Hverahlíð bíði betri tíma Sóley Tómasdóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Hugmyndir um sérstaka verkefnisfjármögnun á Hverahlíðarvirkjun eru nú ræddar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og meðal eigenda hennar. Tillagan er frá KPMG sem var falið að finna lausn á stöðunni sem komin er upp af því Orkuveitan ræður ekki við að fjármagna virkjunina sem hún skuldbatt sig til skv. samningi við Norðurál frá desember 2008. Hugmyndin er að stofnað verði sérstakt fyrirtæki um virkjunina í eigu lífeyrissjóðanna og Orkuveitunnar. Framlag Orkuveitunnar yrði eingöngu sá kostnaður sem hún hefur þegar lagt í verkefnið, u.þ.b. 4 milljarðar, en lífeyrissjóðirnir fjármagni þá 25 milljarða sem út af standa. Þannig yrði eignarhlutur Orkuveitunnar afar lítill í samanburði við hlut lífeyrissjóðanna. Fyrirvarar í samningi OR og NorðurálsÞótt raforkusölusamningurinn við Norðurál sé um margt slæmur og vinstri græn hafi greitt atkvæði gegn honum á sínum tíma inniheldur hann tvo mikilvæga fyrirvara. Annar lýtur að arðsemi verkefnisins og hinn að fjármögnun þess. Um nokkurt skeið hafa verið viðræður milli Orkuveitunnar og Norðuráls um arðsemina þar sem Orkuveitan telur að hækka þurfi raforkuverðið eigi verkefnið að borga sig. Þær viðræður hafa enn ekki skilað árangri. Hvað fjármögnun varðar er ljóst að efnahagur Orkuveitunnar þolir ekki 25 milljarða til viðbótar eftir það sem á undan er gengið. Auk þess hefur fjármögnun gengið illa, um tíma lá fyrir lánsloforð frá Evrópska fjárfestingarbankanum fyrir helmingi upphæðarinnar en það hefur verið dregið til baka vegna stöðunnar á evrópskum fjármálamörkuðum. Orkuveitan hefur því litla möguleika á að fjármagna verkefnið með hefðbundnum hætti. Fjöldi álitamálaFjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur er slæm. Borgarbúar hafa lánað fyrirtækinu milljarða sem vonandi duga ásamt miklum aðhaldsaðgerðum til að koma því á réttan kjöl. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að halda öllum fjárfestingum í lágmarki og ekkert má út af bregða. Samningurinn við Norðurál er því áhyggjuefni. Og fleira kemur til. Orkuveitan hefur farið geyst í virkjun jarðhitans á Hellisheiði og hefur ekki enn getað leyst þau vandamál sem fylgdu í kjölfarið. Brennisteinsmengun á svæðinu er allt of mikil og niðurdæling gerir að verkum að svæðið leikur á reiðiskjálfi með reglulegu millibili. Ekki er ljóst hvernig fyrirtækið getur fargað brennisteinsvetni í samræmi við kröfur í reglugerð og ekki hefur fundist viðunandi lausn á niðurdælingu affallsvatns frá núverandi virkjunum. Á meðan þessi og fleiri úrlausnarefni eru enn til skoðunar er varla réttlætanlegt að ráðast í frekari virkjanir. Þess utan er rétt að hafa í huga að Hverahlíðarvirkjun er ætlað að knýja álver í Helguvík sem ólíklegt er að af verði, jafnvel þótt Orkuveitan tæki hámarksáhættu til að uppfylla sinn hluta samningsins. Eðli lífeyrissjóðaOrkuveita Reykjavíkur og verkefni hennar hafa til þessa verið alfarið í eigu íbúa í Reykjavík, Borgarnesi og á Akranesi og hugmyndum um aðkomu einkaaðila hefur blessunarlega verið hafnað. Skemmst er að minnast REI-málsins, þegar allir flokkar unnu í sameiningu að því að vinda ofan af kaupum einkaaðila á hlut í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar sem sérhæfir sig í virkjunum erlendis. Nú hafa lífeyrissjóðirnir verið kynntir til leiks sem meirihlutaeigendur í dótturfyrirtæki um Hverahlíðarvirkjun. Sumir vilja meina að lífeyrissjóðirnir séu ígildi hins opinbera enda séu þeir í eigu almennings en ekki fárra hluthafa. Því er þó ekki alveg svo farið. Lífeyrissjóðirnir bera ekki jafn víðtækar skyldur gagnvart umbjóðendum sínum og sveitarstjórnir, enda er hlutverk þeirra fyrst og fremst að ávaxta fé eigendanna. Sveitarstjórnir bera aftur á móti ríkar skyldur gagnvart umhverfi og náttúru og samfélagssjónarmiðum til lengri tíma. Rekstur þeirra á orku- og veitufyrirtækjum ætti því fyrst og fremst að miðast við þarfir íbúanna og þar ættu umhverfis- og samfélagssjónarmið að vera í hávegum. Verði hugmyndir KPMG um verkefnafjármögnun að veruleika skapast líkur á hagsmunaárekstrum. Ekki er víst að lífeyrissjóðirnir væru tilbúnir í dýrar lausnir á brennisteinsmengun eða niðurdælingu til að tryggja heilnæmara andrúmsloft og betri lífsskilyrði á svæðinu. Sú hætta væri líka fyrir hendi að lífeyrissjóðirnir vildu selja hlut sinn öðrum, ef færi gæfist og mögulega aðilum sem hefðu enn ríkari áherslu á arðsemi. Hvað er til ráða?Við ríkjandi aðstæður með yfirspenntan efnahagsreikning og stór og aðkallandi verkefni á sviði umhverfismála væri best að staldra við og hugsa. Vakna upp af stóriðjudraumnum og líta til fjárhagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra hagsmuna komandi kynslóða. Samningurinn við Norðurál er vissulega fyrir hendi, en hann inniheldur áðurnefnda fyrirvara sem lúta bæði að arðsemi og fjármögnun. Jafnvel þótt mögulegt væri að ná lendingu varðandi raforkuverðið og þar með arðsemina er ómögulegt fyrir Orkuveituna að fjármagna verkefnið. Verkefnisfjármögnun nýs félags myndi kalla á nýjan samning milli hins nýja fyrirtækis og Norðuráls með ýmiskonar álitamálum sem þyrftu að skoðast og ekki er víst að lending næðist í. Nú er lag að rifta samningnum við Norðurál, láta reyna á fjármögnunarfyrirvarann og láta Hverahlíð bíða um sinn. Einbeitum okkur að þeim brýnu úrlausnarefnum sem bíða og lúta að umhverfi og lífsskilyrðum á svæðinu og skiljum virkjanatækifærin eftir þar til hægt er að standa sómasamlega að þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um sérstaka verkefnisfjármögnun á Hverahlíðarvirkjun eru nú ræddar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og meðal eigenda hennar. Tillagan er frá KPMG sem var falið að finna lausn á stöðunni sem komin er upp af því Orkuveitan ræður ekki við að fjármagna virkjunina sem hún skuldbatt sig til skv. samningi við Norðurál frá desember 2008. Hugmyndin er að stofnað verði sérstakt fyrirtæki um virkjunina í eigu lífeyrissjóðanna og Orkuveitunnar. Framlag Orkuveitunnar yrði eingöngu sá kostnaður sem hún hefur þegar lagt í verkefnið, u.þ.b. 4 milljarðar, en lífeyrissjóðirnir fjármagni þá 25 milljarða sem út af standa. Þannig yrði eignarhlutur Orkuveitunnar afar lítill í samanburði við hlut lífeyrissjóðanna. Fyrirvarar í samningi OR og NorðurálsÞótt raforkusölusamningurinn við Norðurál sé um margt slæmur og vinstri græn hafi greitt atkvæði gegn honum á sínum tíma inniheldur hann tvo mikilvæga fyrirvara. Annar lýtur að arðsemi verkefnisins og hinn að fjármögnun þess. Um nokkurt skeið hafa verið viðræður milli Orkuveitunnar og Norðuráls um arðsemina þar sem Orkuveitan telur að hækka þurfi raforkuverðið eigi verkefnið að borga sig. Þær viðræður hafa enn ekki skilað árangri. Hvað fjármögnun varðar er ljóst að efnahagur Orkuveitunnar þolir ekki 25 milljarða til viðbótar eftir það sem á undan er gengið. Auk þess hefur fjármögnun gengið illa, um tíma lá fyrir lánsloforð frá Evrópska fjárfestingarbankanum fyrir helmingi upphæðarinnar en það hefur verið dregið til baka vegna stöðunnar á evrópskum fjármálamörkuðum. Orkuveitan hefur því litla möguleika á að fjármagna verkefnið með hefðbundnum hætti. Fjöldi álitamálaFjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur er slæm. Borgarbúar hafa lánað fyrirtækinu milljarða sem vonandi duga ásamt miklum aðhaldsaðgerðum til að koma því á réttan kjöl. