Hyggst lækna sig með hráfæði 2. febrúar 2012 08:00 Arnar finnur mun á sér eftir að hann byrjaði á hráfæði en hann umturnaði mataræði sínu til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn´s. Fréttablaðið/stefan Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu. Heilsa „Þetta er bæði tímafrekt og þarfnast skipulagningar en ég finn að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari í hljómsveitinni Mammút og nemi í húsgagnasmíði, sem hefur snúið sér að hráfæði á síðustu mánuðum. Arnar þjáist af sjúkdómnum Crohn"s eða bólgum í meltingarfærum og hefur verið háður lyfinu Remicade en það hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér. Arnar hóf því að leita að náttúrulegri aðferð til segja sjúkdómnum stríð á hendur. Lausnina fann hann í bókinni Self Healing Colitis and Crohn‘s eftir dr. David Klein og byrjaði hina miklu umbreytingu á mataræði sínu í sumar og hætti á lyfinu um áramótin. „Maður má ekki skipta of snöggt yfir í hráfæði og nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Ég hætti því að borða kjöt í sumar og auka grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir Arnar sem hætti alfarið að borða fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég finn að mér líður betur og allt sem ég borða núna er gufusoðið grænmeti, léttpressaðir ávaxta- og grænmetissafar en aðalundirstaðan eru ávextir. Hluti af orsökum sjúkdómsins er stress svo ég er byrjaður að stunda jóga af miklum móð og er alveg heillaður.“ Arnar fer ekki leynt með að umskiptin í mataræðinu sínu hafi verið erfið en hann segist alltaf hafa verið matvandur. „Ég var ekki vanur að borða mikið grænmeti eða ávexti og þegar ég var lítill voru fiskibollur í dós uppáhaldsmaturinn minn. Núna panta ég lífrænt grænmeti frá Akri í Biskupstungum og tek með mér nesti í skólann. Ég sakna samt Bæjarins bestu enda var ég fastagestur þar áður en ég fór á hráfæði,“ segir Arnar og viðurkennir að grænmeti og ávextir séu vissulega dýrir hér á landi en á móti sparar hann í öðrum útgjöldum. „Ég fer ekkert út að borða og hef tekið mér pásu í áfengisneyslu enda er sérstaklega mælt með því í bókinni.“ Arnar er studdur af lækni sínum í þessum matartilraunum og hingað til hefur honum liðið honum betur. „Ég ætla að reyna þetta fram á vor og hugsanlega er þessi lífsstíll kominn til að vera. Mér líður allavega vel í dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari og tilraunum hans með hráfæðið á bloggsíðunni veganmatur.blogspot.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu. Heilsa „Þetta er bæði tímafrekt og þarfnast skipulagningar en ég finn að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari í hljómsveitinni Mammút og nemi í húsgagnasmíði, sem hefur snúið sér að hráfæði á síðustu mánuðum. Arnar þjáist af sjúkdómnum Crohn"s eða bólgum í meltingarfærum og hefur verið háður lyfinu Remicade en það hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér. Arnar hóf því að leita að náttúrulegri aðferð til segja sjúkdómnum stríð á hendur. Lausnina fann hann í bókinni Self Healing Colitis and Crohn‘s eftir dr. David Klein og byrjaði hina miklu umbreytingu á mataræði sínu í sumar og hætti á lyfinu um áramótin. „Maður má ekki skipta of snöggt yfir í hráfæði og nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Ég hætti því að borða kjöt í sumar og auka grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir Arnar sem hætti alfarið að borða fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég finn að mér líður betur og allt sem ég borða núna er gufusoðið grænmeti, léttpressaðir ávaxta- og grænmetissafar en aðalundirstaðan eru ávextir. Hluti af orsökum sjúkdómsins er stress svo ég er byrjaður að stunda jóga af miklum móð og er alveg heillaður.“ Arnar fer ekki leynt með að umskiptin í mataræðinu sínu hafi verið erfið en hann segist alltaf hafa verið matvandur. „Ég var ekki vanur að borða mikið grænmeti eða ávexti og þegar ég var lítill voru fiskibollur í dós uppáhaldsmaturinn minn. Núna panta ég lífrænt grænmeti frá Akri í Biskupstungum og tek með mér nesti í skólann. Ég sakna samt Bæjarins bestu enda var ég fastagestur þar áður en ég fór á hráfæði,“ segir Arnar og viðurkennir að grænmeti og ávextir séu vissulega dýrir hér á landi en á móti sparar hann í öðrum útgjöldum. „Ég fer ekkert út að borða og hef tekið mér pásu í áfengisneyslu enda er sérstaklega mælt með því í bókinni.“ Arnar er studdur af lækni sínum í þessum matartilraunum og hingað til hefur honum liðið honum betur. „Ég ætla að reyna þetta fram á vor og hugsanlega er þessi lífsstíll kominn til að vera. Mér líður allavega vel í dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari og tilraunum hans með hráfæðið á bloggsíðunni veganmatur.blogspot.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira