Innlent

Hvetja bændur til þess að leita aðstoðar

Björgunarsveitarmaður bjargar sauðfé.
Björgunarsveitarmaður bjargar sauðfé.
Í kjölfar illviðrisins í gær er óttast um afdrif fjölda sauðfjár, einkanlega norðanlands, þar sem veðrið var hvað verst Í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda segir að í mörgum tilvikum eru afréttir og önnur beitilönd ósmöluð, enda göngur og réttir í gangi fram eftir septembermánuði.

Bændur munu í dag hafa í nógu að snúast við að huga að fé sínu og koma því í skjól, bæði í heimalöndum og öðrum beitilöndum eftir því sem fært er. Björgunarsveitir hafa unnið að því með bændum bæði í gær og í dag. Víða er hinsvegar illfært eða ófært vegna snjóa, þó veðrið hafi gengið niður. Ennfremur er spáð stormi á sunnanverðum Austfjörðum í dag svo illviðrinu er ekki lokið allsstaðar.

Landssamtök sauðfjárbænda vilja hvetja bændur til leita sér aðstoðar við að gæta að fénu, eftir því sem þörf er á. Miklu skiptir að hægt sé að bjarga sem fyrst öllu því fé sem fennt hefur yfir, ekki síst ef snjóinn frá í gær tekur ekki upp aftur á næstu dögum.

Og þessu tengdu. Tilkynning frá Vegagerðinni:

Bændur úr Skagafirði eru nú að sækja fé á Öxnadalsheiði og munu smala því niður í Skagafjörð vegna veðurs. Vegfarendur eru því beðnir að sína aðgát því að fé gæti verið á og við veginn. Búast má við að þetta ástand verði fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×