grænu svæðin sem við þyrftum annars að fórna, miðað við mengunina sem útþenslu borgar fylgir og miðað við þá gífurlegu fjárhæðir sem þyrfti til að þjóna vaxandi umferð. Mannvænlegri borg eykur lífsgæði okkar og gerir Reykjavík að aðlaðandi stað á alþjóðavettvangi. Göturnar eru sameign okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Göturnar, torg og garðar eru það sem raunverulega skilgreinir borgina. Þetta eru opin rými sem húsin ramma inn og eiga það sameiginlegt að við höfum öll aðgang að þeim. Þar hittumst við á horninu, sýnum okkur og sjáum aðra, spókum okkur þegar vel viðrar og mótmælum þegar okkur finnst vera gengið á rétt okkar. Við sækjum kannski mismikið í þessi rými en þau gegna mikilvægu hlutverki, þau eru sameign okkar allra og hluti af sjálfsmynd okkar sem samfélags.Að eiga val Nú er ný yfirstaðin samgönguvika, evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Yfirskriftin að þessu sinni var „Okkar vegir, okkar val“ og hafði það markmið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur. Það er forvitnilegt að máta þetta slagorð við Reykjavík. Hvert er okkar val þegar kemur að samgöngumálum? Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram að yfir 80% prósent af opnum rýmum (að undanskildum stærri útivistarsvæðum) fara undir samgöngur í borginni. Það eru malbikaðir vegir, mislæg gatnamót og bílastæði. Undanfarna áratugi hefur bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu vaxið hlutfallslega meira en íbúafjöldi og í dag ferðast um 75% íbúa með einkabíl til vinnu eða skóla. Bílaeign Íslendinga er með því mesta í heiminum og á pari við amerískar borgir. Þetta er þróun sem þarf að bregðast við. Reykjavík er ekki „bílaborg“ frekar en einhver önnur borg. Það er ekki óyfirstíganleg staðreynd sem tengist legu og lagi borgarinnar. Reykjavík varð að bílaborg – út af skammsýni og úrræðaleysi í skipulagsmálum. Þetta er ástand en ekki staðreynd, ástand sem við þurfum að vinda ofan af, vandamál sem við eigum að vera stolt af því að leysa. Það kann að skjóta skökku við í fyrstu en rannsóknir hafa sýnt að því fleiri vegir sem eru lagðir, því meir eykst umferðin. Hvað gerir maður þegar mittislínan þenst út og beltið er orðið svo þröngt að mann verkjar? Ein leiðin er að losa um beltið, bæta við gati og svo halda áfram sem áður. Sem er álíka góð lausn og að pissa í skóinn sinn. Hin leiðin er að takast á við rót vandans. Eitt meginmarkmið aðalskipulagsins er hagræðing á sameiginlegum rýmum okkar með þéttingu byggðar. Með því að draga úr umferð, stytta vegalengdir og bjóða upp á vistvænni samgöngur, má spara gífurlegar fjárhæðir. Til lengri tíma mun það skila sér í vasa borgaranna langt umfram nokkra skatta- eða gjaldskrárlækkun. Fyrrverandi borgarstjóri Bógóta í Kólumbíu er öflugur talsmaður bættra borga. Hann hefur vakið athygli á að allir borgarar hafa jafnan rétt samkvæmt stjórnarskrá. Þannig ætti strætisvagn með 80 farþegum að hafa 80 sinnum meiri rétt á plássi á götunni en einn farþegi í bíl.Vaxtaverkir Það þarf að vera bílfært á milli borgarhluta en það þarf líka að skapa rými fyrir aðra valkosti, í leik og starfi. Hvað með fótgangandi foreldri með vagn, hjólandi vegfarendur eða krakka á þríhjóli? Einkabíllinn er ekkert einkamál. Honum fylgja mannvirki og kostnaður sem varðar allt samfélagið. Vandamálið verður ekki leyst með mislægum gatnamótum heldur verðum við að breyta ferðavenjum okkar og opna á fleiri möguleika. Markmið aðalskipulags Reykjavíkur eru skynsöm og raunsæ og miða við sambærilegar borgir eins og Þrándheim. Stefnan er að hlutdeild gangandi og hjólandi vegfarenda verði 30% í lok skipulagstímabilsins árið 2030 og hlutdeild almenningssamgangna fari í 8%, valmöguleikunum fjölgar. Stefnan hefur verið tekin, framundan er breytingaskeið og því fylgja vaxtaverkir. Bílastæðum við vinnustaðinn gæti fækkað og við gætum þurft að dvelja örfá auka andartök fyrir aftan strætó sem hleypir farþegum sínum út. Það er hugsanlegt að byggingakrani verður reistur í næsta garði eða við þurfum að hlusta á jarðbor í einhverjar vikur. Það eru smámunir. Miðað við landrýmið og grænu svæðin sem við þyrftum annars að fórna, miðað við mengunina sem útþenslu borgar fylgir og miðað við þá gífurlegu fjárhæðir sem þyrfti til að þjóna vaxandi umferð. Mannvænlegri borg eykur lífsgæði okkar og gerir Reykjavík að aðlaðandi stað á alþjóðavettvangi. Göturnar eru sameign okkar allra.
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar