Hverjir eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum? Grétar Pétur Geirsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að greiða húsaleigubætur. Þær eru greiddar tekjulágum leigjendum. Tekjur og eignir hafa áhrif á bætur. Fjármögnunin er í höndum ríkisins og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sveitarfélögin sjá um afgreiðslu húsaleigubóta. Grunnfjárhæðir voru óbreyttar frá árinu 2000 til 2008. 1. apríl 2008 hækkuðu húsaleigubæturnar og hækkuðu hámarks húsaleigubætur um 48%. Sérstakar húsaleigubæturSveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigubætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sérstakar húsaleigubætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sérstakan félagslegan vanda að etja. Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigubætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjarasamninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga. Það fá ekki allir sérstakar húsaleigubæturÞað er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, sem á og rekur 700-800 íbúðir, uppfylla ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og uppfylla þar af leiðandi ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur. Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflegaÍ langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hússjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbústaða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi – eðlilega. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borðÞað sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsaleigubóta. Sveitarfélögin bera ábyrgðSveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitarfélögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðisvandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að greiða húsaleigubætur. Þær eru greiddar tekjulágum leigjendum. Tekjur og eignir hafa áhrif á bætur. Fjármögnunin er í höndum ríkisins og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sveitarfélögin sjá um afgreiðslu húsaleigubóta. Grunnfjárhæðir voru óbreyttar frá árinu 2000 til 2008. 1. apríl 2008 hækkuðu húsaleigubæturnar og hækkuðu hámarks húsaleigubætur um 48%. Sérstakar húsaleigubæturSveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigubætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sérstakar húsaleigubætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sérstakan félagslegan vanda að etja. Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigubætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjarasamninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga. Það fá ekki allir sérstakar húsaleigubæturÞað er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, sem á og rekur 700-800 íbúðir, uppfylla ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og uppfylla þar af leiðandi ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur. Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflegaÍ langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hússjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbústaða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi – eðlilega. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borðÞað sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsaleigubóta. Sveitarfélögin bera ábyrgðSveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitarfélögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðisvandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun