Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - KR 3-0 | Enginn Íslandsmeistari í kvöld Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 19. september 2013 09:04 Breiðablik vann frábæran sigur á KR, 3-0, í kvöld og eyðilagði í leiðinni sigurhátíð KR sem gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Frábær frammistaða hjá Blikum sem halda Evrópudraumi sínum á lífi í bili. KR-ingar hafa ekki oft leikið ver í sumar, það er á hreinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kópavogi í dag og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru ekki lengi að komast á bragðið þegar Ellert Hreinsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir magnaða stungusendingu frá Árna Vilhjálmssyni á 8. mínútu. Ellert potaði boltanum með tánni framhjá Hannesi í markinu og Blikar strax komnir 1-0 yfir. Stungusending Árna var með hælnum og því markið einkar klæsilegt. KR-ingar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn út fyrri hálfleikinn og var sóknarleikur þeirra nokkuð hugmyndasnauður og fátt um fína drættir var því staðan 1-0 í hálfleik. KR-ingar þurftu því að bæta margt í leikhléinu til þess að verða Íslandsmeistarar sem varð ekki raunin. Gestirnir héldu áfram uppteknum hætti í þeim síðari og það var greinilegt að flest allir leikmenn liðsins hittu ekki á góðan dag. Gary Martin sem var frábær gegn Fylkismönnum í vikunni átti mjög slæman dag. Eins og vanalega hljóp kappinn mikið og elti alla bolta en það einfaldlega gekk ekkert upp hjá Bretanum í kvöld. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn náðu Blikar, með Árna Vilhjálmsson, í broddi fylkinga að skoða tvö mörk til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og síðan skoraði Guðjón Pétur þriðja mark Kópavogsbúa eftir frábæran undirbúning frá Ellerti Hreinssyni. Guðjón fékk boltann inn í vítateig KR-inga og þrumaði honum framhjá Hannesi í markinu. Blikar eru greinilega ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um Evrópusætið og ef liðið nær fram svona leik gegn Stjörnunni um helgina er Evrópudraumurinn kannski ekki svo langt frá. Mögnuð úrslit og fyllilega sanngjörn en KR-ingar líklega að leika einn sinn versta leik í sumar. Liðið var aldrei í takt og átti ekki möguleika í spræka Blika. Vesturbæingum vantar enn tvö stig til að ná í Íslandsmeistaratitilinn og ef liðið ætlar að spila svona er hann engan veginn kominn. Rúnar: Áttum aldrei möguleika í þessum leik„Við lékum illa alveg frá fyrstu mínútu og út allan leikinn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „KR-liðið var meira með boltann í leiknum og Blikarnir beittu skyndisóknum með fimm manna vörn fyrir aftan sig. Breiðablik lék virkilega vel í kvöld og áttu sigurinn fyllilega skilið. Við gerðum allt of mörg mistök í þessum leik og áttum í raun aldrei möguleika í þessum leik.“ KR-ingar hafa ekki misstígið sig oft í sumar og leikur þeirra oftast nær góður en það var eitthvað allt annað upp á teningnum í gær hjá Vesturbæingum. „Boltinn gekk hægt og liðið spilaði boltanum illa. Ég er samt sem áður mest óánægður með lélegt vinnuframlag hjá mönnum í kvöld.“ Íslandsmeistaratitillinn er samt sem áður enn í sjónarmáli og þurfa KR-ingar tvö stig í næstu þremur leikjum gegn Val, ÍA og Fram. „Það er kannski eðlilegt þegar öll umfjöllun allstaðar gangi út á það að við séum búnir að vinna þennan titil að það fari kannski inn í hausinn á mönnum, en það er bara ekki þannig og við þurfum að sækja þessi tvö stig í það minnsta til að tryggja okkur titilinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Rúnar hér að ofan. Árni: Vorum flottir í kvöldÁrni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, var frábær í kvöld, skoraði eitt mark og lagði annað upp. „Ég hef verið að bæta leik minn jafnt og þétt í sumar og átti fínt kvöld,“ segir Árni. "Við lögðum þennan leik upp með að ná í þrjú stig, það var nauðsynlegt fyrir okkur." „Núna er bara einn leikur í einu og möguleikar okkar á Evrópusæti eru ekki enn farnir. Við þurfum að vinna rest og eigum erfiðan leik gegn Stjörnunni um helgina.“ „Við vorum virkilega þéttir í kvöld og lékum gríðarlega vel alveg frá fyrstu mínútu."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Árna með því að ýta hér. Ólafur: Eins og ég hef oft sagt, við teljum upp úr pokanum undir lokin„Við þurftum að vinna í kvöld til að eiga möguleika á því að ná okkar markmiðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Hvort að KR gæti tryggt sér titilinn hér eða ekki var ekki í mínum huga, það var einungis að ná í þrjú stig.“ „Það sem gerðist í þessum leik í kvöld er að boltinn fer í netið hjá okkur, það hefur verið að þvælast fyrir okkur að undanförnu.“ „Við vorum einhvern veginn möguleikalausir fyrir nokkrum dögum en ég hef alltaf sagt að talið verður upp úr pokanum eftir mót og við sjáum hvernig fer.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Breiðablik vann frábæran sigur á KR, 3-0, í kvöld og eyðilagði í leiðinni sigurhátíð KR sem gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Frábær frammistaða hjá Blikum sem halda Evrópudraumi sínum á lífi í bili. KR-ingar hafa ekki oft leikið ver í sumar, það er á hreinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kópavogi í dag og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru ekki lengi að komast á bragðið þegar Ellert Hreinsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir magnaða stungusendingu frá Árna Vilhjálmssyni á 8. mínútu. Ellert potaði boltanum með tánni framhjá Hannesi í markinu og Blikar strax komnir 1-0 yfir. Stungusending Árna var með hælnum og því markið einkar klæsilegt. KR-ingar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn út fyrri hálfleikinn og var sóknarleikur þeirra nokkuð hugmyndasnauður og fátt um fína drættir var því staðan 1-0 í hálfleik. KR-ingar þurftu því að bæta margt í leikhléinu til þess að verða Íslandsmeistarar sem varð ekki raunin. Gestirnir héldu áfram uppteknum hætti í þeim síðari og það var greinilegt að flest allir leikmenn liðsins hittu ekki á góðan dag. Gary Martin sem var frábær gegn Fylkismönnum í vikunni átti mjög slæman dag. Eins og vanalega hljóp kappinn mikið og elti alla bolta en það einfaldlega gekk ekkert upp hjá Bretanum í kvöld. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn náðu Blikar, með Árna Vilhjálmsson, í broddi fylkinga að skoða tvö mörk til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og síðan skoraði Guðjón Pétur þriðja mark Kópavogsbúa eftir frábæran undirbúning frá Ellerti Hreinssyni. Guðjón fékk boltann inn í vítateig KR-inga og þrumaði honum framhjá Hannesi í markinu. Blikar eru greinilega ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um Evrópusætið og ef liðið nær fram svona leik gegn Stjörnunni um helgina er Evrópudraumurinn kannski ekki svo langt frá. Mögnuð úrslit og fyllilega sanngjörn en KR-ingar líklega að leika einn sinn versta leik í sumar. Liðið var aldrei í takt og átti ekki möguleika í spræka Blika. Vesturbæingum vantar enn tvö stig til að ná í Íslandsmeistaratitilinn og ef liðið ætlar að spila svona er hann engan veginn kominn. Rúnar: Áttum aldrei möguleika í þessum leik„Við lékum illa alveg frá fyrstu mínútu og út allan leikinn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „KR-liðið var meira með boltann í leiknum og Blikarnir beittu skyndisóknum með fimm manna vörn fyrir aftan sig. Breiðablik lék virkilega vel í kvöld og áttu sigurinn fyllilega skilið. Við gerðum allt of mörg mistök í þessum leik og áttum í raun aldrei möguleika í þessum leik.“ KR-ingar hafa ekki misstígið sig oft í sumar og leikur þeirra oftast nær góður en það var eitthvað allt annað upp á teningnum í gær hjá Vesturbæingum. „Boltinn gekk hægt og liðið spilaði boltanum illa. Ég er samt sem áður mest óánægður með lélegt vinnuframlag hjá mönnum í kvöld.“ Íslandsmeistaratitillinn er samt sem áður enn í sjónarmáli og þurfa KR-ingar tvö stig í næstu þremur leikjum gegn Val, ÍA og Fram. „Það er kannski eðlilegt þegar öll umfjöllun allstaðar gangi út á það að við séum búnir að vinna þennan titil að það fari kannski inn í hausinn á mönnum, en það er bara ekki þannig og við þurfum að sækja þessi tvö stig í það minnsta til að tryggja okkur titilinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Rúnar hér að ofan. Árni: Vorum flottir í kvöldÁrni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, var frábær í kvöld, skoraði eitt mark og lagði annað upp. „Ég hef verið að bæta leik minn jafnt og þétt í sumar og átti fínt kvöld,“ segir Árni. "Við lögðum þennan leik upp með að ná í þrjú stig, það var nauðsynlegt fyrir okkur." „Núna er bara einn leikur í einu og möguleikar okkar á Evrópusæti eru ekki enn farnir. Við þurfum að vinna rest og eigum erfiðan leik gegn Stjörnunni um helgina.“ „Við vorum virkilega þéttir í kvöld og lékum gríðarlega vel alveg frá fyrstu mínútu."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Árna með því að ýta hér. Ólafur: Eins og ég hef oft sagt, við teljum upp úr pokanum undir lokin„Við þurftum að vinna í kvöld til að eiga möguleika á því að ná okkar markmiðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Hvort að KR gæti tryggt sér titilinn hér eða ekki var ekki í mínum huga, það var einungis að ná í þrjú stig.“ „Það sem gerðist í þessum leik í kvöld er að boltinn fer í netið hjá okkur, það hefur verið að þvælast fyrir okkur að undanförnu.“ „Við vorum einhvern veginn möguleikalausir fyrir nokkrum dögum en ég hef alltaf sagt að talið verður upp úr pokanum eftir mót og við sjáum hvernig fer.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira