Innlent

Í aðgerð vegna fótbrots - konan hryggbrotnaði

Parið fór niður með skriðunni..
Parið fór niður með skriðunni..
Karlmaðurinn, sem féll niður um 40 metra þegar að brún á Lágey Dyrhólaeyjar gaf sig í dag, er í aðgerð vegna fótbrotsins sem hann hlaut af fallinu.

Konan sem féll niður með manninum reyndist vera hryggbrotin samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á Landspítalanum í Fossvogi.

Ekki er ljóst hvort konan þurfi að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sinna að svo komnu. Læknir sem fréttastofa ræddi við sagði líðan parsins ótrúlega góða eftir atvikum.

Vísir ræddi við björgunarsveitarmanninn Grétar Einarsson úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík fyrr í dag. Þá sagði hann það beinlínis kraftaverk að parið hefði sloppið jafn vel og raun ber vitni, en þau féllu niður hnífbratta hengju eftir að sylla gaf sig fyrirvaralaust. Þau fóru niður með skriðunni sem reyndist 100 metra breið.


Tengdar fréttir

Björgunarsveitarmaður: Kraftaverk hvað þau sluppu vel

"Þetta er ekkert annað en kraftaverk,“ segir Grétar Einarsson úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík, en sveitin kom fyrst á vettvang eftir að brún á Lágey Dyrhólaeyjar gaf sig með þeim afleiðingum að tveir ferðamenn, karl og kona, féllu niður um 40 metra. Eins og sjá má á myndunum er hreint út sagt ótrúlegt að þau hafi sloppið lifandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×