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að halda öllum fjárfestingum í lágmarki og ekkert má út af bregða. Samningurinn við Norðurál er því áhyggjuefni. Og fleira kemur til. Orkuveitan hefur farið geyst í virkjun jarðhitans á Hellisheiði og hefur ekki enn getað leyst þau vandamál sem fylgdu í kjölfarið. Brennisteinsmengun á svæðinu er allt of mikil og niðurdæling gerir að verkum að svæðið leikur á reiðiskjálfi með reglulegu millibili. Ekki er ljóst hvernig fyrirtækið getur fargað brennisteinsvetni í samræmi við kröfur í reglugerð og ekki hefur fundist viðunandi lausn á niðurdælingu affallsvatns frá núverandi virkjunum. Á meðan þessi og fleiri úrlausnarefni eru enn til skoðunar er varla réttlætanlegt að ráðast í frekari virkjanir. Þess utan er rétt að hafa í huga að Hverahlíðarvirkjun er ætlað að knýja álver í Helguvík sem ólíklegt er að af verði, jafnvel þótt Orkuveitan tæki hámarksáhættu til að uppfylla sinn hluta samningsins. Eðli lífeyrissjóðaOrkuveita Reykjavíkur og verkefni hennar hafa til þessa verið alfarið í eigu íbúa í Reykjavík, Borgarnesi og á Akranesi og hugmyndum um aðkomu einkaaðila hefur blessunarlega verið hafnað. Skemmst er að minnast REI-málsins, þegar allir flokkar unnu í sameiningu að því að vinda ofan af kaupum einkaaðila á hlut í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar sem sérhæfir sig í virkjunum erlendis. Nú hafa lífeyrissjóðirnir verið kynntir til leiks sem meirihlutaeigendur í dótturfyrirtæki um Hverahlíðarvirkjun. Sumir vilja meina að lífeyrissjóðirnir séu ígildi hins opinbera enda séu þeir í eigu almennings en ekki fárra hluthafa. Því er þó ekki alveg svo farið. Lífeyrissjóðirnir bera ekki jafn víðtækar skyldur gagnvart umbjóðendum sínum og sveitarstjórnir, enda er hlutverk þeirra fyrst og fremst að ávaxta fé eigendanna. Sveitarstjórnir bera aftur á móti ríkar skyldur gagnvart umhverfi og náttúru og samfélagssjónarmiðum til lengri tíma. Rekstur þeirra á orku- og veitufyrirtækjum ætti því fyrst og fremst að miðast við þarfir íbúanna og þar ættu umhverfis- og samfélagssjónarmið að vera í hávegum. Verði hugmyndir KPMG um verkefnafjármögnun að veruleika skapast líkur á hagsmunaárekstrum. Ekki er víst að lífeyrissjóðirnir væru tilbúnir í dýrar lausnir á brennisteinsmengun eða niðurdælingu til að tryggja heilnæmara andrúmsloft og betri lífsskilyrði á svæðinu. Sú hætta væri líka fyrir hendi að lífeyrissjóðirnir vildu selja hlut sinn öðrum, ef færi gæfist og mögulega aðilum sem hefðu enn ríkari áherslu á arðsemi. Hvað er til ráða?Við ríkjandi aðstæður með yfirspenntan efnahagsreikning og stór og aðkallandi verkefni á sviði umhverfismála væri best að staldra við og hugsa. Vakna upp af stóriðjudraumnum og líta til fjárhagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra hagsmuna komandi kynslóða. Samningurinn við Norðurál er vissulega fyrir hendi, en hann inniheldur áðurnefnda fyrirvara sem lúta bæði að arðsemi og fjármögnun. Jafnvel þótt mögulegt væri að ná lendingu varðandi raforkuverðið og þar með arðsemina er ómögulegt fyrir Orkuveituna að fjármagna verkefnið. Verkefnisfjármögnun nýs félags myndi kalla á nýjan samning milli hins nýja fyrirtækis og Norðuráls með ýmiskonar álitamálum sem þyrftu að skoðast og ekki er víst að lending næðist í. Nú er lag að rifta samningnum við Norðurál, láta reyna á fjármögnunarfyrirvarann og láta Hverahlíð bíða um sinn. Einbeitum okkur að þeim brýnu úrlausnarefnum sem bíða og lúta að umhverfi og lífsskilyrðum á svæðinu og skiljum virkjanatækifærin eftir þar til hægt er að standa sómasamlega að þeim.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar