Hver vill slá heimsmet? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 7. desember 2013 06:00 Í aðdraganda og kjölfar hruns bankanna, hrundi íslenska krónan. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda á blessuð krónan sér mjög sveiflukennda sögu. Sveiflur á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli viðskiptalanda okkar hafa valdið óhóflegri verðbólgu hér á landi. Á 8. áratugnum var árleg verðbólga um 35 prósent sem leiddi til þess að árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu af ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Óðaverðbólga át upp sparifé og olli miklum skorti á lánsfé. Með verðtryggingunni breyttust aðstæður, auðveldara varð að fá lán og hægt var að hefja uppbyggingu lífeyrissjóða. Á 9. áratugnum náði verðbólga nýjum hæðum og árlegt meðaltal þann áratuginn var um 48%. Eftir árið 1990 hefur verðbólga að jafnaði verið mun minni hér á landi þó hún hafi verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Ef við lítum t.d. til Danmerkur, Finnlands og Írlands þá er vart hægt að bera saman verðlagsþróun þessara þriggja landa við Ísland. Á sl. 30 árum hefur verðlag tvöfaldast í þessum ríkjum en tólffaldast á Íslandi. Já – þið lásuð rétt! Þrálát verðbólgusaga hefur áhrif á lánskjör. Þó verðtryggingin hafi valdið mörgum lántakendum búsifjum á síðustu árum þá er hún ekki rót vandans. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa sýnt viðleitni til að bæta lántakendum verðtryggðra lána upp kostnað síðustu ára en sú viðleitni dugir skammt. Verðbólga næstu ára mun verða fljót að hækka höfuðstól lánanna aftur. Fleiri velja nú þá leið að taka óverðtryggð lán til að verja sig gegn höfuðstólshækkunum sem verðtryggingin veldur í mikilli verðbólgu. Í staðinn verður greiðslubyrðin þyngri og sveiflur í afborgunum meiri við vaxtabreytingar. Forsætisráðherra langar til að slá heimsmet. Honum hefur enn ekki tekist það. En það er ein leið fær í þeim efnum. Hún er sú að taka upp annan gjaldmiðil, evruna sem er gjaldmiðill okkar helstu viðskiptalanda. Með því móti gæti hann lækkað greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um rúm 30 prósent! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda og kjölfar hruns bankanna, hrundi íslenska krónan. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda á blessuð krónan sér mjög sveiflukennda sögu. Sveiflur á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli viðskiptalanda okkar hafa valdið óhóflegri verðbólgu hér á landi. Á 8. áratugnum var árleg verðbólga um 35 prósent sem leiddi til þess að árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu af ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Óðaverðbólga át upp sparifé og olli miklum skorti á lánsfé. Með verðtryggingunni breyttust aðstæður, auðveldara varð að fá lán og hægt var að hefja uppbyggingu lífeyrissjóða. Á 9. áratugnum náði verðbólga nýjum hæðum og árlegt meðaltal þann áratuginn var um 48%. Eftir árið 1990 hefur verðbólga að jafnaði verið mun minni hér á landi þó hún hafi verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Ef við lítum t.d. til Danmerkur, Finnlands og Írlands þá er vart hægt að bera saman verðlagsþróun þessara þriggja landa við Ísland. Á sl. 30 árum hefur verðlag tvöfaldast í þessum ríkjum en tólffaldast á Íslandi. Já – þið lásuð rétt! Þrálát verðbólgusaga hefur áhrif á lánskjör. Þó verðtryggingin hafi valdið mörgum lántakendum búsifjum á síðustu árum þá er hún ekki rót vandans. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa sýnt viðleitni til að bæta lántakendum verðtryggðra lána upp kostnað síðustu ára en sú viðleitni dugir skammt. Verðbólga næstu ára mun verða fljót að hækka höfuðstól lánanna aftur. Fleiri velja nú þá leið að taka óverðtryggð lán til að verja sig gegn höfuðstólshækkunum sem verðtryggingin veldur í mikilli verðbólgu. Í staðinn verður greiðslubyrðin þyngri og sveiflur í afborgunum meiri við vaxtabreytingar. Forsætisráðherra langar til að slá heimsmet. Honum hefur enn ekki tekist það. En það er ein leið fær í þeim efnum. Hún er sú að taka upp annan gjaldmiðil, evruna sem er gjaldmiðill okkar helstu viðskiptalanda. Með því móti gæti hann lækkað greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um rúm 30 prósent!
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun