Innlent

Hvetur Íslendinga til að hafa einnar mínútu þögn í fyrramálið

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvetur alla Íslendinga til að hafa einnar mínútu þögn á sama tíma, sem er klukkan 10 í fyrramálið að íslenskum tíma. Þetta er gert til minningar um fórnarlömb harmleiksins í Noregi síðastliðinn föstudag.

Forsætisráðherra hvetur alla Íslendinga til að sýna samhug sinn með þessum hætti og sýna norsku þjóðinni samstöðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×