Umfjöllun: Keflavík hafði betur í Suðurnesjaslagnum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Grindavíkurvelli skrifar 16. maí 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira