Hvert viljum við stefna? Þorvaldur Már Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2014 16:42 Ég er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir einstaklingar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir einstaklingar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun