Umfjöllun: Fram - Breiðablik 2-1 | Fram í úrslit Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 4. ágúst 2013 15:15 Fram vann frábæran sigur á Breiðablik, 2-1, í undan úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli. Framarar gerðu tvö mörk í fyrri hálfleik en Blikar aðeins eitt í þeim síðari. Leikurinn hófst fjörlega fyrir heimamenn en þeir náðu að skora fyrsta mark leiksins eftir tæplega tíu mínútna leik þegar Kristinn Ingi Halldórsson kom boltanum í netið eftir að Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðbliks, hafði verið skot Hólmbert Arons Friðjónssonar út í teiginn. Blikar hresstust töluvert eftir markið en náðu ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn. Framarar voru verulega ákveðnir í fyrri hálfleiknum og þá sérstaklega Almarr Ormarsson sem varnarmenn Breiðabliks réðu ekkert við. Fimm mínútum fyrir lok hálfleiksins prjónaði Almarr sig í gegnum vörn Blika og Sverrir Ingi braut á honum innan vítateigs. Hólmbert Aron steig á vítapunktinn og skoraði örugglega. Staðan var því 2-0 í hálfleik og Blikar greinilega að glíma við Evrópuþreytu. Blikar komu sprækir til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, var greinilega búinn að endurskipuleggja sitt lið. Nichlas Rohde og Andri Rafn Yeoman komu inn á í hálfleiknum og hressti það vel upp á sóknarleik liðsins. Árni Vilhjálmsson náði að minnka muninn fyrir gestina þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en hann nýtti sér slæm varnarmistök Framara og afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Ögmundi í marki Fram. Blikar voru samt sem áður í miklum vandræðum að koma boltanum framhjá Ögmundi og geta Safamýrapiltar heldur betur þakkað honum fyrir sætið í úrslitaleiknum. Framarar héldu út til loka og eru því komnir í úrslit Borgunarbikarsins en liðið mætir Stjörnunni. Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Fram vann frábæran sigur á Breiðablik, 2-1, í undan úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli. Framarar gerðu tvö mörk í fyrri hálfleik en Blikar aðeins eitt í þeim síðari. Leikurinn hófst fjörlega fyrir heimamenn en þeir náðu að skora fyrsta mark leiksins eftir tæplega tíu mínútna leik þegar Kristinn Ingi Halldórsson kom boltanum í netið eftir að Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðbliks, hafði verið skot Hólmbert Arons Friðjónssonar út í teiginn. Blikar hresstust töluvert eftir markið en náðu ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn. Framarar voru verulega ákveðnir í fyrri hálfleiknum og þá sérstaklega Almarr Ormarsson sem varnarmenn Breiðabliks réðu ekkert við. Fimm mínútum fyrir lok hálfleiksins prjónaði Almarr sig í gegnum vörn Blika og Sverrir Ingi braut á honum innan vítateigs. Hólmbert Aron steig á vítapunktinn og skoraði örugglega. Staðan var því 2-0 í hálfleik og Blikar greinilega að glíma við Evrópuþreytu. Blikar komu sprækir til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, var greinilega búinn að endurskipuleggja sitt lið. Nichlas Rohde og Andri Rafn Yeoman komu inn á í hálfleiknum og hressti það vel upp á sóknarleik liðsins. Árni Vilhjálmsson náði að minnka muninn fyrir gestina þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en hann nýtti sér slæm varnarmistök Framara og afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Ögmundi í marki Fram. Blikar voru samt sem áður í miklum vandræðum að koma boltanum framhjá Ögmundi og geta Safamýrapiltar heldur betur þakkað honum fyrir sætið í úrslitaleiknum. Framarar héldu út til loka og eru því komnir í úrslit Borgunarbikarsins en liðið mætir Stjörnunni.
Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira