Innlent

Hvílast minna og aka lengur

Undanþága frá reglum um hvíldar- og aksturstíma er túlkuð sem viðurkenning á sérstökum aðstæðum hérlendis.fréttablaðið/pjetur
Undanþága frá reglum um hvíldar- og aksturstíma er túlkuð sem viðurkenning á sérstökum aðstæðum hérlendis.fréttablaðið/pjetur
Yfirstjórn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, hefur samþykkt undanþágur fyrir Ísland frá nokkrum ákvæðum reglna um aksturs- og hvíldartíma atvinnubílstjóra í farmflutningum.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ákvað að taka málið upp árið 2008 í kjölfar óska frá Samtökum atvinnulífsins, ASÍ og Starfsgreinasambandinu. Óskaði ráðuneytið eftir undanþágu þar sem aðstæður hér á landi væru að mörgu leyti frábrugðnar því sem gerist á meginlandinu.

Ráðherra segir undanþágur sem þessar fordæmalausar gagnvart öðrum EES-ríkjum og að svo virðist sem að nú sé viðurkennt að á Íslandi séu aðstæður með þeim hætti að réttlætanlegt sé að undanþágur séu gefnar frá aksturs- og hvíldartímareglum.

Leyfilegur aksturstími dag hvern er 9 klukkustundir, samkvæmt Evrópureglum. Hann má lengja um tvær stundir tvo daga í viku. Fallist er á beiðni Íslands um að aka megi fjóra daga vikunnar í stað tveggja daga í ellefu klukkustundir á leiðunum milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Neskaupstaðar og Ísafjarðar.

Ráðuneytið hyggst í framhaldinu kanna möguleika á því að fá varanlegar undanþágur, en þær gilda tímabundið frá 30. október 2010 til 15. apríl 2011.

- shá


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×