Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarnadauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ungbarnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólusett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæðingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dagana, auk þess sem barnið kemur í skoðun hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvarleg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar.Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingardeildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börnum eins og best verður á kosið. Deildin er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sérfræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnaður forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtökum og einstaklingum. Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sem og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarnadauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ungbarnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólusett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæðingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dagana, auk þess sem barnið kemur í skoðun hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvarleg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar.Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingardeildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börnum eins og best verður á kosið. Deildin er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sérfræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnaður forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtökum og einstaklingum. Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sem og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun