Umfjöllun: Keflavík hafði betur í Suðurnesjaslagnum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Grindavíkurvelli skrifar 16. maí 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira