Hyggst lækna sig með hráfæði 2. febrúar 2012 08:00 Arnar finnur mun á sér eftir að hann byrjaði á hráfæði en hann umturnaði mataræði sínu til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn´s. Fréttablaðið/stefan Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu. Heilsa „Þetta er bæði tímafrekt og þarfnast skipulagningar en ég finn að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari í hljómsveitinni Mammút og nemi í húsgagnasmíði, sem hefur snúið sér að hráfæði á síðustu mánuðum. Arnar þjáist af sjúkdómnum Crohn"s eða bólgum í meltingarfærum og hefur verið háður lyfinu Remicade en það hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér. Arnar hóf því að leita að náttúrulegri aðferð til segja sjúkdómnum stríð á hendur. Lausnina fann hann í bókinni Self Healing Colitis and Crohn‘s eftir dr. David Klein og byrjaði hina miklu umbreytingu á mataræði sínu í sumar og hætti á lyfinu um áramótin. „Maður má ekki skipta of snöggt yfir í hráfæði og nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Ég hætti því að borða kjöt í sumar og auka grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir Arnar sem hætti alfarið að borða fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég finn að mér líður betur og allt sem ég borða núna er gufusoðið grænmeti, léttpressaðir ávaxta- og grænmetissafar en aðalundirstaðan eru ávextir. Hluti af orsökum sjúkdómsins er stress svo ég er byrjaður að stunda jóga af miklum móð og er alveg heillaður.“ Arnar fer ekki leynt með að umskiptin í mataræðinu sínu hafi verið erfið en hann segist alltaf hafa verið matvandur. „Ég var ekki vanur að borða mikið grænmeti eða ávexti og þegar ég var lítill voru fiskibollur í dós uppáhaldsmaturinn minn. Núna panta ég lífrænt grænmeti frá Akri í Biskupstungum og tek með mér nesti í skólann. Ég sakna samt Bæjarins bestu enda var ég fastagestur þar áður en ég fór á hráfæði,“ segir Arnar og viðurkennir að grænmeti og ávextir séu vissulega dýrir hér á landi en á móti sparar hann í öðrum útgjöldum. „Ég fer ekkert út að borða og hef tekið mér pásu í áfengisneyslu enda er sérstaklega mælt með því í bókinni.“ Arnar er studdur af lækni sínum í þessum matartilraunum og hingað til hefur honum liðið honum betur. „Ég ætla að reyna þetta fram á vor og hugsanlega er þessi lífsstíll kominn til að vera. Mér líður allavega vel í dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari og tilraunum hans með hráfæðið á bloggsíðunni veganmatur.blogspot.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu. Heilsa „Þetta er bæði tímafrekt og þarfnast skipulagningar en ég finn að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari í hljómsveitinni Mammút og nemi í húsgagnasmíði, sem hefur snúið sér að hráfæði á síðustu mánuðum. Arnar þjáist af sjúkdómnum Crohn"s eða bólgum í meltingarfærum og hefur verið háður lyfinu Remicade en það hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér. Arnar hóf því að leita að náttúrulegri aðferð til segja sjúkdómnum stríð á hendur. Lausnina fann hann í bókinni Self Healing Colitis and Crohn‘s eftir dr. David Klein og byrjaði hina miklu umbreytingu á mataræði sínu í sumar og hætti á lyfinu um áramótin. „Maður má ekki skipta of snöggt yfir í hráfæði og nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Ég hætti því að borða kjöt í sumar og auka grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir Arnar sem hætti alfarið að borða fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég finn að mér líður betur og allt sem ég borða núna er gufusoðið grænmeti, léttpressaðir ávaxta- og grænmetissafar en aðalundirstaðan eru ávextir. Hluti af orsökum sjúkdómsins er stress svo ég er byrjaður að stunda jóga af miklum móð og er alveg heillaður.“ Arnar fer ekki leynt með að umskiptin í mataræðinu sínu hafi verið erfið en hann segist alltaf hafa verið matvandur. „Ég var ekki vanur að borða mikið grænmeti eða ávexti og þegar ég var lítill voru fiskibollur í dós uppáhaldsmaturinn minn. Núna panta ég lífrænt grænmeti frá Akri í Biskupstungum og tek með mér nesti í skólann. Ég sakna samt Bæjarins bestu enda var ég fastagestur þar áður en ég fór á hráfæði,“ segir Arnar og viðurkennir að grænmeti og ávextir séu vissulega dýrir hér á landi en á móti sparar hann í öðrum útgjöldum. „Ég fer ekkert út að borða og hef tekið mér pásu í áfengisneyslu enda er sérstaklega mælt með því í bókinni.“ Arnar er studdur af lækni sínum í þessum matartilraunum og hingað til hefur honum liðið honum betur. „Ég ætla að reyna þetta fram á vor og hugsanlega er þessi lífsstíll kominn til að vera. Mér líður allavega vel í dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari og tilraunum hans með hráfæðið á bloggsíðunni veganmatur.blogspot.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“