Hvernig ástarþríhyrningur leiddi til alþjóðlegrar handtökuskipunar 7. desember 2010 21:15 Julian Assange. Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira