Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - KR 3-0 | Enginn Íslandsmeistari í kvöld Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 19. september 2013 09:04 Breiðablik vann frábæran sigur á KR, 3-0, í kvöld og eyðilagði í leiðinni sigurhátíð KR sem gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Frábær frammistaða hjá Blikum sem halda Evrópudraumi sínum á lífi í bili. KR-ingar hafa ekki oft leikið ver í sumar, það er á hreinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kópavogi í dag og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru ekki lengi að komast á bragðið þegar Ellert Hreinsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir magnaða stungusendingu frá Árna Vilhjálmssyni á 8. mínútu. Ellert potaði boltanum með tánni framhjá Hannesi í markinu og Blikar strax komnir 1-0 yfir. Stungusending Árna var með hælnum og því markið einkar klæsilegt. KR-ingar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn út fyrri hálfleikinn og var sóknarleikur þeirra nokkuð hugmyndasnauður og fátt um fína drættir var því staðan 1-0 í hálfleik. KR-ingar þurftu því að bæta margt í leikhléinu til þess að verða Íslandsmeistarar sem varð ekki raunin. Gestirnir héldu áfram uppteknum hætti í þeim síðari og það var greinilegt að flest allir leikmenn liðsins hittu ekki á góðan dag. Gary Martin sem var frábær gegn Fylkismönnum í vikunni átti mjög slæman dag. Eins og vanalega hljóp kappinn mikið og elti alla bolta en það einfaldlega gekk ekkert upp hjá Bretanum í kvöld. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn náðu Blikar, með Árna Vilhjálmsson, í broddi fylkinga að skoða tvö mörk til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og síðan skoraði Guðjón Pétur þriðja mark Kópavogsbúa eftir frábæran undirbúning frá Ellerti Hreinssyni. Guðjón fékk boltann inn í vítateig KR-inga og þrumaði honum framhjá Hannesi í markinu. Blikar eru greinilega ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um Evrópusætið og ef liðið nær fram svona leik gegn Stjörnunni um helgina er Evrópudraumurinn kannski ekki svo langt frá. Mögnuð úrslit og fyllilega sanngjörn en KR-ingar líklega að leika einn sinn versta leik í sumar. Liðið var aldrei í takt og átti ekki möguleika í spræka Blika. Vesturbæingum vantar enn tvö stig til að ná í Íslandsmeistaratitilinn og ef liðið ætlar að spila svona er hann engan veginn kominn. Rúnar: Áttum aldrei möguleika í þessum leik„Við lékum illa alveg frá fyrstu mínútu og út allan leikinn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „KR-liðið var meira með boltann í leiknum og Blikarnir beittu skyndisóknum með fimm manna vörn fyrir aftan sig. Breiðablik lék virkilega vel í kvöld og áttu sigurinn fyllilega skilið. Við gerðum allt of mörg mistök í þessum leik og áttum í raun aldrei möguleika í þessum leik.“ KR-ingar hafa ekki misstígið sig oft í sumar og leikur þeirra oftast nær góður en það var eitthvað allt annað upp á teningnum í gær hjá Vesturbæingum. „Boltinn gekk hægt og liðið spilaði boltanum illa. Ég er samt sem áður mest óánægður með lélegt vinnuframlag hjá mönnum í kvöld.“ Íslandsmeistaratitillinn er samt sem áður enn í sjónarmáli og þurfa KR-ingar tvö stig í næstu þremur leikjum gegn Val, ÍA og Fram. „Það er kannski eðlilegt þegar öll umfjöllun allstaðar gangi út á það að við séum búnir að vinna þennan titil að það fari kannski inn í hausinn á mönnum, en það er bara ekki þannig og við þurfum að sækja þessi tvö stig í það minnsta til að tryggja okkur titilinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Rúnar hér að ofan. Árni: Vorum flottir í kvöldÁrni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, var frábær í kvöld, skoraði eitt mark og lagði annað upp. „Ég hef verið að bæta leik minn jafnt og þétt í sumar og átti fínt kvöld,“ segir Árni. "Við lögðum þennan leik upp með að ná í þrjú stig, það var nauðsynlegt fyrir okkur." „Núna er bara einn leikur í einu og möguleikar okkar á Evrópusæti eru ekki enn farnir. Við þurfum að vinna rest og eigum erfiðan leik gegn Stjörnunni um helgina.“ „Við vorum virkilega þéttir í kvöld og lékum gríðarlega vel alveg frá fyrstu mínútu."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Árna með því að ýta hér. Ólafur: Eins og ég hef oft sagt, við teljum upp úr pokanum undir lokin„Við þurftum að vinna í kvöld til að eiga möguleika á því að ná okkar markmiðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Hvort að KR gæti tryggt sér titilinn hér eða ekki var ekki í mínum huga, það var einungis að ná í þrjú stig.“ „Það sem gerðist í þessum leik í kvöld er að boltinn fer í netið hjá okkur, það hefur verið að þvælast fyrir okkur að undanförnu.“ „Við vorum einhvern veginn möguleikalausir fyrir nokkrum dögum en ég hef alltaf sagt að talið verður upp úr pokanum eftir mót og við sjáum hvernig fer.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Breiðablik vann frábæran sigur á KR, 3-0, í kvöld og eyðilagði í leiðinni sigurhátíð KR sem gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Frábær frammistaða hjá Blikum sem halda Evrópudraumi sínum á lífi í bili. KR-ingar hafa ekki oft leikið ver í sumar, það er á hreinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kópavogi í dag og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru ekki lengi að komast á bragðið þegar Ellert Hreinsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir magnaða stungusendingu frá Árna Vilhjálmssyni á 8. mínútu. Ellert potaði boltanum með tánni framhjá Hannesi í markinu og Blikar strax komnir 1-0 yfir. Stungusending Árna var með hælnum og því markið einkar klæsilegt. KR-ingar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn út fyrri hálfleikinn og var sóknarleikur þeirra nokkuð hugmyndasnauður og fátt um fína drættir var því staðan 1-0 í hálfleik. KR-ingar þurftu því að bæta margt í leikhléinu til þess að verða Íslandsmeistarar sem varð ekki raunin. Gestirnir héldu áfram uppteknum hætti í þeim síðari og það var greinilegt að flest allir leikmenn liðsins hittu ekki á góðan dag. Gary Martin sem var frábær gegn Fylkismönnum í vikunni átti mjög slæman dag. Eins og vanalega hljóp kappinn mikið og elti alla bolta en það einfaldlega gekk ekkert upp hjá Bretanum í kvöld. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn náðu Blikar, með Árna Vilhjálmsson, í broddi fylkinga að skoða tvö mörk til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og síðan skoraði Guðjón Pétur þriðja mark Kópavogsbúa eftir frábæran undirbúning frá Ellerti Hreinssyni. Guðjón fékk boltann inn í vítateig KR-inga og þrumaði honum framhjá Hannesi í markinu. Blikar eru greinilega ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um Evrópusætið og ef liðið nær fram svona leik gegn Stjörnunni um helgina er Evrópudraumurinn kannski ekki svo langt frá. Mögnuð úrslit og fyllilega sanngjörn en KR-ingar líklega að leika einn sinn versta leik í sumar. Liðið var aldrei í takt og átti ekki möguleika í spræka Blika. Vesturbæingum vantar enn tvö stig til að ná í Íslandsmeistaratitilinn og ef liðið ætlar að spila svona er hann engan veginn kominn. Rúnar: Áttum aldrei möguleika í þessum leik„Við lékum illa alveg frá fyrstu mínútu og út allan leikinn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „KR-liðið var meira með boltann í leiknum og Blikarnir beittu skyndisóknum með fimm manna vörn fyrir aftan sig. Breiðablik lék virkilega vel í kvöld og áttu sigurinn fyllilega skilið. Við gerðum allt of mörg mistök í þessum leik og áttum í raun aldrei möguleika í þessum leik.“ KR-ingar hafa ekki misstígið sig oft í sumar og leikur þeirra oftast nær góður en það var eitthvað allt annað upp á teningnum í gær hjá Vesturbæingum. „Boltinn gekk hægt og liðið spilaði boltanum illa. Ég er samt sem áður mest óánægður með lélegt vinnuframlag hjá mönnum í kvöld.“ Íslandsmeistaratitillinn er samt sem áður enn í sjónarmáli og þurfa KR-ingar tvö stig í næstu þremur leikjum gegn Val, ÍA og Fram. „Það er kannski eðlilegt þegar öll umfjöllun allstaðar gangi út á það að við séum búnir að vinna þennan titil að það fari kannski inn í hausinn á mönnum, en það er bara ekki þannig og við þurfum að sækja þessi tvö stig í það minnsta til að tryggja okkur titilinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Rúnar hér að ofan. Árni: Vorum flottir í kvöldÁrni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, var frábær í kvöld, skoraði eitt mark og lagði annað upp. „Ég hef verið að bæta leik minn jafnt og þétt í sumar og átti fínt kvöld,“ segir Árni. "Við lögðum þennan leik upp með að ná í þrjú stig, það var nauðsynlegt fyrir okkur." „Núna er bara einn leikur í einu og möguleikar okkar á Evrópusæti eru ekki enn farnir. Við þurfum að vinna rest og eigum erfiðan leik gegn Stjörnunni um helgina.“ „Við vorum virkilega þéttir í kvöld og lékum gríðarlega vel alveg frá fyrstu mínútu."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Árna með því að ýta hér. Ólafur: Eins og ég hef oft sagt, við teljum upp úr pokanum undir lokin„Við þurftum að vinna í kvöld til að eiga möguleika á því að ná okkar markmiðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Hvort að KR gæti tryggt sér titilinn hér eða ekki var ekki í mínum huga, það var einungis að ná í þrjú stig.“ „Það sem gerðist í þessum leik í kvöld er að boltinn fer í netið hjá okkur, það hefur verið að þvælast fyrir okkur að undanförnu.“ „Við vorum einhvern veginn möguleikalausir fyrir nokkrum dögum en ég hef alltaf sagt að talið verður upp úr pokanum eftir mót og við sjáum hvernig fer.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira