Hyggst gera stórmynd um skipskaða Suðurlandsins Llinda Blöndal skrifar 20. febrúar 2015 20:45 Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframeiðandi í Hollywood og Óttar Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna. Mynd/Stöð 2 Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur keypt kvikmyndaréttinn af bókinni Útkall í Atlantshafi á jólanótt. Þar er greint frá hinum hrikalegu örlögum flutningaskipsins Suðurland og áhöfn þess þar sem sex menn fórust. Stöð 2 hitti Sigurjón og Óttar Sveinsson, höfund bókarinnar, á Grandanum við Reykjavíkurhöfn, einmitt við þann stað sem útkallið barst um árið. Þar var björgunaraðgerðum stjórnað frá húsi Landsbjargar. Hrikaleg barátta í sjónumMyndin mun byggja á bók Óttars sem út kom árið 1999. Fimm skipbrotsmenn af Suðurlandi lýsa þar hrikalegri baráttu í gúmmíbát í meira en hálfan sólarhring eftir að skip þeirra sökk á milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Mennirnir börðust í stormi og myrkri við úthafsöldurnar. Ellefu voru í áhöfn, átta náðu í björgunarbátinn þar sem þrír höfðu það síðan ekki af. Margt bendir til að skipið hafi verið tekið niður af sovéskum eða jafnvel breskum kafbáti. Of ótrúleg saga Sigurjón segir þetta svo sterka og áhrifamikla sögu að allir geti sett sig í spor mannanna sem lentu í slysinu. „Á ögurstund er líklega hverri persónu lýst best,“ segir Sigurjón. „Svo eru ýmsar aðrar ástæður sem gera þetta að spennandi kvikmyndaefni. Þetta er náttúrulega myndrænt og svo gerist þetta á jólanótt. Ef maður byggi þessa sögu til myndu allir segja að þetta væri afar fín mynd en þetta gæti aldrei hafa gerst.“Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016Margt gerist á fjórtán tímum Óttar segist hafa séð atburðinn fyrir sér á hvíta tjaldinu. „Já, maður gat alveg séð þetta fyrir sér. Þegar svo langur tími líður frá því slysið á sér stað, eitthvað um miðnætti, og þar til björgunin á sér stað. Þetta eru fjórtán klukkustundir og á þeim tíma gerist svo margt. Þarna eru menn að berjast fyrir lífi sínu og týna tölunni og margt að gerast annars staðar líka,“ sagði Óttar. Björgunarskipið var danskt og kom frá Færeyjum þar sem það var statt og með ógnarhraða var lagt af stað í björgun á aðfangadagskvöld. Verður að vera stórmynd Mikið verk er þó óunnið áður kvikmynd verður tilbúin en Óttar og Sigurjón hafa undirbúið gerð myndarinnar í tvö og hálft ár. Fimm ár gætu liðið þar til kvikmyndað verður. „Það tekur náttúrlega langan tíma að koma myndum á hvíta tjaldið, ekki síst stórmyndum,“ segir Sigurjón. „Þetta er flókin mynd í framleiðslu og getur ekki orðið annað en stórmynd og dýr mynd. En mesta töfin er að bíða eftir því að handritið verði nógu gott svo þú farir í tökur.“ Óttar mun vinna að handritinu einnig, enda þekkir hann söguna best segir Sigurjón og því best að nota hans krafta. Sjá einnig: Vilja vita hvað raunverulega gekk áAnnt um minningu fólksins Ekki er í raun svo langt síðan Suðurlandið fórst og mun því kvikmynd um skipskaðann höfða sterkt til margra eftirlifandi ættingja og áhafnarmanna sem enn lifa. „Manni er annt um að halda minningu þessa fólks á lofti,“ segir Óttar. Íslenska kvikmyndafyrirtækið Elf films gerði þessu skil í heimildarkvikmynd sem sýnd var síðustu jól á Stöð tvö og nefnist „Höggið.“ Sjá má brot úr myndinni í frétt Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur keypt kvikmyndaréttinn af bókinni Útkall í Atlantshafi á jólanótt. Þar er greint frá hinum hrikalegu örlögum flutningaskipsins Suðurland og áhöfn þess þar sem sex menn fórust. Stöð 2 hitti Sigurjón og Óttar Sveinsson, höfund bókarinnar, á Grandanum við Reykjavíkurhöfn, einmitt við þann stað sem útkallið barst um árið. Þar var björgunaraðgerðum stjórnað frá húsi Landsbjargar. Hrikaleg barátta í sjónumMyndin mun byggja á bók Óttars sem út kom árið 1999. Fimm skipbrotsmenn af Suðurlandi lýsa þar hrikalegri baráttu í gúmmíbát í meira en hálfan sólarhring eftir að skip þeirra sökk á milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Mennirnir börðust í stormi og myrkri við úthafsöldurnar. Ellefu voru í áhöfn, átta náðu í björgunarbátinn þar sem þrír höfðu það síðan ekki af. Margt bendir til að skipið hafi verið tekið niður af sovéskum eða jafnvel breskum kafbáti. Of ótrúleg saga Sigurjón segir þetta svo sterka og áhrifamikla sögu að allir geti sett sig í spor mannanna sem lentu í slysinu. „Á ögurstund er líklega hverri persónu lýst best,“ segir Sigurjón. „Svo eru ýmsar aðrar ástæður sem gera þetta að spennandi kvikmyndaefni. Þetta er náttúrulega myndrænt og svo gerist þetta á jólanótt. Ef maður byggi þessa sögu til myndu allir segja að þetta væri afar fín mynd en þetta gæti aldrei hafa gerst.“Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016Margt gerist á fjórtán tímum Óttar segist hafa séð atburðinn fyrir sér á hvíta tjaldinu. „Já, maður gat alveg séð þetta fyrir sér. Þegar svo langur tími líður frá því slysið á sér stað, eitthvað um miðnætti, og þar til björgunin á sér stað. Þetta eru fjórtán klukkustundir og á þeim tíma gerist svo margt. Þarna eru menn að berjast fyrir lífi sínu og týna tölunni og margt að gerast annars staðar líka,“ sagði Óttar. Björgunarskipið var danskt og kom frá Færeyjum þar sem það var statt og með ógnarhraða var lagt af stað í björgun á aðfangadagskvöld. Verður að vera stórmynd Mikið verk er þó óunnið áður kvikmynd verður tilbúin en Óttar og Sigurjón hafa undirbúið gerð myndarinnar í tvö og hálft ár. Fimm ár gætu liðið þar til kvikmyndað verður. „Það tekur náttúrlega langan tíma að koma myndum á hvíta tjaldið, ekki síst stórmyndum,“ segir Sigurjón. „Þetta er flókin mynd í framleiðslu og getur ekki orðið annað en stórmynd og dýr mynd. En mesta töfin er að bíða eftir því að handritið verði nógu gott svo þú farir í tökur.“ Óttar mun vinna að handritinu einnig, enda þekkir hann söguna best segir Sigurjón og því best að nota hans krafta. Sjá einnig: Vilja vita hvað raunverulega gekk áAnnt um minningu fólksins Ekki er í raun svo langt síðan Suðurlandið fórst og mun því kvikmynd um skipskaðann höfða sterkt til margra eftirlifandi ættingja og áhafnarmanna sem enn lifa. „Manni er annt um að halda minningu þessa fólks á lofti,“ segir Óttar. Íslenska kvikmyndafyrirtækið Elf films gerði þessu skil í heimildarkvikmynd sem sýnd var síðustu jól á Stöð tvö og nefnist „Höggið.“ Sjá má brot úr myndinni í frétt Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00
Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45